Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
FRÉTTASKÝRING
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Fá úrræði standa bráðgerum börnum
til boða í grunnskólum og skólakerfi
sem stjórnast af yfirferð námsefnis
og mælanlegum hæfniviðmiðum
þjónar illa nemendum sem vilja fara
djúpt í námsefni.
Þetta segir Meyvant Þórólfsson,
dósent við menntavísindasvið Há-
skóla Íslands og fyrrverandi umsjón-
armaður verkefnisins Bráðger börn –
verkefni við hæfi. Því miður sé fátt
um svör, helst geti hann bent á nám-
skeið á vegum einkaaðila sem kosti
oft dágóðar fjárhæðir.
,,Ég tel að allir geti verið sammála
um að nemendur á hinum jaðrinum fá
mjög góða aðstoð innan skólakerf-
isins. Hins vegar virðist vandræða-
gangur og úrræðaleysi ríkja þegar
bráðger börn eiga í hlut. Það er ef-
laust ekki meiningin en mig grunar
að skólakerfið viti ekki alveg hvernig
á að aðstoða bráðgeru börnin.“
Bendir hann á að í hvítbók sem
menntamálaráðherra hefur nú lagt
fram, sé aukin áhersla lögð á hröðun
og skilvirkni í skólakerfinu með það
fyrir augum að bæta aðstæður og
auka tækifæri duglegra nemenda til
að flýta sér áfram í námi. ,,Þessar
breytingar geta verið jákvæðar ef vel
er að því staðið en það eru til fleiri
leiðir sem þarf að líta til.“
Litið á námskrá sem gátlista
Meyvant segir rannsóknir og
reynslu kennara hafa sýnt að sumir
nemendur vilji staldra við og fara
dýpra í námsefnið. Sú leið að nálgast
aðalnámskrá sem gátlista þjóni ekki
þeim tilgangi. Sýnt sé að námskráin
er yfirfull og kennarar eigi mjög erf-
itt með að komast í gegnum hana alla.
Af þeim sökum neyðist þeir til að fara
sífellt hraðar í gegnum námsefnið án
þess að það komist almennilega til
skila. Þetta fyrirkomulag sé gagnrýnt
af mörgum.
Nefnir hann í því samhengi að í
Finnlandi séu alvarlegar umræður
um að breyta menntakerfinu á þá leið
að leyfa nemendum, um leið og þeir
komist á unglingsár, að fara dýpra í
heildstæð verkefni, leggja náms-
greinar til hliðar og beina sjónum
meira að styrkleikum einstakling-
anna í stað stað veikleika.
Þá hafi rannsóknir sýnt fram á að
skólaleiði geri vart við sig hjá nem-
endum frá tíu ára aldri og að skóla-
leiði sé vaxandi vandamál á unglings-
árunum. Finnsk yfirvöld hafi mikinn
áhuga á að taka á því vandamáli.
Meyvant vísar einnig til þess að
bresk yfirvöld hafa um árabil styrkt
efnalítil bráðger börn til viðbót-
arnáms í gegnum verkefnið Excel-
lence in Cities. Hann telur Íslendinga
geta fylgt því fordæmi.
Að sögn Meyvants bendir nýleg
PISA-rannsókn til þess að hlutfalls-
lega fá íslensk börn komist upp á svo-
kallað efsta ,,þrep“ þegar náms-
árangur þeirra er metinn.
,,Niðurstöðurnar sýna okkur að ís-
lenskir krakkar komast mjög sjaldan
upp á efstu þrep, þar sem viðfangs-
efnin eru flóknari og þörf á vangavelt-
um. Við erum áberandi slök í þessu
tilliti og við stöndum okkur t.d. illa
miðað við finnska nemendur. Þetta
þýðir að íslenska skólakefið virðist
ekki þjóna nægilega vel þeim hópi
sem vill fara dýpra í verkefni. Á sama
tíma er miðjuhópurinn mjög stór hér
og slakasti hópurinn fer stækkandi.“
Örva ,,toppana" í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er einn þeirra skóla
sem vilja leggja sitt af mörkum. Sig-
rún Erla Ólafsdóttir, kennari við
skólann, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að skólinn hygðist koma bet-
ur til móts við bráðgera nemendur
sína frá og með haustinu.
,,Við höfum sinnt miðjunni ágæt-
lega og mjög vel þeim sem eru neðst.
Núna erum við hins vegar að mynda
kennsluþróunarteymi áhugasamra
kennara til þess að örva ,,toppana“
hjá okkur.“
Að sögn Sigrúnar verður fyrsta
verkefni teymisins að skilgreina hóp-
inn og finna lausnir fyrir hann. ,,Við
viljum bregðast við þörfum þessa
hóps barna með sama hætti og við
höfum verið að bregðast við þörfum
annarra barna, því þau eiga jafnmik-
inn rétt á stuðningi og önnur börn.
Við finnum að ekki er nóg að láta
bráðger börn aðeins hafa meira krefj-
andi verkefni og láta þau vinna sjálf-
stætt heldur biðja þau sjálf um meiri
stuðning og frekari leiðsögn.“
Fá úrræði fyrir bráðger börn
Úrræðaleysi og vandræðagangur ríkir þegar þessi hópur á í hlut, segir lektor við HÍ Gagnrýnivert
að horfa á námskrá sem gátlista Álfhólsskóli tekur á vandanum með hópi áhugasamra kennara
Myndir af fésbókarsíðu Ad Astra ehf.
Tilraunir Áhugasöm börn framkvæma tilraun í rafmagnsverkfræði á námskeiði hjá Ad Astra árið 2012.
Sigrún Erla
Ólafsdóttir
Meyvant
Þórólfsson
Í skýrslu starfshóps fræðsluráðs Reykjavíkur frá árinu 2004 eru bráð-
ger börn sögð líklegri en önnur börn til að sýna óvenju snemma, miðað
við aldur, mikla hæfileika á einu eða fleiri sviðum, hafa sterka innri
áhugahvöt og námsárangur . Þau geta unnið úr framandi upplýsingum
og geta yfirfært þekkingu, reynslu og innsæi á framandi aðstæður,
hugsa óhlutbundið og eiga auðvelt með að leysa framandi og óvænt
verkefni.
Þau svör fengust frá Reykjavíkurborg að ekki séu til sérstakar
námsleiðir fyrir bráðger börn, enda framfylgi borgin stefnu um ein-
staklingsmiðað nám þar sem sérhverjum nemanda sé mætt á hans
námsforsendum og tekið sé mið af áhuga og getu hans. Kveðið sé á um
þessa lykilþætti í nýrri stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs.
Engar sérstakar námsleiðir
BRÁÐGER BÖRN
Kattavinafélag Íslands heldur árleg-
an páskabasar í dag klukkan 11-16.
Basarinn er haldinn í Kattholti,
Stangarhyl 2, Reykjavík. Á bas-
arnum verður meðal annars hægt að
kaupa kökur, páskaskraut, servíett-
ur og kerti auk þess sem heim-
ilislausir kettir verða sýndir áhuga-
sömum framtíðareigendum.
„Við hverjum fólk til að koma í
heimsókn, það er góð basarstemmn-
ing, tónlist og kynning á kattamat“
segir Halldóra Snorradóttir, ritari
Kattavinafélags Íslands.
Óskað er sérstaklega eftir hjálp
við bakstur fyrir basarinn, en þeir
sem vilja leggja hönd á plóg geta
komið með kökur í Stangarhylinn
milli klukkan 10 og 11 í dag.
Ágóði af basarnum rennur allur í
kaup á nýjum búrum fyrir athvarfið,
en gömlu búrin eru orðin 20ára
gömul. Búrin sem Kattholt notast
við þarf að sérpanta frá Texas en um
er að ræða sérstaka tegund sem
nauðsynleg er fyrir dýraathvarf.
Áheit hefur borist frá kattavini um
að gefa sömu upphæð á móti því sem
kemur inn á basarinn og hvert fram-
lag á basarnum mun því tvöfaldast.
Morgunblaðið/Ómar
Kisur Gestir á páskabasar Kattavinafélagsins ættu að sjá marga skemmti-
lega ketti. Einhverjir eiga líklega eftir að taka kisu með sér heim.
Basar fyrir kisur
Basar, tónlist og sýning á heimilis-
leitandi köttum í Kattavinafélaginu
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
NORM hillueiningar sniðnar að þínum þörfum