Morgunblaðið - 28.03.2015, Page 20

Morgunblaðið - 28.03.2015, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Vorið er í nánd og álftirnar eru farnar að sveima heim að bæjum til þess að gá hvort ekki sé komið eitt- hvað gott í gogginn í nýræktunum. Annars eru fáir fuglar á ferli. Nokkrar rjúpur hafa sést við bæi, en þær virðast mun færri heldur en á sama tíma og í fyrra.    Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldinn í Sól- vangi á Tjörnesi á dögunum og þar voru sauðfjárbændur heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur í rækt- unarstarfinu. Þeir sem fengu verð- laun voru þeir Þröstur Jónasson á Sílalæk og Sveinbjörn Þór Sigurðs- son á Búvöllum. Þá fékk þingeyski bóndinn 2014 heiðursskjal frá stjórn búnaðarsambandsins, en það var að þessu sinni Jón Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi. Fékk hann það fyrir dugnað og áræðni í búskap, en hann tók í notkun stór og nýtískuleg fjárhús á árinu.    Sauðfjárbændur úr Borgarfirði sóttu Þingeyinga heim sl. helgi og skoðuðu nokkur fjárhús m.a. heima- vinnslu sauðfjárafurða í Skarðaborg í Reykjahverfi o.fl. Áður höfðu þeir heimsótt Þórarin Pétursson, for- mann Landssambands sauð- fjárbænda, og ábúendur á Höfða við Grenivík. Fjárbændurnir komu við í einu fjósi og rétt eftir að þeir voru farnir fæddist þar kvíga sem auðvit- að var nefnd Baula eftir fjalli þeirra Borgfirðinga. Allir höfðu gaman af að hitta þessa góðu gesti.    Mjólkurverðlaunin voru afhent nýlega á deildarfundi Auðhumlu á svæði mjólkursamlagsins MS Ak- ureyri. Almennt má segja að gæði mjólkur séu mjög mikil og sumir eru búnir að vera með heiðursverðlaun mörg ár í röð. Þar kom fram mikil ánægja með þennan árangur sem hefur mikið að segja fyrir mjólk- ursamlagið sem leggur upp úr því að framleiða gæðavörur. Hjá verð- launabændunum er heilbrigði kúnna og hreinlæti til fyrirmyndar.    Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn að sameinuðum skóla á Hafralæk í Aðaldal, en sá skóli mun taka til starfa í haust. Skólastjóra- stöðuna fékk Jóhann Rúnar Pálsson frá Víðiholti í Reykjahverfi, en hann hefur mikla reynslu af skólastarfi og hefur unnið mikið með börnum. Þar með leggst skólastarf af á Litlu- laugum í Reykjadal, en auðvitað eru skoðanir skiptar um þessa breyt- ingu.    Veðrið hefur verið vindasamt þó að ekki sé hægt að kvarta mikið yfir vetrinum. Innistaðan hefur oft verið lengri, en auðvitað bíða menn og skepnur eftir því að geta farið að vera meira úti. Sumir hafa gaman af því að viðra kindur sínar og nota til þess alla sólardaga sem gefast. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vorið er í nánd Frístundabændur á Húsavík hafa verið afar duglegir að viðra fé sitt á sólskinsdögum. Gaman að viðra kindur sínar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tilkynntu á Grænum dögum, sem haldnir voru í vikunni af nemum í umhverfis- og auðlindafræði við Há- skóla Íslands, að þau myndu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til að leggja stund á rannsóknir sínar næstu þrjú ár. Hrönn er frumkvöðull í rann- sóknum á súrnun sjávar við strend- ur Íslands og hefur unnið ötullega að því að vekja almenning til vit- undar um mikilvægi umhverfisrann- sókna á hafinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Tilkynnt var um styrk- veitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða. Styrkja rannsókn- ir á súrnun sjávar Viðurkenning Hrönn Egilsdóttir (t.v.) og Karen Kjartansdóttir, upplýsinga- fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem afhenti styrkinn. Malín Brand malin@mbl.is Tíu daga langri rafrænni íbúakosn- ingu lauk aðfaranótt föstudags í sveitarfélaginu Ölfusi en tilgangur- inn með kosningunni var að kanna hvort íbúar hefðu áhuga á samein- ingarviðræðum við nágrannasveitar- félögin. Alls voru 1432 á kjörskrá og greiddu rúm 43% atkvæði eða 617 manns. Niðurstöður kosninganna voru þær að 304 voru hlynntir við- ræðum um sameiningu við önnur sveitarfélög en 308 andvígir. Fimm skiluðu auðu. Kemur ekki á óvart Sveinn Steinarsson, forseti bæjar- stjórnar Ölfuss, segir niðurstöðurn- ar vera í samræmi við fyrri vísbend- ingar um áhuga íbúa á sameiningu. „Það er ótrúlega lítill munur en nið- urstöðurnar komu eiginlega ekki á óvart. Þetta er svipað því sem maður hafði heyrt á íbúum. Andrúmsloftið var svona,“ segir Sveinn en næsta skref í ferlinu er að bæjarstjórn tek- ur afstöðu til þessarar niðurstöðu þegar hún kemur saman eftir helgina. „Niðurstöðurnar tala svo sem sínu máli en það er ýmislegt sem verður fróðlegt að skoða betur og það mun- um við gera í næstu viku.“ Upplagt þótti að nota tækifærið og spyrja í rafrænni kosningu um það hvenær íbúar vildu helst halda bæj- arhátíðina, Hafnardaga, en fram til þessa hefur hún verið haldin um sjó- mannadagshelgina. „Og þar erum við með afgerandi niðurstöður. Við hljótum að horfa á þá kosningu sem svolítið skýr skilaboð,“ segir Sveinn en bæjarhátíðin verður flutt yfir á helgina á eftir verslunarmannahelg- inni í ágúst. Kosningin var eingöngu rafræn og var í grunninn tilrauna- verkefni Þjóðskrár Íslands með raf- rænt kosningakerfi í samvinnu við Sveitarfélagið Ölfus. Morgunblaðið/ Malín Brand Ölfus Meirihluti íbúa Ölfuss er andvígur sameiningarviðræðum við önnur sveitarfélög en mjótt var á munum. Hveragerði hefði þótt besti kosturinn. Meirihluti and- vígur sameiningu Það sem kosið var um » 308 voru andvígir sameining- arviðræðum en 304 hlynntir viðræðum. » Ef ræða ætti við önnur sveit- arfélög vildu 286 að rætt yrði við Hveragerði, en 214 við Grindavík. » 309 töldu að ágúst eftir verslunarmannahelgi hentaði best fyrir bæjarhátíðina Hafn- ardaga en 149 vildu áfram hafa hana um sjómannadagshelgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.