Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
!"
!#"
"$
%
#"
$%$
$"
"%
$"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
! "
!"$
%$"
%!
#"
$!
$$
""
$%$
!
!
"!
%!"
#"%
$#
$$%
"
$%
!#"
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● GAMMA hefur hafið opinbera birt-
ingu á vísitölu fyrir sértryggð skulda-
bréf, sem er undirvísitala í vísitölu
fyrirtækjaskuldabréfa. Vísitalan nær
yfir útgáfu sértryggðra skuldabréfa
samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sér-
tryggð skuldabréf og reglur um sér-
tryggð skuldabréf nr. 528 frá 2008 og
er útgáfa þeirra háð leyfi FME.
Arion banki, Íslandsbanki og Lands-
banki nýta sértryggð skuldabréf til fjár-
mögnunar íbúðarlána.
Ný vísitala fyrir sér-
tryggð skuldabréf
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
Guðni Einarsson
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja
(SV) á nú í viðræðum við Lands-
bankann um samruna. Viðræðurn-
ar halda áfram í dag, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Þrjár tillögur
Á fjórða tímanum í gær gengu
forsvarsmenn Sparisjóðsins á fund
FME með þrjár aðskildar tillögur
sem allar miðuðu að því að bjarga
sjóðnum frá gjaldþroti. Fyrsta til-
lagan fól í sér að sjóðurinn yrði
áfram rekinn sem sjálfstæð fjár-
málastofnun og að nýtt eigiðfé
kæmi m.a. frá erlendum fjárfesti
sem eignast muni meirihluta í
sjóðnum. Henni var hafnað af Fjár-
málaeftirlitinu.
Önnur tillagan fól í sér að Lands-
bankinn tæki yfir starfsemi sjóðs-
ins en þreifingar í þá átt hafa átt
sér stað frá því í síðustu viku.
Þriðja tillagan fól í sér að Arion
banki tæki yfir starfsemi sjóðsins
en bankinn gerði formlegt tilboð í
hann eftir að Morgunblaðið flutti
fréttir af fyrirhugaðri yfirtöku
Landsbankans. Sú tillaga mun ekki
hafa verið rædd við Fjármálaeft-
irlitið.
Ósjálfbær rekstur
Rekstur SV var endurskipulagð-
ur árið 2010 og við það eignaðist
Bankasýsla ríkisins 55% hlut í
sjóðnum. Við það var 350 milljóna
framlag bæjarbúa frá árinu 2007
fært niður og svaraði frá þeim tíma
til 1% af stofnfé. Vestmannaeyja-
bær lagði sjóðnum einnig til um-
talsverða fjármuni ásamt Lífeyris-
sjóði Vestmannaeyja og Vinnslu-
stöðinni. Þeir fjármunir eru nú að
mestu eða öllu leyti tapaðir.
Þegar litið er á rekstur sjóðsins
frá endurskipulagningu kemur ber-
lega í ljós að hann hefur verið með
öllu ósjálfbær. Árið 2011 tapaði
sjóðurinn 201,6 milljónum króna,
árið 2013 tapaði hann 107 millj-
ónum og á fyrstu sex mánuðum
ársins 2014 nam tapið 12,5 millj-
ónum. Árið 2012 sker sig úr því þá
skilaði sjóðurinn 252,5 milljóna
hagnaði en hann var að öllu leyti til
kominn vegna endurútreiknings er-
lendra lána sem sjóðurinn hafði
fengið hjá Seðlabanka Íslands.
Hefði sá endurútreikningur ekki
komið til hefði tap sjóðsins numið
77,4 milljónum króna.
Heimamenn kanna rétt sinn
Mikil óánægja er meðal margra
stofnfjáreigenda sjóðsins í Vest-
mannaeyjum. Snýr óánægjan bæði
að endurskipulagningu sjóðsins
sem slíkri og einnig hvernig
Bankasýsla ríkisins hefur haldið
um stjórnartaumana frá því að hún
kom að málum árið 2010. Er nú
unnið að því í hópi stofnfjáreigenda
að kanna rétt þeirra og herma
traustar heimildir Morgunblaðsins
að sú könnun snúi að lagalegum at-
riðum, m.a. hvort heimamenn hafi
verið leyndir raunverulegri stöðu
lánabókar SV í endurreisninni 2010
og einnig hvort lánabókin, einkum
sá hluti hennar sem tengist útlán-
um á Selfossi, sé jafnslæm og nú er
haldið fram. „Sérstaklega eru
menn hugsi yfir því hvernig ríkið
teymdi heimamenn inn í endur-
reisn, hélt þeim utan við það að
leiða stjórn hans, siglir nú sjóðnum
í þrot og komi svo með ríkisbanka
og yfirtaki sjóðinn. Þannig þvær
ríkið heimamenn burtu og ræður
nú eitt yfir sjóðnum,“ er haft eftir
viðmælanda blaðsins.
Sparisjóður Vestmannaeyja er
að semja við Landsbankann
Ljósmynd/Eyjafréttir
Bankar Innan skamms mun merki Sparisjóðsins hverfa utan af Bárustíg 15 og merki Landsbankans koma í staðinn.
Heimamenn kanna réttarstöðu sína gagnvart ríkinu og telja sig hafa verið blekkta
Sparisjóðurinn í Eyjum
» Stofnaður 1942.
» Eigið fé sjóðsins var rétt
rúmur milljarður um mitt ár
2014.
» Skuldir sjóðsins nema tæp-
um 11,7 milljörðum króna.
» Starfsmenn eru 25 talsins á
fimm starfsstöðvum, í Vest-
mannaeyjum, á Selfossi, Höfn,
Djúpavogi og Breiðdalsvík.
Vísitala neysluverðs hækkaði meira
en spár greiningaraðila höfðu gert
ráð fyrir og mældist hækkunin
1,02% á milli mánaða. Greiningar-
deildir bankanna höfðu spáð 0,6-
0,9% hækkun vísitölu neysluverðsins
í mars sem átti að samsvara 1,2-1,4%
ársverðbólgu. En með þessari hækk-
un á vísistölu neysluverðs tvöfaldast
ársverðbólgan og verður 1,6% í mars
í samanburði við 0,8% í febrúar.
Frávikin frá spám eru helst rakin
til meiri hækkunar á fötum og skóm,
hækkunar fasteignaverðs, hækkun-
ar eldsneytisverðs og hækkunar
flugfargjalda til útlanda.
Í greiningu Arion banka kemur
fram að fatnaður og skór hækkuðu
um 9,1% í mánuðinum og því hafi út-
söluáhrifin að miklu leyti gengið til
baka frá því í janúar. Húsgögn og
heimililsbúnaður hækkuðu minna
eða um 0,4% og er verðlag á hús-
gögnum enn nokkru lægra en í jan-
úar. Húsnæðisverð um land allt
hækkaði um 1,7% í mánuðinum og er
það fjórði mánuðurinn í röð sem hús-
næðisverð hækkar myndarlega segir
í greiningunni. Greidd húsaleiga
hækkar einnig í mánuðinum, flugfar-
gjöld til útlanda hækkuðu um 8,8%
en flugfargjöld innanlands lækkuðu
um 19,7%. Verð á bensíni og olíum
hækkaði um 5,8%. Aðrir liðir eru
sagðir hafa minni áhrif á vísitölu
neysluverðs fyrir marsmælinguna.
Á næstu mánuðum gerir Arion
banki ráð fyrir frekar hóflegum
hækkunum á vísitölu neysluverðs og
að eldsneyti og gengi krónunnar
haldist að mestu leyti óbreytt og árs-
taktur verðbólgunnar haldist í kring-
um 1,6% fram í júní.
Að mati greiningardeildar Ís-
landsbanka eru horfur á hóflegri
hækkun vísitölu neysluverðs allra
næstu mánuði og að 12 mánaða verð-
bólgutakturinn verði í kringum nú-
verandi verðbólgustig. Er búist við
að gengi krónunnar breytist lítið á
næstunni en einn stærsti óvissulið-
urinn til skemmri tíma litið sé
verðþróun á íbúðarhúsnæði. Í bráða-
birgðaspá Íslandsbanka kemur fram
að vísitala neysluverðs hækki um
0,2% í apríl, 0,2% í maí og 0,3% í júní.
Verðbólga verði því samkvæmt
spánni 1,6% í júní.
Morgunblaðið/Eggert
Verð Hækkun á fatnaði og skóm
hefur áhrif á vísitölu neysluverðs.
Meiri verðbólga
en spáð hafði verið
Verð á fötum og skóm hækkar um 9,1%
Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is
Jakkaföt frá
32.000,-
Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N