Morgunblaðið - 28.03.2015, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Nærri helmingur launþega er með laun á bilinu 400-700
þúsund krónur ef miðað er við niðurstöður greiningar
sem PwC hefur gert á launum yfir 16.000 launþega á Ís-
landi. 29% eru með laun allt að 400 þúsundum og 17%
eru með laun á bilinu 700 þúsund til milljón krónur á
mánuði. Samkvæmt greiningunni eru 7,1% með milljón
krónur eða meira á mánuði.
Meðaltal launa allra einstaklinga í greiningunni
reyndist vera 570.719 krónur sem er 2,5% hærra en í
mælingunni árið á undan þegar meðaltal heildarlauna
mældist 556.964 krónur. Hækkun heildarlauna á milli
ára er 0,7 prósentustigum hærra en verðbólga mældist,
þ.e. launin hækkuðu meira en verðlag. Í greiningunni
kemur fram að hlutfall aukagreiðslna og hlunninda í
heildarlaunum er stöðugt á milli ára eða 9-10%. Hlutfall
aukagreiðslna er hærra hjá fyrirtækjum sem greiða lág
grunnlaun. PwC hefur gert sambærilega könnun síð-
ustu ár og byggist greiningin á gögnum sem koma beint
úr launakerfum bæði einkafyrirtækja og opinberra
stofnana.
Um 7% með milljón krónur
eða meira í mánaðarlaun
Markaðslaun á Íslandi – dreifing launa
Heimild: PwC. 16.137 launþegar á Íslandi
50%
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
100-399
þúsund
700-999
þúsund
1.000-1.499
þúsund
1.500 +
þúsund
400-699
þúsund
46,8%
16,7%
5,5%
1,6%
29,4%
CCP hefur ákveðið að nýta sér rétt
til innköllunar á skuldabréfum að
upphæð 20 milljónir dollara. Sig-
urður Stefánsson, fjármálastjóri
CCP, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þetta væri liður í end-
urfjármögnun fyrirtækisins en til
viðbótar við skuldabréfin verður
lán að upphæð 5,4 milljónir dollara
einnig endurfjármagnað.
Sigurður sagði að endur-
fjármögnunin væri unnin í sam-
starfi við Arion banka og að umtals-
vert betri vaxtakjör hefðu boðist
sem varð til þess að ákvörðun var
tekin um endurfjármögnunina.
CCP mun greiða bréfin í samræmi
við skilmála skuldabréfaflokksins
þar sem skuldabréfaeigendur hafa
30 daga frá tilkynningu um inn-
köllun til að tilkynna hvort þeir nýti
sér breytirétt. Bréfin, sem eru
skráð í Nasdaq OMX Iceland hf.,
verða afskráð að lokinni innköllun.
CCP Endurfjármögnun á 25,4 millj-
ónum dollara stendur fyrir dyrum.
Endur-
fjármögn-
un CCP
Íbúðalánasjóður (ÍLS) skilaði 3,4
milljarða króna hagnaði á síðasta
ári. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár
sem sjóðurinn skilar jákvæðri af-
komu. Það þýðir að ríkissjóður þarf
ekki að leggja ÍLS til eigið fé vegna
reksturs á síðastliðnu ári þrátt fyrir
heimild í fjárlögum.
Rekstrarkostnaður sjóðsins
lækkaði um 113 milljónir á milli ára
eða um 5,2%. Þá hækkaði eiginfjár-
hlutfall hans í 4,5% og nær það nú
lögbundnu lágmarki, sem var 3,4% í
upphafi árs.
Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði
kemur fram að virðisrýrnun vegna
tapsatburða í efnahagshruninu hafi
verið bakfærð. Jafnframt kemur
þar fram að vanskil heimila hafi
minnkað umtalsvert á árinu 2014
og vísbendingar séu um að sú þróun
muni halda áfram.
Loksins
hagnaður
hjá ÍLS
Bankas t ræt i 7 er samsta r f sað i l i Ga l l e r í L i s t .
einstakt
eitthvað alveg
einstakar gjafir fyrir
einstök tækifæri
handa einstöku fólki
Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | S 581 4020 | www.galleril ist.is