Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Útför Ríkharðs þriðja Englandskonungs fór fram á fimmtudaginn í Leicester, tæpum 530 árum eftir andlát hans. Lík hans fannst á ný árið 2012 þegar verið var að grafa fyrir bílastæðum, og tókst að staðfesta með DNA- prófi að um konunginn væri að ræða. Ríkharður þykir með óvinsælli konungum í sögu Bretlands. AFP Ríkharður III borinn til grafar Nígeríski herinn tilkynnti að bærinn Gwoza hefði verið tekinn á ný, en þar hafa hryðjuverkasamtökin Boko Haram haft sínar helstu bækistöðv- ar, og lýstu þaðan yfir kalífadæmi á síðasta ári. Samkvæmt heimildum frá varn- armálaráðuneyti landsins náðist mikið magn af skotfærum og vopn- um í bænum, og var leit hafin í ná- grenninu að liðsmönnum samtak- anna. Einnig fannst fjöldi líka í bænum, en heimildir herma að yfirstjórn samtakanna hafi fyrirskipað fjölda- morð á konum sem liðsmenn sam- takanna höfðu tekið sér fyrir eig- inkonur. Fregnirnar koma á besta tíma fyrir Goodluck Jonathan, forseta Nígeríu, en forsetakjör fer fram í landinu í dag. Kosningarnar áttu að fara fram í febrúar, en var frestað vegna hættunnar frá Boko Haram. Höfuð- stöðvarn- ar teknar  Boko Haram á flótta í Nígeríu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Saksóknarar í Þýskalandi greindu frá því í gær að Andreas Lubitz, að- stoðarflugmaðurinn sem talinn er hafa grandað flugvél Germanwings- flugfélagsins vísvitandi á þriðjudag- inn, hefði leynt veikindum sínum fyr- ir yfirmönnum sínum. Við húsleit á heimili Lubitz í Düsseldorf fundust gögn frá læknum sem gáfu til kynna að hann hefði gengist undir læknis- meðferð vegna þunglyndis. Þar á meðal voru læknisvottorð þar sem Lubitz var sagt að fara ekki til vinnu, og náði eitt þeirra til þriðju- dagsins, þegar flugslysið varð. Að sögn saksóknaranna fannst ekkert sjálfsvígsbréf eða játning, né heldur neitt sem benti til þess að Lu- bitz hefði haft pólitískar eða trúar- legar ástæður fyrir athæfi sínu. Vara við ályktunum Bresku geðlæknasamtökin sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem var- að var við því að fólk hrapaði að ályktunum, um þunglyndi meðal flugmanna, í kjölfar þessa harmleiks. Bentu samtökin á að fjölmargir þjáðust af þeim sjúkdómi, en að með réttri meðferð væri yfirleitt hægt að lækna hann. Nauðsynlegt væri hins vegar að gera fólki auðveldara að leita sér réttrar meðferðar. Lubitz leyndi veikindum sínum  Læknisvottorð fundust á heimili flugmannsins  Átti ekki að vinna þennan dag AFP Til minningar Reistur var minnisvarði um fórnarlömb flugslyssins í gær og komu ættingjar og aðstandendur að og lögðu blóm að honum. Arabaríki, með Sádí-Arabíu í far- arbroddi, héldu áfram loftárásum sínum á Jemen í gær, annan daginn í röð. Sádí-Arabar lofuðu því að þeir myndu gera hvað sem þyrfti til þess að tryggja sess Abedrabbo Mansour Hadi, forseta Jemens, en hann hefur nú leitað hælis í Sádí-Arabíu. Sádí-Arabar sökuðu Írana í leið- inni um að hafa ýtt undir uppreisn svonefndra Huthi-manna, en þeir eru sjíar líkt og Íranar. Tíu ríki taka nú þátt í loftárás- unum á Huthi-menn, og segja fjöl- miðlar í Sádí-Arabíu að Persaflóa- ríkin Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar og Bahrain hafi öll lagt til flugvélar. Þá mun sádí- arabíski herinn vera í viðbragðs- stöðu við landamæri Jemen með um 150.000 manns. Hafa ekki áhrif á viðræður Íranar hafa brugðist illa við loft- árásunum og sagt þær vera brot á fullveldi Jemens, en Bandaríkin hafa stutt við aðgerðir Sádí-Araba. Munu þær þó ekki hafa nein áhrif á yfir- standandi viðræður um kjarn- orkuvopnaáætlun Írans. AFP Gráir fyrir járnum Skriðdreki uppreisnarmanna keyrir um götur Aden. Loftárásir halda áfram í Jemen Hæstiréttur Ítal- íu hefur sýknað Amöndu Knox af morðinu á hinni bresku Meredith Kercher, sem myrt var í Per- ugia árið 2007. Knox hafði ásamt fyrver- andi kærasta sínum, Raffaele Sollecito, verið dæmd fyrir morðið í undirrétti á Ítalíu og hlaut þá 28 og hálfs árs fangelsi en Sollecito fékk 25 ára dóm. Fyrir tæpu ári krafðist Sollecito þess að mál hans yrði tekið fyrir að nýju og það yrði skilið frá máli Knox. Nú hefur hæstiréttur Ítalíu komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri Knox og verður því ekkert af því að ítölsk stjórnvöld óski eftir framsali á henni en hún er búsett í Bandaríkjunum. Maður að nafni Rudy Guede sit- ur inni fyrir morðið á Kercher en bæði fingraför og DNA-sýni úr honum fundust á morðvettvangi. Saksóknari í málinu hélt því þó fram að Knox og Sollecito væru vitorðsmenn Guedes. ÍTALÍA Amanda Knox sýkn- uð í hæstarétti Amanda Knox Sænska nóbels- skáldið Tomas Tranströmer lést á fimmtudaginn, 83 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Tranströmer hlaut nób- elsverðlaunin í bókmenntum árið 2011, en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1954. Hann var sálfræðingur að mennt. Tranströmer fékk heilablóðfall árið 1990 og orti mörg ljóð um tengsl fólks við umheiminn. Tranströmer hlaut margar við- urkenningar á ferlinum, meðal ann- ars frá Norðurlandaráði og hin virtu Neustadt-verðlaun. SVÍÞJÓÐ Tomas Tranströmer látinn, 83 ára SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Tímadjásn Grímsbæ - Efstalandi 26 s: 553-9260,GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007, Gullsmiðurinn í Mjódd s: 567-3550Meba Kringlunni s: 553-1199,Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711,Rhodium Kringlunni s: 553-1150 Hafnarfjörður: Gullsmiðjan Lækjargötu 34c s: 565-4453 Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565- 4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiðurAusturvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s:481-3333

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.