Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Lífsgleði Veðrið hefur oft verið ævintýralega skemmtilegt síðustu vikur. Þessir lífsglöðu piltar brugðu á leik í Árbænum í gær og sáu enga ástæðu til að kvarta yfir snjónum og tíðarfarinu. Golli Á vefmiðlinum eyjan.is má finna pistil eftir Þorstein Pálsson sem ber fyrirsögnina „Markaðslausnir í sjávarútvegi“. Af skrif- um Þorsteins á und- anförnum árum um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu mætti ætla að málið hafi heltekið hann. Í öllu falli hefur það af- vegaleitt hann á stundum og svo er í þessum pistli. Það er helsta gæfa ís- lensks sjávarútvegs að hafa undan- farna áratugi í stærstum dráttum búið við markaðskerfi varðandi nýt- ingu aflaheimilda. Óþarft er að hafa langt mál um að það hefur skilað ís- lensku samfélagi miklu, um það vitn- ar árangurinn best. Þeir sem nú gera út á Íslandsmið og eiga aflaheimildir hafa í flestum tilvikum keypt þær allar eða stærstan hluta þeirra. Í sumum tilvikum eiga útgerðir reyndar minni hlut en þær hafa keypt vegna skerðinga stjórnmálamanna á at- kvæðaveiðum. Íslensk- ir útvegsmenn hafa ekki vílað fyrir sér að leggja í kostnað til að afla sér og Íslandi rétt- ar til veiða úr áður ónýttum stofnum, s.s. þorski og öðr- um tegundum í Barentshafi, karfa á Reykjaneshrygg, rækju á Flæm- ingjagrunni, makríl o.fl. Útvegs- menn standa og falla með ákvörð- unum sínum og tímar ríkisafskipta hafa að stórum hluta þorrið. Þeir hugsa um aflaheimildirnar eins og hverja aðra eign sína. Þegar rétt- urinn til nýtingar aflaheimilda er tryggur og varanlegur er það hagur þeirra að ganga vel um fiskimiðin og nýta fiskistofnana með langtíma- sjónarmið í huga. Tryggur réttur er einnig forsenda góðs rekstrarárang- urs. Vinstri flokkarnir hafa lengi pre- dikað ríkisvæðingu íslensks sjávar- útvegs með því að hirða aflaheim- ildir af útgerðunum og gera þær upptækar til ríkisins. Það þarf ekki að koma á óvart enda trúa fylgis- menn þeirra á forræði ríkisins fram- ar frelsi einstaklinganna. Að sjálf- sögðu halda þeir því fram að þetta verði gert með hag sjávarútvegsins í huga. Hirðum kvótann af útgerð- unum og bjóðum hann upp, þá ákveða útgerðirnar sjálfar endur- gjaldið, segja þeir. Áhugasamir um aðild að ESB hafa sumir boðað rík- isvæðingu sjávarútvegsins þar sem ljóst er að við inngöngu í sambandið myndum við ekki halda forræði í sjávarútvegsmálum. Þeirra lausn er að með þjóðnýtingu aflaheimilda og eða ofurskattlagningu nýtingar þeirra megi telja fólki trú um að ekki skipti máli þó að við missum for- ræðið eða hverjir nýta fiskimiðin. Markaðslausn Þorsteins Páls- sonar sem hann segist hafa endur- uppgötvað við að hlusta á tölu Bene- dikts Jóhannessonar, skoðanabróður síns um aðild Íslands að ESB, felst í ríkisvæðingu vinstri flokkanna. Þorsteinn notar reyndar tækifærið til að splæsa óskyldri framtíðarsýn formanns SFS við hugleiðingar sínar um að færa beri þjóðnýtingarhugmyndirnar sem hann flokkar undir frjóar umræður inn á Alþingi. Allt á þetta auðvitað að gerast til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg. Vinstri flokkarnir hafa predikað upptöku aflaheimilda um áratuga skeið á Alþingi og víðar. Sú þula hefur ekki verið frjó og verður það ekki við endurtekningu. Það er ekkert frjótt við það að hirða afla- heimildir af þeim sem hafa keypt eða áunnið sér og Íslandi þær. Slík um- ræða á ekkert skylt við markaðs- lausnir. Þar er einfaldlega um þjóð- nýtingu að ræða og þá skiptir engu þó að Þorsteinn Pálsson og skoð- anabræður hans kjósi að hafa enda- skipti á hlutunum og kalli þá ekki sínum réttu nöfnum. Eftir Friðrik J. Arngrímsson » Íslenskir útvegs- menn hafa ekki vílað fyrir sér að leggja í kostnað til að afla sér og Íslandi réttar til veiða úr áður ónýttum stofnum. Friðrik J. Arngrímsson Höfundur er áhugamaður um sjávarútveg. Því ruglaðist Þorsteinn Pálsson í ríminu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.