Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra · Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Léttar ferðatöskur Kortaveski úr leðri frá kr. 4.800. Nafngylling kr. 1100. Tru virtu ál kortahulstur. Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum. Skartgripaskrín- Lífstíðareign Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is Forsetningar eru smáorð sem taka sér oft stöðu með sögn í til-teknu orðasambandi, sbr. syngja fyrir einhvern, tala um ein-hvern. Sé breytt um forsetningu gjörbreytist merkingin:syngja með einhverjum, tala við einhvern. Töluvert er um að rangt sé farið með föst orðasambönd. Á netinu eru mörg dæmi um að leitað sé *af einhverjum í stað þess að leita að viðkomandi. Hugsanlega er um heyrnarvillu að ræða. Mál- notendur eiga til að ruglast á forsetningunum af og að. Þeim er að sumu leyti vorkunn vegna þess að stundum er aðeins blæbrigðamunur á. Til að mynda er forsetningin af í orðasambandinu að hafa gaman af einhverju en aftur á móti er forsetningin að í orðasambandinu það er gaman að þessu. Einnig er hent gaman að mönnum og málefnum. Jafnframt er rétt að segja að gefnu tilefni, eins og fyrirsögnin segir til um, en hins vegar af þessu tilefni, af sérstöku tilefni og í tilefni af ein- hverju. Forsetningin um er víða rangt notuð. Í Viðskiptablaðinu í nóv- ember í fyrra var talað um ólíkar skoðanir *um hugmynd (orða- sambandið er að hafa skoðun á ein- hverju). Þessi málvilla kemur talsvert fyrir í orðræðu og á prenti. Á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja segir að forstjóri nokkur hafi lýst yfir áhuga *um að nýta aðstöðu. Forstjórinn hefur sem sagt áhuga á að nýta aðstöðuna; hann er með öðrum orðum áhugasamur um það. Einn- ig kemur fyrir að talað sé um viðhorf *um eitthvað. Í skýrslu frá Námsmatsstofnun frá 2009 er til dæmis fjallað um „viðhorf um beina yfirfærslu þekkingar“ (hvað bein yfirfærsla þekkingar merkir er síðan annað mál; svarið leynist eflaust í skýrslunni). Í fyrra var mikið talað um að bjarga íslenska geitastofninum *frá út- rýmingarhættu. Réttara væri að bjarga honum úr hættu. Hins vegar væri eðlilegt að bjarga geitunum frá úlfum ef sú hætta væri fyrir hendi. Borið hefur á að fólk segist hafa áhyggjur *yfir hinu og þessu. Rugl- ingur felst í að það er annars vegar áhyggjufullt yfir einhverju en hef- ur hins vegar áhyggjur af því. Annar ruglingur er þegar talað er um að menn hafi ekkert *með eitthvað að segja – þeir hafa kannski eitthvað um það að segja þótt þeir hafi ekkert með það að gera. Forsetningar geta verið vandasamar. Þegar ég lærði dönsku í fram- haldsskóla þuldi kennarinn ávallt upp sagnir með viðeigandi forsetn- ingum og þá einkum þegar forsetningin í dönsku var önnur en í ís- lensku. Æ síðan man ég hvaða forsetningar fylgja sögnunum, svo sem vente på (bíða eftir), lede efter (leita að), tale med (tala við), lytte til (hlusta á). Nú er spurning hvort þörf sé á sömu innrætingu í móð- urmálskennslu og dönskukennarinn minn viðhafði fyrir allmörgum ár- um. Fyrir aðra er nærtækast að fletta upp í góðri orðabók og finna hefðbundin orðasambönd, ef þeir eru í vafa og vilja vanda mál sitt. ,,af” eða ,,af” þar liggur efinn Að gefnu tilefni Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Saga Héðins Unnsteinssonar er saga afreks-manns. Í fyrradag kom hluti þeirrar sögu útá bók sem nefnist Vertu úlfur – Wargus esto– og Héðinn hefur skrifað. Ég hef lesið margar erlendar bækur um geðveiki og líf fólks sem hefur þjáðst af geðsjúkdómum. Ég hef aldrei lesið bók sem lýsir jafn vel hugarheimi geðsjúks manns og því sem bærist hið innra með honum, þegar sjúkdóm- urinn sækir hvað fastast á. Að því leyti til er þessi bók nánast einstök. Héðinn var 19 ára gamall, þegar hann kynntist fyrst þessum förunaut sínum. Á þeim rúmum ald- arfjórðungi, sem síðan er liðinn hefur hann barizt við alvarlegan og þungbæran sjúkdóm og haft sigur með því að fara ótroðnar slóðir. Hann hefur lokið háskólanámi, starfað hjá al- þjóðastofnun, gerzt forystumaður ásamt nokkrum öðrum í grasrótarhreyfingu fólks, sem hefur breytt þjóðfélagsumræðum á Íslandi um geðsjúkdóma, upp- lifað nauðungarvistun á geðdeild, barizt við geðheil- brigðiskerfið um þau sjálfsögðu mannréttindi að mega hafa skoðun en fá lækn- ishjálp, þótt skoðanir hans hafi ekki fallið í kramið hjá „kerfinu“ og gerzt lykilmaður í því að breyta löggjöf á Íslandi í þágu hagsmuna geðsjúkra. Og þar að auki haslað sér völl í stjórnkerfinu sem sérfræðingur í stefnumótun. Sá sem nær þessum árangri á sama tíma og hann berzt á köflum við illvígan sjúkdóm er afreksmaður. Héðinn segir í bók sinni: „Það er eitthvað við úlfa sem heillar mig. Þeir eru hópsálir en hver og einn hefur sín sérkenni. Þeir eiga sér einungis einn inn- og útgang úr bæli sínu, ólíkt refnum sem býr til margar leiðir í greni sitt … Næstu dagar liðu hratt í rugli og ofurskynjunum. Ég silaðist um gangana með derhúfu, sólgleraugu og í hettupeysu. Ég tengdi hettuna úlfunum, ég var einn þeirra. Var úlfur. Hinir geðsjúku eru, líkt og úlfarnir, einangraðir með sínar skapandi, oft „öðruvísi“ hugs- anir, sem erfitt er að útskýra með sniðmáti hins venjulega, ef það er þá til. Þeir lifa á jaðri samfélags- ins í dulúð en þrá að falla í fjöldann, þrá eins og aðrir að vera hluti af heild.“ Þessi áhugi á úlfum, sem skýrir bókarheitið, er at- hyglisverður. Jafnaldra Héðins, hinn heimskunni franski píanóleikari, Helen Grimaud, hefur líka áhuga á úlfum og sinnir þeim jöfnum höndum með mús- íkinni. Reyndar uplifir hún tónlist líka sem liti. „Ég þoldi enga birtu. Orðin liðuðust út úr mér, hægt eins og sérhljóðarnir ætluðu ekki að ná að tengjast hver öðrum í eyðimörk af samhljóðum. Orð- in voru vart skiljanleg … Blóðrauð birta síðustu strengja sólar lak inn um eldhúsgluggann, þar sem ég lá nakinn á gólfinu. Þykka flauelsteppið grúfði yfir heilanum, starfsemin var deyfð, öll skynjun ofurnæm. Ég gat ekki meira, gat ekki lifað við þetta. Ég var fársjúkur og einn með afar takmarkaða sam- skiptagetu við umheiminn. Höfðuðið lét ekki að stjórn … … Ég reisti mig upp en ég komst ekki út, íbúðin var orðin fangelsi.“ Eitt af því sem Héðinn Unnsteinsson hefur unnið að undanfarin ár er að útrýma þeim vinnubrögðum að aðstandendur geðsjúkra séu knúnir til að hafa for- göngu um nauðungarvistun á geðdeild. Það eitt og sér er stórmál. Til eru fjölskyldur sem að læknisráði hafa haft forgöngu um nauðungarvistun sinna nán- ustu. Afleiðingarnar eru verri en sjúkdómurinn sjálf- ur. Það mun taka margar kynslóðir í þeim fjöl- skyldum að sárin grói. Héðinn lýsir eigin nauðungarvistun á geðdeild með þessum hætti í bók sinni: „Ég lagðist sjálfviljugur niður á mottuna í holinu. Ég var grátandi áður en til átaka kom. „Þið vitið ekki hvað þið eruð að gera.“ Þrátt fyrir allan kraftinn hafði ég innsæi til þess að velja að berjast ekki á móti … Ég lá þarna sem lamaður með tárin í augunum. Svívirtur og niðurlægður.“ Þessa lífsreynslu hefur Héðinn nýtt til þess að vinna að því að aðrar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa það sama. Samskipti Héðins Unnsteinssonar við geðheilbrigð- iskerfið vegna þess að honum var synjað um innlögn á geðdeildina á Akureyri vegna skoðana sem hann hafði sett fram eru kapítuli út af fyrir sig. Hann rakti þá sögu í Kastljósi sl. miðvikudagskvöld. Kvöldið eft- ir, á fimmtudagskvöld, má segja að hann hafi unnið fullan sigur, þegar nýr landlæknir tók í öllum meg- inatriðum undir sjónarmið hans í samtali við Kast- ljós. En málið allt er lærdómsríkt, það sýnir hvernig „kerfið“ ver sig og það sýnir, þegar grannt er skoðað, því miður, samstöðu fagstétta, sem engar forsendur eru fyrir. Bók Héðins Unnsteinssonar ætti að vera skyldu- lesning fyrir alla sem starfa að geðheilbrigðismálum, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn á geðdeildum svo og þá sem vinna að þessum mála- flokki á öðrum sviðum í heilbrigðiskerfinu vegna þess fyrst og fremst að hún veitir þessu fólki ómetanlega innsýn í hugarheim sjúklinganna, innsýn sem þeir í fæstum tilvikum geta veitt sjálfir. Hún auðveldar aðstandendum geðsjúkra að skilja hvað veldur háttsemi þeirra og getur því með þeim hætti lægt öldur sem stundum rísa hátt á heimilum og í fjölskyldum þeirra sem eru að glíma við þessa sjúkdóma. Vertu úlfur – Wargus esto – er merkilegt framlag til umbóta í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Hinir geðsjúku og úlfarnir Viðbrögð nýs landlæknis tryggðu Héðni Unnsteins- syni fullan sigur í átökum við geðheilbrigðiskerfið Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Menn kunna að segja að Jón Sig-urðsson, leiðtogi sjálfstæð- isbaráttunnar, hafi verið óbilgjarn gagnvart Dönum. Þegar stjórn- skipan Dana var í deiglu 1848, setti Jón fram þá kenningu að hún breytti engu fyrir Íslendinga. Þeir hefðu gert sáttmála við konung 1262 þar sem kveðið væri á um réttindi þeirra og skyldur. Þegar Íslendingar hefðu játast undir einveldi 1662 hefði sátt- málinn frá 1262 fallið úr gildi en hann tæki aftur gildi um leið og kon- ungur afsalaði sér einveldi. Ísland væri þess vegna fullvalda land í kon- ungssambandi við Danmörku. Danir tóku rökum Jóns fjarri. Hann sat hins vegar í nefnd um fjár- hagslegan aðskilnað Danmerkur og Íslands 1862. Aðrir nefndarmenn töldu eðlilegt að ríkissjóður Dana legði Íslendingum til 42 þúsund rík- isdali á ári. En Jóni reiknaðist til að Danir skulduðu Íslendingum stórfé vegna einokunarverslunarinnar og upptöku eigna á Íslandi svo að þeir ættu að greiða Íslendingum 100 þús- und ríkisdali árlega þegar dregið hefði verið frá framlag til konungs og æðstu stjórnar. Sumum kann að finnast reiknings- krafa Jóns jafnlangsótt og skírskot- unin í sáttmálann frá 1262. En hvers vegna bar jafnraunsær maður og Jón fram slík rök? Vegna þess að hann var að reyna að efla sjálfsvirð- ingu sinnar fámennu, fátæku þjóðar og koma fram af reisn út á við. Ís- lendingar áttu ekki að leggjast á hnén og biðja auðmjúklega um það sem þeir þurftu, heldur standa á rétti sínum. Þetta vissu Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson þegar þeir sömdu við Bandaríkjamenn um her- vernd. Hið sama var ekki að segja um þá sem sömdu við Breta í Ice- save-deilunni. Þeir fóru ekki að for- dæmi Jóns Sigurðssonar enda runnu öll þeirra vötn til Dýrafjarðar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Var Jón Sigurðsson óbilgjarn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.