Morgunblaðið - 28.03.2015, Page 37

Morgunblaðið - 28.03.2015, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Er ég augum þig leit í síðasta sinn Um hönd þína tók og hélt í hana fast Um höfuð þitt strauk og kyssti á kinn Sat þér við hlið og hjarta mitt brast. Að kveðjustund var komið Ég vildi því ekki trúa Hvernig gat það verið ? Læknirinn hlaut að vera að ljúga. Þessi stund var mér ekki létt Ég átti svo margt eftir að segja Fannst bara alls ekki rétt Að þú, elsku amma, værir að deyja. Ég sé þig fyrir mér á nýjum stað Svo brosmild svo mögnuð Þú rennur í hlað Við mikinn en ljúfsáran fögnuð. (Erna Rut) Ég trúi því að þú hafir það gott á nýjum stað. Ég efast ekki um að þar verði þér vel tekið af frá- föllnum ástvinum sem hafa þurft að sakna þín á meðan við nutum nærveru þinnar. Nú fá aðrir að Dallilja Hulda Jónsdóttir ✝ Dallilja HuldaJónsdóttir fæddist 15. janúar 1921 í Borgarnesi. Hún lést 22. mars 2015. Hún giftist Gunnari Jónssyni 27. maí 1939, þau eignuðust þrjú börn, Gerði Grétu, f. 1940, Sæmund, f. 1947, og Jón Hall- dór, f. 1950. Barnabörn og barna- barnabörn eru 48. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 28. mars 2015, kl. 13. njóta smitandi hlát- ursins, fallega brossins þíns og um- hyggjusemi þinnar. Svo falleg Svo ljúf Svo dugleg Svo góð Svo hress Svo góðlát Svo fyndin Svo kát Elsku amma – að sakna er sárt. Þín Erna Rut. Elsku langamma. Það er ljúf- sárt að sitja hér og skrifa til þín minningarorð. Ljúft því að allar okkar minningar um þig eru góð- ar og fá okkur til að brosa en sárt því minningarnar verða ekki fleiri, sú hugsun er sár. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til þín er brosið þitt og hláturinn, svo smitandi og innilegur hlátur – við getum ekki annað en brosað við þá tilhugsun. Þú varst alltaf svo hlý og ljúf, um- hyggjusöm og góð, þú varst líka svo hress og skemmtileg og alltaf til í glens og grín með okkur. Þegar minnið var farið að versna gerðir þú hiklaust grín að sjálfri þér og sagðir svo oft „æji, ég var örugglega búin að spyrja þig að þessu“ og svo hlóstu og fékkst alla til að hlæja með. Þér fannst alltaf gaman að fá okkur barnabörnin í heimsókn hvenær sem var, við vorum alltaf velkomin. Þú kenndir okkur svo margt og varst alltaf svo þolin- móð. Mér er það mjög minnistætt þegar þú kenndir mér að prjóna, ég veit ekki hversu oft þú þurftir að rekja upp og fitja upp fyrir mig en alltaf gerðirðu það bros- andi og gerðir góðlátlegt grín að þessari óþolinmóðu stelpu sem vildi læra allt og það strax. Þú sást til þess að okkur leidd- ist aldrei í heimsókn hjá ykkur afa. Þú varst alltaf tilbúin til leika við okkur eða hafa ofan af fyrir okkur með allskonar afþreyingu. Það varð þó að henta hverjum og einum enda öll mjög ólík syst- kinin. Það vafðist sko ekkert fyrir þér. Í seinni tíð sagðirðu okkur systrum oft söguna af því þegar Gulli kom til þín í pössun, mömmustrákurinn var ekki alveg tilbúinn að sleppa mömmu sinni en þú vissir hvað þurfti til að vekja athygli hans. Þú sagðir honum að kjallarinn hefði lekið og baðst hann um að hjálpa þér að ausa vatninu út og þá var ekki aftur snúið, litli vinnumaðurinn var sko meira en til í að hjálpa langömmu sinni. Þegar mamma kom svo til að sækja hann reynd- ist henni erfitt að ná honum heim því svo skemmtileg hafði heim- sóknin verið. Eftir þessa heim- sókn var augljóslega ekki aftur snúið þar sem Gulli gerði það að reglulegu skammastriki að stel- ast til ömmu og afa. Amma fagn- aði þessu uppátæki hjá drengn- um en annað mátti samt segja um mömmuna sem eyddi heilu tím- unum í að leita að honum. Við systkinin áttum öll það markmið að verða hærri í loftinu en þú. Hver heimsókn byrjaði á því að mæla „bak í bak“ við ömmu, það lá við að mælingin yrði endurtekin þegar við fórum ef ske kynni að við hefðum stækkað á meðan á heimsókninni stóð. Okkur tókst nú öllum fyrir rest að verða hærri og vorum hvert af öðru ánægðari með þann merka áfanga. Það er erfitt að hugsa til þess að hitta þig ekki aftur, það er ótrúlega óraunveruleg hugsun. Þú hefur verið hjá okkur allt okk- ar líf og átt stóran þátt í því hver við erum í dag. Okkur er efst í huga mikið þakklæti fyrir að hafa haft þig hjá okkur öll þessi ár, við hefðum gjarnan viljað hafa þau fleiri en öll þurfum við einn dag- inn að kveðja. Við erum heppin að eiga svona margar góðar minn- ingar um þig til að ylja okkur við á þessum erfiðu tímum. Á meðan við sitjum og skrifum þessi orð erum við í leiðinni að rifja upp tímann sem við áttum með þér. Ég spyr Gerði Silju hvort að hún eigi einhverja eina sérstaka minningu um þig og svarið er ein- falt „Erna, hún var bara best“. Við erum henni hjartanlega sam- mála. Þú varst einfaldlega þannig gerð að öllum sem þig þekktu þótti afar vænt um þig. Hvíldu í friði elsku langamma. Gunnlaugur E., Erna Rut og Gerður Silja. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Gunnar frændi og fjöl- skylda. Minningin um Döllu mun lifa í hjörtum okkar. Samúðar- kveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd systkinanna frá Ásgarði, Svanhvít Guðmundsdóttir. Fréttin um andlát Árna Guðjónssonar vinar míns og fé- laga í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til margra áratuga kom vissulega ekki á óvart. Árni var búinn að vera heilsu- veill þó það hafi ekki aftrað honum frá að hitta okkur fé- lagana í kaffi á laugardögum og hann mætti oft fyrstur og hellti uppá áður en aðrir komu, með- an heilsan leyfði. Í vetur kom Árni í síðasta sinn og félagarnir heilsuðu honum hlýlega og kvöddu með virktum enda hafði sjúkdómur Árna tekið sinn toll. Ég kynntist Árna fyrst árið 1963 er ég gekk til liðs við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík þar sem Árni var þá þegar orðinn félagi í bíla- deildinni. Árin liðu og alltaf var Árni í fararbroddi sem bílstjóri ásamt nokkrum öruggum félögum sem alltaf skiluðu okkur heilum heim eftir mislangar og erfiðar ferðir um landið. Nánari kynni okkar Árna hófust síðan á efri árum um það bil sem Árni hætti að vinna vegna aldurs og hann tengdist enn meira starfi Lávarðaflokks FBSR. Annað slagið bauð Árni mér í kaffi heim til sín þar sem hann hellti upp á öndvegis kaffi og við gátum spjallað um heima og geima. Árni var fróður um margt og Árni Guðjónsson ✝ Árni Guð-jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 12. janúar 1934. Hann lést á Dval- arheimilinu Hrafn- istu, Hafnarfirði, 16. mars 2015. Útför hans fór fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 23. mars 2015. hafði tekið sér ým- islegt fyrir hendur í lífinu þó ævistarf hans hafi verið sem blikksmíðameist- ari. Sem ungur mað- ur hafði hann tekið meirapróf og rútu- próf og í ljós kom að hann hafði með- al annars verið bíl- stjóri hjá Strætó og ekið Njálsgötu Gunnars- braut sem ég hafði einmitt oft tekið þegar ég bjó á Snorra- braut fyrir um 60 árum. Ég mundi eftir Árna sem góðlátlegum og vingjarnlegum strætóbílstjóra sem hafði alltaf verið einstaklega hjálpsamur og notalegur við farþegana og þá skýrðist hvers vegna þessi þaulreyndi bílstjóri hafði verið munstraður á fjallabíla FBSR þar sem erfiðar fjallaferðir voru farnar á fornlegum fjalla- trukkum. Allt hafði þetta geng- ið vel hjá Árna enda var hann einstaklega útsjónarsamur, jafnlyndur og prúður drengur sem aldrei skipti skapi. Slíkir menn eru ómetanlegir hvar sem er og öðlast óbifandi vin- áttu og traust. Ekki eru mörg ár síðan Árni gerði við þakrennurnar hjá Stefáni Bjarnasyni og konu hans í sumarbústað þeirra rétt ofan við Geitháls. Þangað fór- um við Árni reglulega í kaffi á sumrin eftir því sem getan leyfði auk þess sem hann að- stoðaði mig við smá loftræsti- kerfi í bílskúrinn hjá mér en hann var alger snillingur í blikksmíði. Fyrir nokkrum árum var bætt við byggðasafnið á Skóg- um deild fyrir björgunar- og radíóbúnað. Á safninu er í dag ein Wea- pon fjallabifreiðin sem Árni stjórnaði á sínum tíma af sinni alkunnu snilld og er bifreiðin þar til sýnis í minningu verk- efna björgunarsveitanna þar sem Árni átti stóran hlut að máli. Í starfi björgunarsveit- anna þar sem Árni gat lagt sína einstöku eiginleika af mörkum – þar átti hann heima. Ég óska Árna velfarnaðar á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á og votta fjölskyldu Árna mína dýpstu samúð. Sigurður Sigurðsson. Vinur okkar Árni Guðjónsson blikksmiður síðast á Álfhólsvegi 129, Kópavogi, er látinn. Árni var sannur Kópavogsbúi og átti heima í Kópavogi frá tíu ára aldri. Hann ólst upp í húsi, sem þá stóð á horni Urðarbrautar og Kársnesbrautar. Það var lærdómsríkt að hlusta á Árna lýsa Kópavogi á uppvaxtarárum hans. Húsakostur þá átti fátt sam- merkt með nútímanum. Faðir Árna var hinsvegar framtaks- samur maður og byggði á lóð sinni eitt af fyrstu steinhúsum í Kópavogi. Þó að ekki væri salarkynnum fyrir að fara í uppvexti Árna ríkti á heimili hans ást og umhyggja. Lýsing hans á leikjum hans og félaga sinna, segir manni að strákar eru og voru alltaf strákar þó fyrir 80 árum væri. Árni átti ættir að rekja til Vestmannaeyja. Þegar hann var komin á Hrafnistu í Hafn- arfirði og Alzheimers- sjúkdóm- urinn hafði ruglað höfuðið, mundi hann alltaf eftir Vest- mannaeyjum. Mynd af bænum hékk uppi hjá honum og hann sýndi mér hvar gengið var upp á Stórhöfða til lundatekju. Við þessa umræðu lifnaði yfir hon- um og minningarnar flæddu fram. Árni var ákaflega glaðlyndur maður, hann virtist alltaf vera í góðu skapi. Ég man eftir því við okkar fyrstu kynni, að ég hugsaði, mikið er hún Stella heppin að hafa náð sér í svona skemmtilegan mann. Hann var líka þúsundþjalasmiður, allt lék í höndunum á honum. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og þeg- ar við stóðum í húsbyggingu, var ekki ónýtt að eiga slíkan mann að. Árni var mikill bílaáhuga- maður. Hann átti alltaf Mazda, það nýjasta í því merki. Þegar hann var búinn að skipta, kom hann og sýndi gripinn og farið var í bíltúr. Hann fór einstak- lega vel með sína bíla og þeir sem keyptu notaðan bíl af hon- um voru ekki sviknir í þeim við- skiptum. Síðustu ár sín dvaldi Árni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undi hann hag sínum vel og vel var um hann hugsað. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda Árna og þeirra er þótti vænt um þennan góða mann. Jón Atli Kristjánsson. Okkur Korpúlf- um barst sú harmafregn mið- vikudaginn 25. febrúar síðastlið- inn þegar við vorum að hefja fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar Korpúlfa að Hrönn Jónsdóttir, félagi okkar, hefði lát- ist degi áður. Hrönn var virkur félagi í Korpúlfum og var hún ritari í frá- farandi stjórn. Hrönn var ákaflega félagslynd og virk í öllu félagsstarfi á okkar vegum og ávallt tilbúin að miðla af þekkingu sinni til félagsmanna og leggja sitt af mörkum í fé- lagsstarfinu. Það er mikill sjónarsviptir að Hrönn; hún var ávallt boðin og búin að rétta fram hjálparhönd og vann allt af ljúfmennsku og kærleika. Við viljum þakka henni fórn- fúst starf í þágu Korpúlfa og þann velvilja sem hún bar til fé- lagsins það er ómetanlegt fyrir samtök eins og Korpúlfa að hafa þannig félagsmenn í sínum röð- um. Sendum innilegar samúðar- kveðjur til Halldórs eiginmanns hennar og öðrum ástvinum henn- Hrönn Jónsdóttir ✝ Hrönn Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1940 og lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 3. mars 2015. Útför hennar var gerð frá Graf- arvogskirkju 11. mars 2015. ar vottum við samúð okkar. Minning hennar mun ávallt lifa í hjörtum okkar Korpúlfa. F.h. Korpúlfa, Sesselja Eiríksdóttir, formaður. Við Hrönn frænka fundum okkar samhljóm í gegnum ræktun og gróður. Að sjá hana nostra við plönturnar sínar, sem hún oft sjálf sáði fyrir, var unun. Garðurinn og gróna sumarbústaðarlandið báru því glöggt vitni að þar var á ferð út- sjónarsemi, þrautseigja, unun og ánægja af náttúrunni og gjöfum hennar. Nú upp á síðkastið hefur viðr- að misjafnlega og löngun eftir vorinu farin að aukast hjá sum- um. Hrönn er í mínum huga eins og vorkoman. Glampinn í augun- um og glettnin sem undir bjó auðgaði líf mitt og fjölskyldu minnar. Sannur og eftirtektar- verður áhugi á daglegu lífi sona minna og samtalið sem hún átti við þá er mér og þeim óendanlega dýrmætt. Syngdu vor með sætum róm, syngdu um holt og móa, hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa; (Þorsteinn Erlingsson) Kærar samúðarkveður sendi ég Halldóri og fjölskyldunni. Hafdís Huld Þórólfsdóttir. önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS JÚLÍUSAR KRISTINSSONAR, Reykjavíkurvegi 52, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 28. febrúar. . Elsa Kristinsdóttir, Kristinn J. Albertsson, Sigríður Ágústsdóttir, Magnús Páll Albertsson, Halla Björg Baldursdóttir, Sverrir Mar Albertsson, Gréta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.