Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Guðleifur Rafn Einarsson er nýkominn af sjónum en hann ermatsmaður á frystitogaranum Þerney RE1 sem HB Grandigerir út. „Þetta er langstærsti túr sem ég hef verið á, bæði í
tonnafjölda upp úr sjó, sem voru um 1.270, og í aflaverðmætum en
verð á fiski er almennt mjög hátt. Uppistaðan er þorskur en við vor-
um að veiða á Lófóten-svæðinu sem er eitt stærsta hrygningarsvæði
þorsks í heimi. Við vorum slétta 40 daga á sjó, en það er þakið á út-
haldinu hjá okkur. Það er í lögum að hver túr má ekki vera lengri en
40 dagar. Við fórum aldrei í land en norska fjallasýnin blasti við
okkur nær allan tímann.“
Guðleifur býr með Christel Björgu Rúdolfsdóttur, kennara í
Grundaskóla á Akranesi, ásamt tveim yngri börnum hennar,
Hervari og Elviru Öglu. „Elsta dóttir Christelar, Margrét Saga, var
að taka þátt í Idolinu í undanúrslitunum síðasta sunnudag með
frumsamið lag.“
Þerney er á leið í slipp og því er langt frí fram undan hjá Guðleifi.
„Ég fer ekkert á sjó fyrr en eftir sjómannadag, en maður er aðeins
búinn að skipuleggja fríið. Við Christel ætlum t.d. að fara til London
í maí að sjá Paul McCartney í O2-höllinni en tónlist og gítarspil er
aðaláhugamál mitt. Ég ligg núna í Bob Dylan, er að grúska í plöt-
unni Blood on the Tracks og tek gítarinn oftast með mér út á sjó.
Svo hef ég gaman af að lesa og er alltaf með einhverja góða bók á
náttborðinu.“
Guðleifur ætlar að bjóða vinum sínum í mat í kvöld, eða eins og
hann kallar það: Fiskisúpu-kvöldverðarhvítvínsboð með vínyl-
slagsíðu.
Guðleifur Rafn Einarsson er 43 ára í dag
Í Færeyjum Guðleifur og Christel í heimsókn hjá ættingjum hennar.
Langstærsti túrinn
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykdal Magnússon er áttræður í
dag, laugardaginn 28. mars. Hann
heldur upp á daginn að heiman með
sínum nánustu.
Árnað heilla
80 ára
Reykjavík Kristjón
Helgi Ingimarsson
fæddist 28. mars
2014 kl. 15.23.
Hann vó 3.970 g og
var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru
Ingimar Helgason
og Halldóra St.
Kristjónsdóttir.
Nýr borgari
A
nna fæddist á Hólum í
Hornafirði 28.3. 1955 en
flutti ársgömul með for-
eldrum sínum að Selja-
völlum í sömu sveit þar
sem þau stunduðu síðan búskap og
hún ólst upp við leik og hefðbundin
sveitarstörf: „Ég átti yndislega
æsku og fékk gott uppeldi sem hefur
komið sér afar vel í lífsbaráttunni.
Þegar upp er staðið hefur það verið
mitt besta veganesti.“
Anna gekk í Nesjaskóla. Á þeim
árum var enginn gagnfræðaskóli á
Hornafirði og fór hún því í til Vest-
mannaeyja og dvaldi þar í þrjá vet-
ur, við nám í Gagnfræðaskólann þar:
„Unglingauppeldið fór að miklu leyti
fram í Eyjum, hjá Jóni frænda mín-
um og Steinunni konu hans. Það
voru líka mjög góð ár og síðan þá
eiga Vestmannaeyjar og fjölskyldan
mín þar sérstakan stað í hjartanu.“
Síðan lá leið Önnu í Fósturskóla Ís-
lands en þaðan útskrifaðist hún
1976. Anna hefur verið leikskóla-
kennari og leikskólastjóri, lengst af
á Hornafirði, og átti þátt í því ásamt
fleirum að móta starf Leikskólans í
Lönguhólum er hann tók til starfa.
Einnig hefur hún fengist við kennslu
yngri barna, umönnun aldraðra,
fiskvinnslu og ýmislegt fleira. Nú er
hún forstöðumaður Sambýlisins
Hólabrekku sem hún starfrækir
ásamt eiginmanni sínum Ara Guðna
Hannessyni, á samnefndu býli
þeirra hjóna. Þar reka þau einnig
sauðfjárbú og rækta grænmeti.
Helsta áhugamál Önnu er starfið,
en í tengslum við það hefur hún tek-
ið fjölmörg námskeið auk þess að
njóta handleiðslu og ráðgjafar hjá
fagfólki: „Við hjónin höfum mótað
þetta starf, með þeirra hjálp. Við
reynum að hafa það í stöðugri fram-
för og njótum þess vel að vinna sam-
an. Auk þess rekum við sauðfjárbú
og þar hafa skjólstæðingar okkar
Anna Egilsdóttir, forstöðumaður og bóndi á Hólabrekku – 60 ára
Langmæðgur Anna Egilsdóttir og Ari Guðni, maður hennar, með elsta barnabarninu, Steinunni Önnu Egilsdóttur.
Við ræktun lýðs og lands
Rölt um á Ísafirði Anna með systur sinni og móður, Valgerði og Halldóru.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
FA
S
TU
S
_H
_0
9
.0
3
.1
5
VINNUSKÓR
Hágæða vinnuskór fyrir fagfólk
á heilbrigðisstofnunum og í matvælaiðnaði
á tilboði í mars
20%
AFSLÁTTUR
Í MARS