Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 43
verkefni. Sauðburðurinn og smala-
tíminn er það skemmtilegasta við
búskapinn.“
Auk þessa eru þau hjón með litla
útiræktun á lífrænu grænmeti, sem
skapar skjólstæðingunum verkefni
yfir sumartímann. Þau hafa einnig
komið sér upp vinnuaðstöðu til að
vinna úr grænmetinu. Markmiðið er
að skapa markaðshæfan vinnustað
fyrir sambýlið.
„Ræktunin er líka mjög skemmti-
legt viðfangsefni, ekki síst vegna
þess að fræ og ræktunargen koma
frá föðurafa mínum og hafa lengi
verið ráðandi í ræktun fjölskyld-
unnar. Það á vel við mig að fara ekki
mjög troðnar slóðir, halda mig við
sérstöðuna og prófa eitthvað nýtt.“
Í frístundum er börnin og barna-
börnin númer eitt hjá Önnu: „Ég á
orðið stóran flottan hóp afkomenda
og ég nýt samverunnar með þeim.
Söngur og dans eru líka í miklu
uppáhaldi en ég er félagi í Samkór
Hornafjarðar, sem er líka kirkjukór
Bjarnanessóknar. Mér líkar vel að
syngja í kirkjum, enda trúuð og fer
oft með bænirnar mínar. Samkórinn
er afar skemmtilegur félagsskapur.
Loks les ég töluvert og hef alltaf
haft gaman af leiklist.
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu er Ari Guðni
Hannesson, f. 16.2. 1960, frá Hóla-
brekku. Foreldrar hans: Hannes
Kristjánsson, f. 25.1. 1917, d. 14.5.
2003, og Lilja Aradóttir, f. 23.7. 1922.
Fyrrverandi maður Önnu er Vign-
ir Sveinbjörn Hjaltason, f 1.1. 1951,
múrarameistari.
Börn Önnu og Vignis Sveinbjörns
eru Egill, f. 5.2. 1977, sérfræðingur í
starfrænni miðlun og lífsstíls-
ráðgjafi, en sambýliskona hans er
Bryndís Bragadóttir, leiðbeinandi.á
leikskóla og lífsstílsráðgjafi, en börn
Egils og Klöru Árnadóttir eru Stein-
unn Anna, og Saga, og sonur Egils
og Bryndísar Bragadóttur er Bragi
og dóttir Bryndísar er Júlía Sól;
Hjalti, f. 24.1. 1978, stjórnmálafræð-
ingur en eiginkona hans er Guðrún
Ingólfsdóttir hagfræðingur og eru
börn þeirra Salvör Dalla, Siggerður
Egla, Kári og Katla; Ólafur Páll, f.
3.10. 1984, lögmaður ern sambýlis-
kona hans er Þorbjörg Inga Þor-
steinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
lögfræðingur, og er dóttir þeirra
Ragna Maren, en synir Ólafs og
Unnar Arnarsdóttir eru Arnar
Hrafn og Vignir Valur.
Fóstursonur Önnu og Ara Guðna
er Guðjón Bjarni Óskarsson, f. 12.7.
1986, vélamaður.
Systkini Önnu eru Valgerður, f.
13.12. 1956; Hjalti, f. 11.4. 1960, Ei-
ríkur, f. 13.7. 1962, öll búsett á Selja-
völlum.
Foreldrar Önnu: Egill Jónsson, f.
14.12. 1930, d. 12.7. 2008, bóndi,
ráðunautur og alþingismaður á
Seljavöllum í Hornafirði, og Hall-
dóra Hjaltadóttir, f. 3.1. 1929, hús-
freyja þar.
Anna verður að heiman um af-
mælishelgina, en miðvikudaginn 1.4.
býður hún í vöfflukaffi á heimili vin-
konu sinnar á Kirkjubraut 15 á
Hornafirði.
Úr frændgarði Önnu Egilsdóttur
Anna
Egilsdóttir
Sigurborg Sigurðardóttir
húsfr. í Hólum
Þorleifur Jónsson
alþm. og b. í Hólum,
systursonur Benedikts
á Hala, afa Þórbergs
Þórðarsonar
Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir
húsfr. í Hólum
Hjalti Jónsson
smiður og b. í Hólum í Hornafirði
Halldóra Hjaltadóttir
húsfr. á Seljavöllum
Halldóra Björnsdóttir
húsfr. í Hoffelli
Jón Guðmundssson
b. og söðlasmiður í Hoffelli
Jón Þorleifsson
listmálari
Páll Þorleifsson prófastur
á Skinnastað
Sigurður Pálsson skáld
og rithöfundur
Sigurborg Hjaltadóttir
bankastarfsm.
Sigurður Hjaltason fyrrv.
sveitarstjóri á Höfn
Jón Hjaltason lögfr. í
Eyjum
Hallgerður Jónsdóttir húsfr. á Miðskeri
Björg Jónsdóttir húsfr. á Meðalfelli
Anna Jónsdóttir húsfr. á Hlöðum í Hörgárdal
Unnur Jónsdóttir húsfr. á Djúpavogi
Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Grænahrauni
Hanna Jónsdóttir húsfr. á Þinganesi
Droplaug Jónsdóttir húsfr. á Höfn
Valgerður Sigurðardóttir
húsfr. í Hoffelli, af ætt Jóns Eiríkssonar
konferensráðs
Guðmundur Jónsson,
kaupm. og b. í Hoffelli, af ætt
Þórbergs Þórðarsonar
Halldóra Guðmundsdóttir
húsfr. á Akurnesi
Jón Jónsson Mamlquist
b. og kennari á Akurnesi og í Hornafirði
Egill Jónsson
b., ráðunautur og alþm. á Seljavöllum
Björg Sveinsdóttir
húsfr., bróðurdóttir Péturs,
langafa Eðvalds, föður
Guðmundar Malmquist, fyrrv.
framkv.stj. Byggðastofnunar
Jón Pétursson
b. á Kleifarstekk og Skriðu í Breiðdal, af Selkotsætt
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Barði fæddist á Efri-Hólum íPresthólahreppi 28.3. 1922,sonur Friðriks Sæmunds-
sonar, bónda þar, og k.h., Guðrúnar
Halldórsdóttur ljósmóður.
Meðal föðursystkina Barða var
Torfi, langafi Höskuldar Þráins-
sonar prófessors. Friðrik var sonur
Sæmundar, b. í Narfastaðseli Jóns-
sonar, b. á Höskuldsstöðum, bróður
Jóhannesar, langafa Salome, fyrrv.
alþingisforseta og Sigurðar, fyrrv.
ríkisféhirðis Þorkelsbarna.
Í móðurætt Friðriks var hann
þremenningur við Benedikt Sveins-
sonar, alþm. og ritstjóra, föður
Bjarna forsætisráðherra. Guðrún,
móðir Barða, var af Hraunkotsætt.
Eftirlifandi eiginkona Barða er
Þuríður Þorsteinsdóttir og eign-
uðust þau þrjú börn.
Barði lauk stúdentsprófi frá MA
1943, embættisprófi í lögfræði frá
HÍ 1949 og öðlaðist hrl-réttindi
1966. Að loknu lögfræðiprófi hóf
hann störf hjá VSÍ og starfaði þar
allan sinn starfsferil, var þar skrif-
stofustjóri, framkvæmdastjóri
samninga- og vinnuréttarsviðs og
lögmaður VSÍ.
Barði gegndi ótal trúnaðar-
störfum, sat m.a.í stjórn Orators,
var formaður Stúdentafélags HÍ,
formaður Félags Þingeyinga í
Reykjavík, sat í stjórn Landsmála-
félagsins Varðar, var formaður
Stúdentafélags Reykjavíkur, sat í
stjórn Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, var formaður Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, sat í stjórn og
framkvæmdastjórn Sambands al-
mennu lífeyrissjóðanna, var varafor-
maður Félags eldri borgara í
Reykjavík, stjórnarformaður Ís-
lenska járnblendifélagsins og sat í
stjórn Samskipa.
Barði var heiðarlegur og vel virt-
ur af verkalýðsforystunni, ekki síður
en sínum mönnum í VSÍ. Var ein-
hvern tíma haft eftir Eðvarð Sig-
urðssyni, formanni Dagsbrúnar, að
hann treysti Barða betur en sjálfum
sér. Barði fór ekki í manngrein-
arálit. Hann var ljúfur og glaðsinna í
viðmóti, hrókur fagnaðar á góðri
stund, vinamargur, vinsæll, víðles-
inn og afbragðs sögumaður.
Barði lést 22.4. 2014.
Merkir Íslendingar
Barði
Friðriksson
Laugardagur
95 ára
Ingveldur Anna
Ingvarsdóttir
90 ára
Þorkell Magnússon
85 ára
Hjördís Jónsdóttir
Þórdís Jónsdóttir
80 ára
Ásthildur B. Cates
Guðni Reykdal Magnússon
Hermann Sæberg Ágústs-
son
Kristín Erla Albertsdóttir
75 ára
Anna Júlía Óskarsdóttir
Ásta Guðmundsdóttir
70 ára
Aðalbjörg Elísabet Waage
Bára Brynjólfsdóttir
Bjarni Bjarnason
Björn Hafsteinsson
Elfa Guðmundsdóttir
Grétar Pálsson
Kristrún Gunnlaugsdóttir
Örn Einarsson
60 ára
Aðalheiður Ósk Valsdóttir
Anna María Hilmarsdóttir
Auður Sigrún Hrólfsdóttir
Fjóla Vatnsdal Reynisdóttir
Hannes Þorbjörn
Friðriksson
Martha Valþrúður
Finnsdóttir
Ólafía Margrét
Guðmundsdóttir
Ragnheiður Guðjónsdóttir
Ragnhildur Sigmundsdóttir
Victor Daniel G.
Magnússon
50 ára
Einar Jónsson
Heimir Björgvinsson
Helga Björg
Guðmundsdóttir
Jóhann Kristján
Halldórsson
Marta Lauritzdóttir
Jörgensen
Málfríður Sigurhansdóttir
Ólafía Eyrún Sigurðardóttir
Ómar Bjarki Kristjánsson
Óskar Almar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Una Erlingsdóttir
Unnur Emanúelsdóttir
Þóra Hrólfsdóttir
40 ára
Aneta Barbara Rozkrut
Bragi Páll Bragason
Elena Makeeva
Eva Hrund S. Kjerulf
Gale Soka Gnarta
Garðar Þorsteinsson
Guðbjörg Guðný
Grétarsdóttir
Karl Heiðar Hilmarsson
Laufey Ásgrímsdóttir
Ljósbjörg Ósk
Aðalsteinsdóttir
Monika Los
Ragnar Arngrímsson
Sigurbjörg
Ásmundsdóttir
Sigurður Grétar
Kristjánsson
Sóley Eva
Gústafsdóttir
30 ára
Aliz Lukacs
Bartosz Jan Wójcik
Brynhildur Diego
Kolbeinsdóttir
Einar Margeir
Kristinsson
Einar Örn Þórðarson
Erla Dögg Sigurðardóttir
Inga Rán
Gunnarsdóttir
Jónína Lilja
Þórarinsdóttir
Margeir Trausti
Frímannsson
Rafal Terentiuk
Rajna Todorovic
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
Thelma Sif
Einarsdóttir
Vignir Már Vignisson
Sunnudagur
90 ára
Eyjólfur Andrésson
85 ára
Geirmundur Finnsson
Guðborg Einarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Óskar Árni Mar
Sesselja Unnur
Guðmundsdóttir
Sigmar Hannes Ingason
Vilborg G. Kristjánsdóttir
80 ára
Esther Garðarsdóttir
Guðbjörg Jóhanna
Vagnsdóttir
Soffía Einarsdóttir
75 ára
Ásta Karen Magnúsdóttir
Steinunn Þórarinsdóttir
70 ára
Kristín Aðalsteinsdóttir
Sigríður Sif Eiðsdóttir
60 ára
Fanney María
Stefánsdóttir
Guðbjörg Hjartardóttir
Guðríður Vilhjálmsdóttir
Heiða Björk
Reimarsdóttir
Hörður Kristjánsson
Jóhanna Guðrún
Þórðardóttir
Lárus Valberg Valbergsson
Sjöfn Sigbjörnsdóttir
Skúli Þórarinsson
Sonja Eyfjörð
Skjaldardóttir
Sveinn Öfjörð
50 ára
Auður Þorkelsdóttir
Beata Wladyslawa Kakol
Björgvin R. Ragnarsson
Erla Guðlaug
Sigurjónsdóttir
Halldór Bachmann
María Kristín Sævarsdóttir
Ronie O. Fortugaleza
Rosemary Delli Zuani
Slawomir Andrezej
Gawronski
Svava Einarsdóttir
Valdimar Helgason
Valtýr Björn Thors
40 ára
Bjarki Freyr Arnórsson
Ívar Jónsson
Kristín Halldóra
Halldórsdóttir
Olga Eremina
Skúli Þór Hilmarsson
Sunna Guðmundsdóttir
Svava Björk Þorláksdóttir
30 ára
Anna Dröfn Ágústsdóttir
Arnar Geirsson
Arnar Þór Bergþórsson
Aron Már Bergþórsson
Ásdís Elín Smáradóttir
Einar Gísli Gunnarsson
Ragnheiður Rún
Gísladóttir
Sara Björg Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur