Morgunblaðið - 28.03.2015, Síða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér
sem flest að gamni. Reyndu að tala ekki
stanslaust. Fólk tekur alls staðar eftir þér,
hver sem ástæðan er.
20. apríl - 20. maí
Naut Lánið leikur við þig og þú átt svo
sannarlega skilið að njóta árangurs erfiðis
þíns. Gættu að því hvert hvatvísin leiðir þig í
dag því það er hætt við ruglingi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samstarfsmenn þínir eru hressir
og hjálpsamir í dag. Vertu vakandi fyrir því
sem gerist í kringum þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Dagskrá þín krefst þess að þú gerir
margt í einu, en samt ekki alltaf. Fólk er já-
kvætt gagnvart þér og þú sýnir því vináttu á
móti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hlustaðu vandlega á þá ráðgjöf sem
þú færð og berðu hana saman við það sem
þér finnst sjálfum. Ekkert er dýrmætara en
heilsan svo þú skalt varast að ofbjóða þér til
sálar eða líkama.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu sjálfum þér trúr og gerðu þér
ekki upp skoðanir á mönnum og málefnum.
Lykillinn að samvinnu er að uppgötva það
sem hvetur alla til dáða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur lofað svo upp í ermina á þér
að þú verður að sætta þig við að komast
hvorki lönd né strönd fyrr en allt er frá.
Farðu að minnsta kosti og kauptu afskorin
blóm.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ekki ólíklegt að vanda-
mál komi upp í nánum samböndum þínum
við aðra. Hvettu ástvini til þess að styðja
þig með því að veita þér svigrúm.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að gefa þér tíma til ein-
veru í dag. Ný iðja og nám vekja barnið
innra með þér, ótt og uppvægt að taka við
nýjum upplýsingum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétt að snúa sér að verk-
efnum í vinnunni, sem krefjast einbeitingar,
nákvæmni og rannsókna. Hallaðu þér aftur
og leyfðu því að stjana við þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Látið það ekki skemma fyrir ykk-
ur daginn þótt hann fari eitthvað skringilega
af stað. Aðrir eru hálfhræddir við þig þegar
þú geltir á þá.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert frábær talmaður alls þess
sem þú trúir á. Vertu sérstaklega á verði
með það hvað þú segir öðrum.
Síðasta gáta var sem oftar eftirGuðmund Arnfinnsson:
Töðugresi grænt er hún.
Getur verið slegið tún.
Austanlands það svæði sá.
Sú er öllum hestum á.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Af túni há er taða
þá tvisvar sláum hér.
Þingháin Hjaltastaða.
Há hrosshúð kölluð er.
Helgi R. Einarsson segir að þar
sem hann búi í Mosfellsbæ minnist
hann á Tungubakkana þar sem
börn og hross fái að sletta úr klauf-
unum.
Á Tungubökkum er tuggan gróf,
þar tölta hrossin ungu.
Við Hróars- fyrst og síðan hóf-
hengja má við tungu.
Árni Blöndal sendi mér þessa
kveðju:
Mínar kvarnir möluðu,
magnaðar sá ég lausnir tvær.
Til mín báðar töluðu,
tel því best að senda þær.
Og sagði síðan: Lausn: 1. Há.
Ilmandi Há kom auga á,
orkurík þar á velli lá,
austur á landi er, þinghá.
oft kallast, fáka húðin,- Há.
Lausn: 2. Mön
Þó taðan græn sé túni á,
títt sjást Manir, ófelld strá,
flóða manir, forða vá,
fögur mön á hrossa há.
Lausn Guðmundar er þessi:
Menn á túni heyja há.
Há er líka slegið tún.
Austanlands er Eiðaþinghá.
Auma há ég strýk á Brún.
Og limra:
Hána er Hervar að slá,
hávaxinn teignum á,
ef svengja hann fer,
þá fær hann sér sker.
Hann er austan úr Eiðaþinghá.
Og loks gáta:
Nú góðskáld eitt haft er í huga.
Hreyfir sig gári á ver.
Við mögnun hljóðs mun vel duga.
Marglitt það blómstur er.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af háarslætti og
hrossum á Tungubökkum
Í klípu
„ÞÚ GETUR ANDAÐ RÓLEGA, ÞVÍ AÐ ÉG
MUN EKKI ENDURTAKA NEITT SEM SAGT
ER Í ÞESSARI SKRIFSTOFU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... betri sein en aldrei.
GRETTIR, ÞAÐ ER TIL
GAMALT SPAKMÆLI...
„LATUR KÖTTUR
FÆR ENGA
KLEINUHRINGI“
ÞESS VEGNA
ER ÉG MEÐ ÞIG
TIL AÐ ÞJÓNA
MÉR
HVERNIG GET ÉG LÆRT AÐ
LESA OG SKRIFA, BRÓÐIR
ÓLAFUR?
ÞÚ VERÐUR AÐ FARA
Í SKÓLA OG LÆRA,
SONUR MINN
ÓKEI, EN ÞAÐ MÁ EKKI
VERA OF LENGI!
ÉG ÞARF AÐ FARA Í
VÍKING TIL ENGLANDS
Á ÞRIÐJUDAGINN!
Víkverji ætlar ekki að kvarta und-an veðrinu núna þrátt fyrir að
hann hafi í fávisku sinni haldið að
það væri að koma vor, vitandi að
páskarnir eru á næsta leiti. Og hvað
gerist um páskana, jú alveg rétt:
Hretið með stóru Hái.
x x x
Kannski hélt Víkverji að það væriað koma vor því hann sá í frétt-
um heila fylkingu af konum sem
beruðu brjóst sín og margar hverjar
gengu um götur. Víkverji spurði lík-
lega ekki hvort þeim hefði verið kalt
en hann fagnar framtakinu.
x x x
Víkverji býr í blokk. Í nýrri blokksem var reist á góðæristíma-
bilinu. Hún er frekar kuldaleg á að
líta. Gott og vel en Víkverja líður vel
í blokkinni. Hins vegar er galli á gjöf
Njarðar, ef galla skyldi kalla, og
hann er sá að það er mjög hljóðbært
í blokkinni.
Í hvert skipti sem einhver opnar
dyrnar að íbúð sinni og Víkverji er
með opinn glugga sem vísar fram á
gang sameignarinnar þá heyrist
lyklinum snúið í skránni og hurðinni
skellt á eftir.
x x x
Hljóðin berast líka annars staðarað og þau koma úr svefn-
herbergjum blokkarinnar. Víkverji
getur ekki tjáð sig um hvort nægj-
anlegt byggingarefni í blokkina hafi
verið notað á sínum tíma því hann
hefur ekki hundsvit á slíku.
En aftur að svefnherbergjunum.
Hljóðin sem berast á milli hæða úr
svefnherbergjunum koma ýmist frá
grátandi litlum börnum eða full-
orðnu fólki að stunda kynlíf. Þessi
hljóð berast af hæðinni fyrir neðan
Víkverja og alveg upp.
x x x
Í fyrstu þótti Víkverja þetta vand-ræðalegt en svo hætti honum að
finnast það. Hann hugsaði frekar
með sér, já þetta fólk er í góðu sam-
bandi því þessi athöfn er jú hluti af
því að viðhalda góðu sambandi.
Þetta veit alþjóð. Sem betur fer býr
Víkverji á efstu hæð og þarf því ekki
óttast neitt. víkverji@mbl.is
Víkverji
En helgið Krist sem Drottin í hjörtum
ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara
hverjum manni sem krefst raka fyrir
voninni sem þið eigið.
(Fyrra Pétursbréf 3:15)
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
BRIGHT
glerlampi
Frábær fermingargjöf