Reykjalundur - 01.10.1977, Page 8

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 8
Guðmundur Löve FRAMKVÆMDASTJÓRX Öryrkjafélög - sjúklingafélög Reykjalundur lagði nokkrar spurningar fyr- ir Guðmund Löve framkvæmdastjóra Öryrkja- bandalags íslands, en hann hefir verið starfs- maður S.Í.B.S. og framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins í 31 ár. Samband islenskra bcrklasjúklinga var stofn- að árið 1938, nœst fyrst félaganna sem að Ör- yrkjabandalaginu standa — hver var tilgangur og markmið með stofnun þess og þá jafnframl annarra félaga Öryrkjabandalagsins? S.Í.B.S. var fyrsta félagið, sem stofnað var eingöngu af sjúkum mönnum, eða þeim sem höfðu verið sjúklingar. Á árunum fyrir stríð náði berklaveikin hámarki hér á landi og töldu berklalæknar að allt að 90% af fertug- um mönnum og eldri væru jákvæðir við berklapróf. Berklaveikin var skæðust meðal ungs fólks, sem hrundi niður, oft um og innan við tvítugsaldur og næðu berklarnir að brjót- ast út úr líkamanum, hvort sem var í gegnum lungu eða yfirborð húðarinnar, var það jafn- framt hættulegt umhverfi sínu, ekki síst jafn- öldrum, sem ekki höfðu tekið sýkilinn. Almenningi var af þessari ástæðu illa við að taka þá sem veikst höfðu, í vinnu eða hús- næði, en á þeim árum bjó allur almenningur í leiguhúsnæði og bjó þröngt. Hröktust sjúk- lingarnir Jjví oft í lélegt liúsnæði og urðu á þeim atvinnuleysistímum að taka að sér þá vinnu sem öðrum þótti minnst eftirsókn í. Enda fór það svo að slóð þessa unga fólks lá inn og út af hælunum eða sjúkrahúsunum þar til það að lokum var borið út hinsta sinni. Þetta varð að stöðva væri þess nokkur kostur. Sjúklingunum sjálfum var ljóst, að eina til- tæka ráðið til að stöðva þessa dauðahringrás var að lengja hvíldarskeiðið eftir að berklasár hafði lokast. Sú hugmynd var ekki ný, en þótt allur almenningur ætlaðist til þess að ríkið sinnti þessum jaætti einnig, var ástandið þann- ig að hver smuga fylltist á hælunum jafnóðum og hún skapaðist, í stað 100—150 sjúklinga, sem rúmast gátu á Vífilsstaðahæli, voru þeir yfir tvö hundruð árið 1942. Um leið og berkla- sár lokaðist varð sjúklingurinn að víkja fyrir öðrum sem beið smitandi eftir plássinu. — Kópavogshælið, sem kvenfélagið Hringurinn reisti og rak, átti að verða hæli fyrir léttari til- felli, sömuleiðis Reykjahæli í Ölfusi, en fyrr en varði streymdu þangað erfiðir hjúkrunar- 6 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.