Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 10
Anne Grethe Hansen
IÐJUÞJÁLFI
Á endurhæfingardeildum og sjúkrahúsum
er stór hópur sjúklinga hreyfihamlaður eftir
slys eða bráð veikindi, sem getur haft í för
með sér að lífshættir sjúklinganna geta breyst
að miklu leyti. Endurhæfing getur tekið frá
þrem mánuðum og allt upp í -eitt ár, og er
Jrá unnið að ]n í að ná mestri mögulegri færni
fyrir hvern sjúkling. í sumum tilfellum geta
einkenni gengið að mestu til baka, ef um
lömun er að ræða, þannig að sjúklingur getur
án erfiðleika verið áfram í sínu venjulega
umhverfi. En fyrir flesta er um að ræða var-
anlega fötlun. Þessi grein fjallar um fram-
tíðarhorfur þessara sjúklinga, Jregar að útskrift
kemur.
Það er ekki eðlilegt fyrir einstakling að búa
á stofnun, jafnvel þó hann sé fatlaður, enda
óska flestir sjúklingar eftir því að fara heim
að endurhæfingu lokinni. Það þarf hins vegar
að fyrirbyggja að stökkið útskrift verði of stórt.
Oft kemur fyrir að sjúklingur verður einangr-
aður og óvirkur þegar heim er komið, vegna
þess að hann kemst ekki ferða sinna án hjálpar
og vegna þess að hann getur ekki lengur stund-
að vinnu utan né innan heimilis.
Þess vegna er endurhæfingu þannig liáttað,
að sem fyrst er byrjað að kenna sjúklingnum
að lifa með fötlun sinni sem eðlilegustu lífi.
Flestir taka fyrst og fremst eftir Jdví sem tapast
hefur og leggja áherslu á ]>að, en mikilvægara
er að nýta sterku hliðar sjúklingsins og leggja
áherslu á það sem eftir er.
Færnisþjálfun, þ.e.a.s. þjálfun í daglegum
athöfnum, bætist mjög fljótlega við líkamlegu
þjálfunina, enda er það mjög tengt hvoru
öðru. Maður reynir að gera sjúklinginn eins
sjálfbjarga og mögulegt er, að hann geti klætt
sig og snyrt, komist ferða sinna í eða án hjóla-
stóls og e.t.v. matreitt, þrifið o.fl. Ræður þar
viljastyrkur sjúklings miklu um árangur, en
jafn mikilvægur er stuðningur ættingja og
annarra. Þurfa þeir þess vegna að þekkja og
sjá hjálpartækin og aðferðirnar, sem sjúkling-
urinn lærir að nota.
Þegar sjúkl. er ekki talinn geta tekið meiri
framförum í bili, þarf að meta möguleika hans.
Taka þarf ákvörðun um hvort hann geti út-
skrifast heim, með eða án breytinga á heim-
ilinu, hvort kostur er á húsnæði þar sem sjúk-
lingurinn getur fengið félagslega fyrirgreiðslu,
svo sem fæðu, hjúkrun o.fl. — eða hvort hann
þurfi að dveljast áfram á stofnun. Það þarf
8
REYK JALUNDUR