Reykjalundur - 01.10.1977, Blaðsíða 19
til eru, eru dýrir, en alls staaðr er hægt að
fara út og ganga. Að ganga úti í náttúrunni
er eitt af því besta sem bakveikir geta gert.
hað gefur mjúka hreyfingu í öllu bakinu og
vöðvar þeir sem unnið hafa í kyrrstöðu allan
daginn ná að hitna og slakna. Sund er einnig
góð líkamsþjálfun, en þeir, sem eru veilir í
baki, ættu heldur að synda baksund en bringu-
sund. Það reynir rninna á mjóbak og háls.
Margir byrja að finna fyrir bakþrautum við
25—35 ára aldur. Þá eru flestir mjög uppteknir
við að stofna heimili, koma sér áfram í vinn-
unni og allir eru að byggja. Allir eru þrevttir
eftir langan vinnudag og þá er best að hvíla
sig. Það er liægt að hvíla sig á margan hátt.
Flestir leggjast upp í bekk og lesa blöðin eða
setjast fyrir framan sjónvarpið. Að sitja er eitt
það versta sem baksjúklingur gerir, betra er
að leggjast útaf og þá gjarnan með stól eða
eitthvað undir hnésbótunum, þannig að
mjaðmir og hné myndi 90° horn. Þá hvflist
mjóbak betur. Allra best er að fá sér göngutúr
eða hreyfa sig á annan hátt. Með því að fá
hreyfingu í þá vöðva sem unnið liafa í kyrr-
stöðu allan daginn „skolast" vöðvinn, það er
að segja blóðflæði gegnum vöðvan eykst, hann
hitnar og úrgangsefni skolast burt.
Að byrja líkamsrækt aftur eftir nokkra ára
hlé getur haft vissar hættur í för með sér,
jafnvel fyrir þá sem unnið hafa erfiðisvinnu
og telja sig sterka. Að gera sömu kröfur til
líkama síns við fertim og gert var um tvítugt
er ekki réttlátt. Byrjið því frá byrjun og reynið
ekki að gera í fyrstu það sem þið gátuð í
skólaleikfimi. Gerið frekar of lítið til að byrja
með. Meiðsli og miklar harðsperrur í byrjun
geta valdið því að fólk hættir alveg við líkams-
rækt. Þeir, sem voru vel þjálfaðir á unglings-
árum, eiga hægara með að æfa upp líkams-
þrótt en þeir sem eru að byrja í fyrsta sinn
35—40 ára. Mikilvægt er að líkamsrækt sé
regluleg, helst þrisvar í viku, annars er hætt
við harðsperrum í hvert skipti. Við alla líkams-
rækt ætti að hafa í huga að jafnvægi í vöðva-
styrk líkamans er nauðsynlegt til að koma í
veg fyrir rangt álag á liði, og ættu baksjúkling-
ar að forðast að gera eingöngu „bakæfingar".
Einnig ber að hafa í huga að það „að vera
sterkur" er ekki það sama og „að vera
vel þjálfaður". Flestir hafa frekar þörf fyrir
að vera vel þjálfaðir, það er að segja að þola
langvinnt álag, hvort sem það er talið þungt
eða létt. (sbr.: að sitja reynir meira á mjóbak
en að standa). Sé rétt þjálfað myndast ekki
„vöðvafjöll", þau má aftur á móti fá fram
með sérstakri þjálfun.
AÐ LOKUM
Líkamsrækt er öllum holl og nauðsynleg,
alveg frá barnsaldri til elliára. Ekki kemur
hún þó í veg fyrir allar þrautir, og þarf stund-
um að grípa til annara aðgerða sem ekki verða
raktar hér. Einn þáttur er þó ónefndur sem
dregið getur úr bakþrautum almennt, en það
er bætt vinnuaðstaða. Meiri háttar breytingar
á vinnustað eru oft dýrar og erfitt að fram-
kvæma. En margar smábreytingar, sem ekkert
kosta nema hugkvæmni, eru auðveldar í fram-
kvæmd. Er vinnuborðið í réttri hæð? Kemur
ljósið úr réttri átt? Er stóllinn rétt stilltur fyrir
þann sem situr í honum hverju sinni? Þetta
eru örfáar spurningar sem auðvelt er að svara
og gallar sem lagfæra má á mörgum vinnu-
stöðum. Víða er þó erfitt að breyta vinnuað-
stöðu, en allt sem auðveldar viðkomandi að
breyta urn vinnuaðstöðu er til bóta.
Eitt er víst. Það er dýrt fyrir samfélagið að
hafa marga baksjúklinga, auk þess sem það
er andlegt og líkamlegt álag á sjúklinginn.
Ættu því allir, ríki, vinnuveitendur og ein-
staklingar að hjálpast að og bæta vinnuað-
stöðu og efla líkamsrækt.
REYKJALUNDUR
17