Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 33
Ingólfur S. Sveinsson
LÆKNIR
Gildi vinnu og virkni í geðlækningum
í þessari grein verður fjallað almennt um
gildi vinnu til endurhæfingar fólks, sem orðið
ltefur óstarfhæft að nteira eða minna leyti af
völdum sjúkdóma, hefur komist inn í lífs-
máta athalnaleysis eða er lainað af kvíða,
þunglyndi eða öðrum geðrænum vandamál-
um.
SJÚKLINGSHLUTVERKIÐ OG
LÆKNISHLUTVERKIÐ
I>að telst eðlilegur gangur mála í þjóðfé-
lagi okkar, að sá sem er veikur leiti sér hjálpar
hjá lækni. Sé hann mikið veikur þarf oft að
leggja hann inn á spítala. Um leið og maður
verður veikur, einkum þurfi hann að leggjast
inn á spítala, þarf liann að ganga inn í sérstakt
og oft mjög ákveðið hlutverk — hlutverk sjúk-
lingsins. Eins og önnur hlutverk, t.d. hlutverk
þjóna, skipstjóra, bakara, húsmæðra, presta
og lækna hefur þetta hlutverk ákveðnar eig-
indir, réttindi og skyldur, sem því eru gefnar
af samfélaginu, samkvæmt ríkjandi gildum í
menningunni. Nokkrir af helstu eiginleikum
sjúklingshlutverksins eru á þessa leið: Sá sem
verður veikur fær hjálp, samúð, hlýju, um-
hyggju og blóm. Jafnvel þeir, sem sjaldan
skipta sér af honum, drífa sig í heimsókn á
spítalann af því að hann á bágt. Sjúklingnum
er hlíft við kröfum og ábyrgð. Hann á að fá
það besta sem til er og að rnörgu leyti er liugs-
að um hann eins og barn. I staðinn á sjúkling
urinn að vera þægur, ekki fara fram úr rúminu
nema honum sé leyft það, hlýða lækninum og
hjúkrunarkonunni og taka lyfin sín reglulega.
Ef sjúklingurinn er lengi veikur, breytist lilut-
verkið nokkuð. Eftir nokkrar vikur taka sumir
að fækka heimsóknum, þeir hafa ekki tíma,
REYKJALUNDUR
31