Reykjalundur - 01.10.1977, Page 36

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 36
sjúkrahúsa, tókst að hjálpa til að dvelja utan stofnana, jafnvel lifa eðlilegu lífi. Mjög marg- ir læknuðust þó ekki og héldu áfram að vera óvirkir. Þótt bæði bakteríusjúkdómum og geðveiki séu á tungumáli okkar og jafnvel í læknis- fræðinni, gefið samheitið sjúkdómar er ólíku saman að jafna. Jafnvel áður en berklalyf komu til, var orsök berklanna, berklabakterí- an, velþekkt og j)að var ljóst hvernig hún olli tjóni sínu. Á hinn bóginn var ekki og er ekki enn nærri ljóst hverjar orsakir geðsjúk- dóma eru. Vitað er að jjær eru margvíslegar og að jjættir umhverfisins hafa mikil áhrif. Félagslegir jrættir hafa trúlega meiri áhrif á jaróun andlegrar heilsu og vanheilsu, en jaau áhrif sent vosbúðin og kuldinn hafði á þró- un berklanna. Sumir vilja telja, að geðkvillar séu í raun viðlnögð mannsins við umhverfi sínu. Þótt geðlyf liafi vissulega gert mikið gagn, |>á hafði oftrú manna á mátt þeirra ókosti í för með sér. Ein helsta aðferð, sem notuð hafði verið í aldaraðir til hjálpar geð- sjúkum, að gefa j)eim, ef hægt var, tækifæri til starfs í samfélagi vinnandi fólks, féll að nokkru í gleymsku. Meiri áhersla var lögð á, að sjúk- lingar fengju „rétt“ lyf, tækju j)au regiulégá og síðan biðu sjúklingar og læknar eftir jtví að árangurinn kæmi í ljós. Ef biðin var löng, varð sjúklingurinn oftast hjálparlausari og ófærari um að bjarga sér en áður. Sjúklings- hlutverkið er mjög tælandi fyrir þá, sem fyllst hafa kvíða vegna ýmiskonar vandamála í umhverfi sínu, sem Jseir kunnu ekki að bregð- ast við og hörfuðu vegna jtess inn á geðspítala. Nú er oftar en áður reynt að hvetja sjúklinga eða kenna Jteim að leysa vandamál sín frernur en að leyfa Jteim að liggja í rúminu, draga sængina yfir höfuð, fá samúð út á kvíða sinn og geðlyf jjrisvar á dag. Vinna og hvers konar virkni s.s. íþróttir er notað meir og meir í geðlækningum. Þótt meðferð með lyfjum sé enn yfirleitt Jtað fyrsta sem notað er í með- ferð geðkvilla, hefur mörgum lærst að hlutverk og máttur lyfjanna er takmarkaður og að ef ekki næst skjótur árangur með lyfjum er óvæn- legt að bíða lengi með að setja aðra meðferð í gang. VINNA SEM LÆKNANDI MEÐFERÐ Það er auðveldast að gera sér grein fyrir hversu mikilvæg störf eru fyrir andlega heil- brigði með því að líta á hvernig Jteim líður sem ekkert hafa að gera. Fólk sent annað hvort getur ekki unnið eða gerir jjað ekki af öðrum ástæðum kvartar mjög gjarnan um að hafa ekkert hlutverk í lífinu. Það kvartar um til- breytingarleysi sem virðist valda einhvers kon- ar sljóleika. Fólk lýsir jjessu stundum með jiví að segja: „Það er eins og ég sé ekki almenni- lega lifandi Iengur. Það er ekkert sérstakt framundan, ekkert sem skiptir máli til eða frá og ekkert að hlakka til“. Gamalt fólk, sem hættir að geta unnið fnllt starf, kvíðir iðjuleys- inu mest. Það óskar Jiess helst að einhver hafi j)örf fyrir |)að, svo lífið haldi áfram að hafa tilgang og í annan stað að einhver hafi not fyrir starfskrafta jiess. Þeir sem hafa Jjað á tilfinningunni að j)á vanti tilgang með lífinu vantar eínhverja áttun sem er grundvallar- forsenda góðrar andlegrar heilbrigði. Það er alkunna, að fólk sent hefur of lítið að gera, snýst í kringum sjálft sig og því líður illa. Eftir því, sem fólk hefur meiri tóman tíma ])á hefur j)að meiri tínia til að hafa áhyggjur af alls konar vandamálum eða jafnvel búa |)au til. Það veltir vandamálunum fyrir sér án j)ess að leysa nokkurt þeirra. Stundum verður kvíðinn, svefnleysið eða þunglyndið aðal- vandamálið. Algengt dæmi er húsmóðir sem hefur of lítið að gera. Hún getur fundið upp á J)ví að athuga 10 sinnum á dag hvort slökkt sé á eldavélinni, hvort kviknað sé í húsinu eða Iuigsa um hvort gigtin og höfuðverkurinn sem næstum óhjákvæmilega kemur af andlegri spennu, stafi ekki af heilaæxli. Fyrir slíka 34 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.