Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 40

Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 40
meðferð. Hér kemur venjulega að bestu gagni sú umbun sem fæst af því að geta gert eitthvað nýtt, þora meira en áðtir, hafa tekið áhættu, finna þrekið aukast ásamt því að eiga mögu- leikann á að vaxa áfram. Hér er urn það að ræða að öðlast máttartilfinningu og sjálfs- traust. £g vil halda því fram að í endurhæfingu öryrkja sé tryggingakerfi okkar stundum not- að af fullmiklu örlæti eða athugunarleysi og sé sundum til óþurftar í meðferð. í fyrsta lagi fái fólk oft tryggingabætur of snemma, Iiætti að kvarta í bili og liætti baráttunni fyrir betri heilsu. Skjalið sem tryggir að sjúklingur fái örorkubæktur næsta ár (sem venjulega Jsýðir varanlegar örorkubætur) er |)á um leið tilboð um ef ekki trygging fyrir varanlegri örorku. Sá, sem hefur brýnustu Jaarfir sínar mettaðar, hefur ekki náttúrulega knýjandi ástæðu til að breyta aðstæðum sínum. Hafi liann efnahags- lega lífvænlega eða viðunandi aðstöðu J)aif liann aðeins að sætta sig við skerta Jjjóðfélags- aðstöðu og Jrar koma veikindin til hjálpar til að útskýra og afsaka ósigur hans fvrir sant- borgurunum. Spakmælin góðu „neyðin kennir naktri konu að spinna" og „sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ eru í fullu gildi enn í dag, jafnvel í Jteim velferðarsam- félögum sem stæra sig af því að seðja allt liung- ur og sjá fyrir þörfum allra. Þessi máltæki tala um sígildar náttúrlegar áslæður og aðferðir mannsins til að bjarga sér, seðja hungur sitt og sinna Jtörfum sínum. Mettun hungurs og peningagjafir geta Jtví verið vafasöm hjálp. Sá sem hefur hungur sitt satt og vissu fyrir næstu máltíð, mun ógjarna fara af stað í fæðuleit. Betra væri að kenna honum að bjarga sér. Reykjalundur var byggður á sínum tíma í Jteim tilgangi að hjálpa sjúklingum út úr sjúkrahlutverkum sínum. SÍBS-hreyfingin hafði vissulega forystuhlutverk í Jjví að vekja fólk til umhugsunar um hvað endurhæfing er. Mér hefur jafnan virst að Reykjalundur hafi haft sérstöðu meðal sjúkrahúsa enda er nafnið vinnuheimili einstætt fyrir sjúkrahús. Ég vil enda Jiessa grein á að tjá þá von mína að Reykjalundur rnegi halda áfram að vinna vel í anda kjörorðs SÍBS með því að styðja og þjálfa sjúka til sjálfsbjargar og megi halda áfram að vera vinnuheimili, stofnun |)ar sem J)að sjónarmið er kennt og iðkað að andleg og líkamleg virkni og vinna sé öruggasta að- ferðin til að öðlast og halda sjálfstæði og heilsu. Framkvæmdastjóraskipti á Reykjalundi Framkvæmdastjóraskipti urðu á Reykja- lundi um s.l. áramót, eins og öllum er kunn- ugt. Arni Einarsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri á Reykjalundi frá stofnun hans, lét af störfum. Vísast til greinar Odds Ólafs- sonar alþm., á bls. 18 í þessu blaði, um Árna og hin margvíslegu störf hans á langri og giftu- samri starfsævi. En blaðið Reykjalundur á honum líka Jíakkir að gjalda fyrir mikinn og góðan stuðning og holl ráð. Hann hefur átt sæti í ritnefndum og verið allra manna dug- legastur við að kynna starfsemina á Reykja- lundi og ritað fjölda greina í blaðið á undan- förnum Jrrem áratugum. Fyrir allt Jætta Jjakk- ar Reykjalundur og óskar |)eim hjónum, Árna og Hlín, gæfu og gengis um ókomin ár. Við framkvæmdastjórastarfinu tók Björn Ástmundsson. Hann er fæddur í Rvík 23. okt. 1945, sonur Hjónanna Ástmundar Guðmunds- sonar og konu lians Ágústu Ágústsdóttur. Björn stundaði nám í Verslunarskólanum og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1973. Hann vann fyrst hjá Stálsmiðjunni í Rvík, en gerðist skrifstofustjóri á Reykjalundi 1. jan. 1974. Kona Björns er Guðmunda Arn- órsdóttir, og eiga J)au hjónin þrjú börn. Reykjalundur býður Björn velkominn til starfa (J)ótt seint sé) og árnar honum heilla, í mikilvægu og umfangsmiklu starfi, við stjórn eins stærsta og merkasta fyrirtækis á íslandi. .38 REYKJAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.