Reykjalundur - 01.10.1977, Side 41

Reykjalundur - 01.10.1977, Side 41
EYBORG GUÐM U N DSDÓTTIR listmálari Feedd 17. nóvember 1924 — Dáin 20. júni 1977. Það var í byrjun vetrar 1942. Tún voru gulnuð og hraunið svart en lyngið bar enn eldliti haustsins. Þá sá ég Eyborgu fyrst. Unga stúlkan frá Strönd- um, sem fagnandi hafði farið að heiman til náms að Laug- arvatni jretta haust, lá nú föl á hvítum kodda, borin af sterkum höndum inn á sjúkrastofu á Vífilsstöðum og skilin jiar eftir unt ófyrir- sjáanlega langan tíma. Nakt- ir veggir, hvítt lín og karból- lykt umlykti hana, rúm við rúm og ótal ókunn andlit hvert sent litið var og flest ungt fólk Eyborg hafði jrráð að ganga menntaveginn. Af brennandi áhuga og ein- beitni hafði hún notfært sér tungumálakennslu út- varpsins og gat snentma les- ið bæði dönsku og ensku sér til gagns, og móðurmálið skrifaði og talaði hún fallega. Og nú var stundin runnin upp, hin langjtráða stund: Hún átti að fá að fara í skóla til framhaldsnáms. Það er jiung lífsreynsla unglingi að vera hrifinn á brott frá óskaiðju og fögr- um framtíðardraumum um lærdónt og jrekkingu og vera skákað jjangað sem síst skyldi, dæmdur úr leik. Mikil lífsreynsla að sönnu, en Eyborg lét ekki dæma sig úr leik. Að lunderni var hún bæði ljúf og hress, gáf- ur hennar og dómgreind svo sem best verður á kosið og lífsjrorsti og lífsást hennar heillandi. Eyborg hélt áfram að lesa og læra á Vífilsstöðum eftir jrví sem hún hafði jrrek til og eftir að liún útskrifaðist jtaðan að Reykjalundi liélt hún enn áfram að mennta sig og nú markvisst með það í huga að lnin yrði að kunna jrað sem dygði henni til lífs- framfæris jregar hún loksins kæmist út í lífið aftur. Setti Eyl)org sér rnark, hvikaði hún ekki frá uns j)ví var náð. Hún gerði strangar kröfur til sjálfrar sín og var vönduð til orðs og æðis. Hún leitaði í livívetna fegurðar og fullkomleika. Hún vissi vel hvað og hvernig hún óskaði að vera, og hafði til- hneigingu til að vera, en henni voru líka jafn ljósir vankantar sínir og beitti sig oft hörðum aga til þess að sigrast á sjálfri sér. Hún elskaði mikið. Hún umvafði samferða- fólk sitt kærleika og hlýju. Hún átti |)ann eiginleika í ríkum mæli að geta sam- einað ólíkasta fólk, sem af til- viljun hittist heima hjá henni, og átti raunar ekkert sameiginlegt annað en að j)ekkja hana og gat gefið j)essum oft sundurleita ltópi, ógleymanlega glaða og efnisríka samverustund. Líf Eyborgar var við- burða- og litríkt, því hún var leitandi persónuleiki og áhugamál hennar margvís- leg en alltaf tengd liinu lif- andi lífi, fólki, menntun og menningu. Lífsorka hennar var mikil þrátt fyrir heilsu- leysi, sem luin átti alltaf við REYKJALUNDUR 39

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.