Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 42

Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 42
að striða, með löngu eða skömmti millibili frá því hún veiktist fyrst af berkl- mn. Ég minnist jiess að þeg- ar hún tók þann sjúkdóm, sem varð hennar banamein, þá varð henni að orði. „Þeir, sem aldrei hafa verið veikir, kynnu að láta hngfallast, en ég er í svo góðri þjálfun. Ég hef svo oft orðið að taka því að vera veik. Ég vona að mér takist að bera þetta með sóma og ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, en |tá vona ég að ég kveðji sátt.“ Eyborg Itjó yfir þeim sál- arstyrk að til síðustu stund- ar var hún gefandi af auð- legð lijarta síns og hugar. Af hennar fundi fór ég alltaf ríkari. I list sinni var Eyborg heil og lirein. í list sinni hefur hún reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða. Eyborg lætur eftir sig unga dóttur, Gunnhildi, og eiginmann, lleyni Þórðar- son, sem reyndist eiginkonu sinni umhyggjusamleg stoð og stytta, og |)au hvort öðru, uns yfir lauk. Ég votia ástvinum Eyborg- ar dýpstu samúð. Með stikn- uði og virðingu kveð ég göfuga konu og góðan vin. Rannveig Löve. Eyborg félagi okkar er lát- in — aðeins 52 ára að aldri. Ég kynntist henni fyrst að ráði fyrir nokkrum árum þeg- ar hún var kosin í stjórn Fé- lags ísl. myndlistarmanna. Við höfðum frétt af dugnaði Itennar og ótvíræðri stéttar- hyggju. Hvarvetna þar sent hún hafði komið við í félags- málum, hafði hún skilið eftir sig spor samstilltari átaka og gilds árangurs. Orðrómurinn um Eyborgu reyndist hvorki ýkjur né rangur þegar til átti að taka í félagi okkar. Hún var jafn- traust og orð hennar gáfu til kynna. Ef til vill dró hugur- inn liana lengra á stundum en efnin stóðu til, en slíku fólki verður oft meira úr efniviði sínum en svartsýnis- mönnunum. Eyborg hafði ekki staðið marga mánuði í stjórnunarstappi, er hún hélt utan á vegunt félagsins ásamt Björgu til að taka jrátt í umfangsmikilli ráðstefnn um réttindamál myndlistar- manna. Einhverjir vita, að hópurinn sá stendur talsvert að baki til að mynda rithöf- undum og tónskáldum í því að heimta inn eðlilegar tekj- ur af notkun verka sinna á opinberum vettvangi. Fyrir- bæri þetta er ekki séríslenskt heldur bláköld staðreynd víða um heim. Verkefnið var Eyborgu kærkontið tækifæri til að vinna að einu iiugðar- efna sinna. Þótt undirbún- ingstími væri harla naumur, hikaði hún ekki bg bar ekki fram afsakanir. Undirritaður kunni vel að meta þennan þátt í skapliöfn hennar og atferli. Hún flækti ekki mál- in í huga sér og var fljót að taka ákvarðanir. Á eftir heyrðum við, að hún liefði staðið sig með prýði og kynnst mörgu fólki og við- horfum jtess á ótrúlega skömmum tíma. Ég lief hvað eftir annað orðið vitni að jjví, að ]_>etta fólk saknaði hennar sem félaga og sam- starfsmanns í norrænum hópi eftir að heilsu hennar tók að hraka og hún gat ekki lengur sinnt stjórnarstörfum í FIM. Mig langar til að nefna annað dærni um ósérplægni Eyborgar og baráttu hennar fyrir áhugamálum í vetki. Að áeggjan félagssamtaka i Húnavatnssýslum tók hún að sér að koma upp myndlistar- sýningu í félagsheimilinu á Blönduósi. Sýningin var eink- ar vandlega undirbúin svo- sem vænta mátti. Sjálf hann- aði Eyborg veglega sýningar- skrá, teiknaði auglýsinga- spjald, kom sér npp hreyfan- legum ljósaútbúnaði og valdi stefnur og listamenn af kost- gæíni til þátttöku. Allt þetta spratt af þeirri trú, að ekkert væri of gott, fyrirferðarmikið né vandað í myndlistum okkar til að bera fram á samkomustað norðlenskrar byggðar. Ég man ekki betur en að klassísk tónverk hafi einnig verið flutt á sýning- unni á Blönduósi og kannski sitthvað fleira af menningar- tagi. Eftir J>etta gerðist sýn- ingin eins konar liður í „List um landið“. Hún kom við á Sauðárkróki og Húsavík og lauk tilvist sinni, hygg ég, á menningardögum Selfossbúa. Við skulum minnast þess, að allt Jjetta gerðist alllöngu áður en myndlistarsýningar urðu jafnvinsæll og gildur þáttur í menningarviðleitni fólksins víða um land og nú á síðustu árunum. Eyborg Guðmundsdóttir var án efa vaxandi listamað- ur alla daga sína. Um Jrað vitnar hin fagra og stílhreina sýning hennar í Norræna húsinu í Reykjavík snemma árs 1975. Þó hygg ég að skerf- ur hennar sé tæplega metinn að verðleikum í dag. Snennna tók hún ástfóstri við hið lireina og tæra myndmál geometríunnar og liélt tryggð við J)að í urnróti og eyrðar- leysi tímanna, sem við lifum. Hjörleifur Sigurðsson. 40 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.