Reykjalundur - 01.10.1977, Page 46

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 46
Frá samtökum astma- og ofnæmissjúklinga „REYKHOLTSHÓPURINN" t síðasta riti Reykjalundar var getið nám- skeiðs fyrir astmasjúk börn og foreldra þeirra, sem haldið var í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Námskeið þetta, það fyrsta hér á landi, þótti takast með ágætum, og þeim tilgangi náð, sem til var ætlast. Segja má, að þarna hafi skapast vináttu- tengsl milli þeirra, sem þarna mættu og áttu við sameiginleg eða skyld vandamál að stríða. Var það álit allra þátttakenda, að slíka starf- semi yrði að efla og gefa sem flestum kost á að kynnast vandamálunum og hvernig bregð- ast skuli við þeim, þegar t.d. börn fá astma- köst. Því miður hefur ekki orðið af að annað námskeið yrði haldið, en hópurinn frá Reyk- liolti hefir lialdist, og tengsl þau er þá bundust aldrei rofnað. Á s.l. sumri hittist þessi hópur á ný í hiriu glæsilega sumarhúsi sambandsins við Hrafna- gjá í Þingvallasveit, og dvaldist þar í viku- tíma. Báru foreldrarnir þarna saman bækur sínar, og töluðu um þá fræðslu og það gagn, er þau höfðu haft af námskeiðinu. Auk fræðslunnar, sem þau nutu, töldu þau sig einnig miklu öruggari í umgengni við börn sín m.a. vegna þeirrar vissu, að nú væru þau að gera rétt. Vonandi verður „Reykholtshópurinn" lang- lífur og stækkandi eftir því sem þörf krefur. OFMÆMISKÖNNUN Á ÍSLANDI Á vegum rannsóknarnefndar Félags lækna- nema og Samtaka astma- og ofnæmissjúklinga stendur yfir rannsókn á tíðni ofnæmis hér á landi. Á árinu 1976 voru gerðar forkannanir. Voru þá sendir út spurningalistar til þess að kanna hvernig svör yrðu. Það var svo í febrúar 1977 að send voru út 5000 bréf, með spurningalist- um, til fólks um land allt. 2800 svör bárust eða frá 56% spurðra. Götun fyrir úrvinnslu í tölvu er nú lokið. í undirbúningi er framhalds- könnun, spurningalisti, sem verður sendur þeim er svöruðu jákvætt í fyrrnefndri könnun. verður það væntanlega gert með haustinu, og ættu þá svör að liggja fyrir nm næstu áramót. Þessi könnun á tíðni ofnæmis á íslandi er styrkt af SÍBS, Samtökum astma- og ofnæm- issjáklinga, Háskóla íslands og IBM. HVAÐ NORÐMENN GERA FYRIR FC BÖRNIN Hinn 5. nóvember 1976 boðaði Ólafur Stephensen barnalæknir, ásamt Jan Moue framkv.stjóra frá Noregi, til fundar í Land- spítalanum. Jan Moue er formaður foreldra- deildar FC barna í Noregi. í fylgd með hon- um var norskur sjúkraþjálfari og 10 ára gamall sonur Jans, Ketill að nafni. FC barn. Einnig sátu fundinn: Björn Júlíusson barnalæknir, Ásta Classen sjúkraþjálfari, Unnur Cuttorms- dóttir og fl. sjúkraþjálfarar. Sjúkraþjálfarinn sýndi hvernig öndunarvél- ar eru notaðar, en þær eru í eigu sjúkrasam- lagsins. Hann sýndi og ýmsar stöður sjúklinga í banki þar á meðal fráhvarfsstöðu. Ketill litli er bankaður tvisvar á dag, 45 mín. í hvort skipti. Lýst var notkun bekkjar, sem festur er á vegg. Laun sjúkraþjálfara eru greidd af norsku tryggingunum og kémur bann á heimili, ef nauðsyn krefur. Jan ræddi mikið um trygg- ingamál. Þær greiða ennfremur fyrir námskeið, en vikunámskeið eru haldin tvisvar á ári fyrir alla fjölskyldu FC barna. Laun eru greidd fyrir foreldra á meðan á námskeiðinu stend- ur. Einnig greiða tryggingarnar ýmis hjálpar- tæki t.d. þrekhjól. Þá nefndi Jan fjölskyldu þar sem væru þrjú FC börn. Jan benti á, að erfitt væri fyrir fjölskyldu FC 44 REYK JAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.