Reykjalundur - 01.10.1977, Page 47

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 47
barna að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Þetta krefðist fórna og mikillar samvinnu. Hann sagði að t.d. í U.S.A. þar sem engar almanna- tryggingar væru, leystust um 85% hjóna- banda upp. Um 15% foreldra FC barna fremdu sjálfsmorð. Jan greindi frá samböndum sínum við á- hugafólk um FC börnin víða um heirn. í Tel Aviv í ísrael og í Phíladelphia í Bandaríkjun- um eru sérstök sjúkrahús starfandi fyrir F.C.- börn. Jan taldi rnjög óæskilegt að móðir FC barns vinni úti, þar sem FC barn krefðist upp í 6 klst. vinnu af móður. Móðir slíks barns fær í Noregi 3.000 n.kr. mæðralaun frá trygging- unum, einnig fjögurra vikna frí á fullum launum á ári. Uppþvottavél er alveg nauð- synleg vegna smithættu. AUt á lreimilinu er sótthreinsað tvisvar á dag. Jan giskaði á að í Noregi væru unt 150 FC börn, sem lítið eða ekkert væri vitað um. Hann kvað Ketil son sinn borða aðeins fitu- lausa fæðu, mikið af tómötum og eplurn. Hann borðar þó sykur en tennur eru sérstaklega vel burstaðar á eftir. Þá taldi Jan mikilvægt að börnin væru í æfingum daglega t.d. hjóluðu mikið inni. Jan lofaði ágæti sundstaða hér á landi fyrir þessi börn. Elsti FC einstaklingur, sem vitað er um, er um 48 ára. . . , ,, s (Ur minmsbok). FRÁ BRETUM í október 1976 dvöldum við hjónin hálfan annan dag í London og notuðum við ta:-kifær- ið til þess að heimsækja bækistöðvar bresku samtakanna, er liafa innan sinna vébanda brjóstholssjúklinga (öndunarfærasjúkdóma) og sjúklinga með heilablæðingu. Forstjóri sam- takanna (The Chest, Heart and Stroke Assocation), Hilda Watts, tók vel á móti okk- ur. Ég hafði skrifað henni áður og ennfremur höfðum við meðferðis kynningarbréf formanns SÍBS, Kjartans Guðnasonar. Hilda Watts veitti okkur fúslega allar upp- lýsingar urn samtökin, en þau vortt stofnuð 1899 af berklasjúklingum, enda störfuðu þau á sarna grundvelli og berklavarnadeildirnar hér á landi. Árið 1954 var sambandinu breytt í sannök brjóstholssjúklinga, og f'yrir tveim árum voru sjúklingar með heilablæðingu (stroke) teknir í samtökin. Samtökin eru rekin án nokkurs styrks frá breska ríkinu en lifa á gjafafé og styrkjum. Samtökin eru fyrst og fremst leiðbeiningastöð. Til liennar snúa sér læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfólk og svo að sjálfsögðu sjúklingar og aðstandendur þeirra. Leiðbeint er með félagsleg réttindi, lijálpartæki, bent á heppilega og góða surnar- dvalarstaði, klúbba og deildir og sjúklinga, sem eiga við samskonar erfiðleika að stríða, — eru tengiliður. Þá reyna samtökin að hafa álnif á bætta heilbrigðisþjónustu og berjast fyrir betra lífi og hreinna lofti. Þá veita þau foreklrasamtiikum astma - FC og barna með hjartagalla hvers konar þjónustu og ráðgjöf. Ég þakka Kjartani Guðnasyni hans ágæta kynningarbréf, sent opnaði okkur allar dyr í þessari ferð. Hjördis Þorsteinsdóttir. SAMTÖK ASTMA- OG OFNÆMISSJÚKLINGA Skrifstofa S.A.O. er í Suðurgötu 10, opin alla fimmtudaga kl. 17—19. Sími: 22153. Félagslíf samtakanna er til húsa að Norð- urbrún 1, í vistlegum salarkynnum Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar. Margir góðir læknar og aðrir fyrirlesarar liafa flutt þar ágæta fyrirlestra á fundum samtakanna. Þá er þar oft spilnð félagsvist og bingó. Vel hefur verið mætt á skemmtifundum þessum, og hefur kornið greinilega í Ijós, að fólk nýtur þess og kann vel að meta það að fá tækifæri til þess að hittast og rabba saman annars staðar en á biðstofum læknanna. REYKJALUNDUR 45

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.