Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.11.2015, Qupperneq 2
Suðlæg átt, yfirleitt fremur hægur vindur. Snjó- eða slydduél sunnan- og vestanlands, Yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert, en léttir til suðaustanlands þegar líður á daginn. Kólnandi veður í kvöld. Sjá Síðu 44 Veður Tóku hænuskref í Vesturbænum HeilbrigðiSmál Borið hefur á því að læknar séu skráðir fyrir vélskömmt- un lyfja án þess að þeir viti af því en einnig að einstaklingar fái ávísað sömu lyfjum í stökum ávísunum á sama tíma og þeir fá skammt- að. Um er að ræða lyf úr öllum flokkum en Embætti landlæknis hefur mest verið að gera athuga- semdir varðandi ávanabindandi lyf. Stutt er síðan vélskömmtun lyfja fór að berast í nýja lyfjagagnagrunninn. „Nú geta læknar sjálfir séð skammt- anir og nafn þess læknis sem stend- ur fyrir þeim. Læknar hafa haft samband við Embætti landlæknis til að breyta skömmtunum eða fella skömmtunarseðla niður því enn er það þannig að læknar sjá ekki í hvaða apóteki ávísanir eru leystar út,“ segir Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis. „Þetta eru fyrst og fremst ávana- bindandi lyf sem um ræðir en marg- ir einstaklingar sækja stíft í slík lyf. Við bindum miklar vonir við það að aðgangur lækna að lyfjagagna- grunni komi til með að minnka misnotkun á þessum lyfjum. Þá er búið að sameina sjúkraskrárkerfi milli starfsstöðva lækna þannig að upplýsingaaðgengi lækna er orðið mun betra. Við höfum trú á því að þetta muni hafa jákvæð áhrif en Það gerist hægt.“ Ein afleiðing af auknum upp- lýsingum hjá læknum er að lyfja- gjöf til einstaklinga er hafnað. Þetta birtist meðal annars í því að einstaklingar í fíknivanda reyna að komast yfir þessi lyf með því að villa á sér heimildir og biðja um lyfjaávísun frá lækni eða reyna að leysa út lyf úr apótekum á nafni annarra. Dæmi eru um að slíkar Skráðir fyrir ávísunum án eigin vitundar Læknar hafa látið Embætti landlæknis vita af lyfjaávísunum ávanabindandi lyfja sem þeir vissu ekki af. Aukið gagnsæi minnkar hættu á misnotkun. Við bindum miklar vonir við það að aðgangur lækna að lyfja- gagnagrunni komi til með að minnka misnotkun á þess- um lyfjum. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis Ólafur segir gagnsæi í lyfjagrunninum minnka hættu á misnotkun en best sé að læknar ávísi ekki ávanabindandi lyfjum án þess að hitta sjúklinginn. Fréttablaðið/SteFán falsanir hafi viðgengist mánuðum saman þegar einstaklingarnir sjálfir eða starfsfólk apóteka hefur komið upp um þær fyrir tilviljun. Það er möguleiki að slíkar fals- anir viðgangist og ekki hafi komist upp um þær. „Hluti vandans er sá að það getur verið erfitt að sann- reyna hvort það sé réttur aðili sem hringir og biður um lyfjaávísun t.d. á heilsugæslu,“ segir Ólafur. Stöðugt fleiri læknar nota lyfja- gagnagrunn landlæknis, í septem- ber 2014 var fjöldinn 412 en í sept- ember 2015 867 læknar. Aðgengi þeirra að lyfjagagnagrunninum hefur aukið öryggi ávísana að sögn Ólafs. Hann segir þó bestu leiðina til að koma í veg fyrir misnotkun að skrifa ekki út ávanabindandi lyf án þess að hitta sjúklinginn. „Best er að læknar hitti einstaklingana í eigin persónu og ræði við þá um lyfja- notkunina.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Skila sér alltaf heim „Þær rölta oft um hverfið og fara á lóðirnar í kring en skila sér alltaf heim. Það má segja að radíusinn hjá þeim stækki alltaf með hverjum mánuði,“ segir Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, eigandi fjögurra hænsna sem fengu sér göngutúr í Vesturbænum í Reykjavík í gær. Ólafur segir þau hjónin hafa átt hænurnar í 5 ár. Fréttablaðið/Vilhelm ViðSkipti Af 15.662 bifreiðum sem hafa verið nýskráðar það sem af er ári eru 6.308, eða 40 prósent, skráðar í notkunarflokkana „bíla- leiga“ og „bílaleiga/húsbifreið" samkvæmt tölum frá Samgöngu- stofu. 8.238 bifreiðar eru skráðar í almenna notkun. Til samanburðar voru 10.611 bílar nýskráðir allt árið 2014 sam- kvæmt tölum frá Bílgreinasam- bandinu og því hefur orðið 50 prósenta aukning milli ára. Dregið hefur úr hlutfalli nýskráninga bíla sem fara á bílaleigur, en árið 2014 voru þeir nærri því helmingur nýskráðra nýrra fólksbifreiða. Því virðist sem almenni bílamarkaður- inn sé að sækja töluvert í sig veðrið. Ef litið er til ársins 2013 má sjá að nýskráningar hafa tvöfaldast en þá voru 7.267 bílar fluttir inn. Þar af voru 3.254 bílaleigubílar, eða um 46 prósent allra innfluttra bíla. – sg 40 prósent fara á bílaleigur lögreglumál Jóhanna Sigurjóns- dóttir, lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir kyn- ferðisbrot, mun í dag kæra lög- manninn Vilhjálm H. Vilhjálmsson, sem er verjandi annars sakborning- anna í málinu, fyrir að leka trún- aðarupplýsingum í því. Í samtali við mbl.is segir Jóhanna að fyrirhuguð kæra snúist um ummæli sem Vil- hjálmur hefur látið falla í fjölmiðl- um sem lögmaður annars ákærðu. Jóhanna hefur sagst óttast að ítar- leg umfjöllun í fjölmiðlum um mál kvennanna kunni að hafa spillt fyrir rannsókn málsins. Þá sagði hún engan vafa leika á því að Vilhjálmur hefði brotið gegn starfsskyldum sínum sem verjandi í þessu máli og brotið þar með gegn ákvæðum hegningarlaga, ákvæðum laga um meðferð sakamála, lögum um lög- menn og siðareglum lögmanna. Vilhjálmur gerir þá kröfu að Jóhanna biðji hann þegar í stað afsökunar. Vilhjálmur hefur lagt fram kæru á hendur stúlkunum sem lögðu fram kærur í nauðgunarmál- unum, um rangar sakargiftir. – ngy Kærir Vilhjálm fyrir leka Vilhjálmur er verjandi annars hinna grunuðu. Fréttablaðið/Valli 1 2 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E D -C B A 4 1 6 E D -C A 6 8 1 6 E D -C 9 2 C 1 6 E D -C 7 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.