Fréttablaðið - 12.11.2015, Page 24

Fréttablaðið - 12.11.2015, Page 24
Breyttar aðstæður í Egyptalandi Kona einsömul í minjagripabúð í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi, en nýverið var sett ferðabann til þessa annars vinsæla ferðamannastaðar. Yfirleitt eru minjagripabúðirnar á svæðinu yfirfullar af ferðamönnum en um þessar mundir eru þær heldur tómlegar eftir að þúsundir ferðamanna yfirgáfu svæðið í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði. Fréttablaðið/aFP Ný útgáfa af iPad Pro, svokallaður risa-iPad með 12,9 tommu skjá, er væntanleg til landsins í mánuðinum. Þetta staðfestir Sigurður Stefán Flygen- ring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs hjá Macland. Spjaldtölvan verður í boði í þremur litum, silfur, gull og „space gray“ og í tveimur stærðum, 32GB og 128GB. „Apple ræður til hvaða landa þeir senda tækin hverju sinni. Ísland er ekki partur af löndunum sem fá fyrstu sendinguna eins og er. En vonandi fáum við að fylgja með næstu lönd- unum. Ef ég þekki Apple rétt þá verður það í mánuðinum. Þeir hjá Apple eru snöggir að senda vöruna frá sér,“ segir Sigurður Stefán. „Það er mikil tækni í litlu tæki og þetta er kraftmikið tæki. Þetta opnar möguleikana fyrir meiri aukahluta- markað, þeir eru meðal annars komnir með Smart Connector á iPadinn og það verður spennandi að sjá hvað þeir gera við hann. Ég held að þetta muni taka við af fartölvunni hjá mörgum aðilum, þó ekki öllum. Tim Cook, for- stjóri Apple, ferðast til dæmis einungis með iPad Pro og iPhone 6S út um allan heim, ef það er nóg fyrir hann, held ég að það sé nóg fyrir flesta,“ segir Sig- urður Stefán. – sg Risa-iPad væntanlegur risa iPad má sjá lengst til hægri á myndinni. Fréttablaðið/EPa Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfir- leitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er full- yrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferða- þjónustu væri nokkuð mikil, sér- staklega í hótelbyggingum. Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í fram- tíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferða- mönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evr- ópu sé betri nýting á hótelher- bergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auð vitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferða- manna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeild- arinnar hafi talað við í hótelbrans- anum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuð- borgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljan- legt að fólk hafi áhyggjur af offjár- festingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrir- tæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferða- manna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðar- húsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúða- fjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. ingvar@frettabladid.is Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Hætta er á að of mikið verði fjárfest í hótelum á næstunni, að sögn seðlabankastjóra. Sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segir áhyggjur skiljanlegar en að nauðsynlegt sé að byggja meira til að halda í við fjölgun ferðamanna. Miklar hótelbyggingar geti verið skýring á því hve lítið sé byggt af íbúðarhúsnæði. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. Fréttablaðið/gva Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Miðað við þá sem við í greiningar- deildinni höfum talað við í hótelbransanum þá segja þeir að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu heldur en er núna. Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka Arion banki hagnaðist um 25,4 milljarða króna á fyrstu níu mán- uðum ársins. Í tilkynningu vegna uppgjörsins segir að sala fyrirtækja setji umtalsverðan svip á afkomuna. Félagið hafi selt hluti í fasteigna- félaginu Reitum, alþjóðlega drykkja- framleiðandanum Refresco Gerber og Símanum á árinu. Vegna þessa hafi hreinar fjármunatekjur Arion banka numið 10,6 milljörðum króna það sem af er ári samanborið við 5,3 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður bankans í heild eykst um tæpa þrjá milljarða miðað við sama tímabil fyrir ári. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 13,5 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Arion banka nema 1.010 milljörðum króna en voru 934 milljarðar um síðustu áramót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir ljóst að draga muni úr áhrifum af sölu fyrirtækja í afkomu bankans á næstu árum, hún verði þá borin uppi af hefðbundinni fjármálastarfsemi. Þá muni bankinn bregðast við gagnrýni sem hann hafi fengið að undanförnu vegna sölu á hlutum í Símanum. „Við tökum mark á málefnalegri gagnrýni og munum breyta verklagi okkar þar sem við á,“ segir Höskuldur. – ih Arion banki hagnast um 25 milljarða Höskuldur Ólafsson segir einskiptisliði setja svip á uppgjörið. Fréttablaðið/gva Viðskipti 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r24 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -5 F C 4 1 6 E E -5 E 8 8 1 6 E E -5 D 4 C 1 6 E E -5 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.