Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 28

Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 28
Fyrir stuttu komu saman í Reykjavík forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasalts- ríkjanna og Bretlands á ráðstefnuna Northern Future Forum (NFF) í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrsta ráðstefnan undir þessu heiti var haldin í London 2011 að frumkvæði David Cameron, for- sætisráðherra Breta, og þær hafa síðan verið haldnar í Stokkhólmi, Ríga og Helsinki. Það sem gerir NFF-ráðstefnuna óvenjulega er að þar setjast ráðherrarnir niður, tveir til þrír saman, í litlum málstofum með sérfræðingum frá löndunum og ræða framtíðina með hliðsjón af tilteknum þemum. Undirliggj- andi markmið ráðstefnunnar er að greina hvaða leiðir eru mögulegar til auka vöxt og viðgang viðkomandi samfélaga og skoða hvað við getum lært hvert af öðru. Ráðherrarnir hlusta, taka þátt í umræðum og fara heim með hugmyndir um leiðir til samfélagsumbóta. Þau samskipti sem fram fara á NFF og sú jákvæða nálgun sem notuð er til þess að horfa til framtíðarinnar gerir ráð- stefnuna að einstökum viðburði. Í ár var horft til tveggja þátta, ann- ars vegar vaxtar og viðgangs skap- andi greina og hins vegar nýsköpun- ar í opinberum rekstri. Áður hafa á fundunum verið rædd málefni eins og hvernig menntakerfið styður við nýsköpun, græna hagkerfið og hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Allt málefni sem skipta löndin miklu og í raun heiminn allan. Á ráðstefnunni í Reykjavík var meðal annars rætt hvernig mennta- kerfi gætu ýtt undir skapandi hugs- un, hvernig hönnun getur nýst á ýmsum sviðum, með hvaða hætti hægt er að standa að nýsköpun í opinberum rekstri, t.d. í flóknum kerfum, svo sem heilbrigðiskerfum og skattkerfum, og hvernig hægt er að nota tækninýjungar til að hjálpa til við skipulag, þróun og rekstur borgarsamfélaga. Ásamt forsætis- ráðherrunum tók fjöldi sérfræðinga þátt í ráðstefnunni, þar af ríflega 40 frá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Um var að ræða bæði forstjóra stórra fyrirtækja, svo sem dönsku risanna Lego og ATP, en einnig forsvarsmenn minni fyrir- tækja og sprotafyrirtækja og fulltrúa frá opinberum stofnunum. Á vefnum http://nff2015.is/ eru allar frekari upplýsingar um ráð- stefnuna. Þar má nálgast umfjöllun um sérfræðingana, greinar um þemun, samantekt af málstofum o.fl. Áformað er að næsta ráðstefna verði haldinn í Noregi að ári. Northern Future Forum Það er nokkuð vinsælt í kvik-myndum að mynda hið gamla og ekki síður að spá í framtíðina eins og nýlegar kvik- myndir hafa sýnt og verið vin- sælar. Nóg er þessa dagana af áhuga- verðu efni sem skrásetjarar fram- tíðar geta skoðað og kvikmyndað, t.d. hvort hjólreiðamönnum hafi tekist að loka Reykjavíkurflugvelli og knýja borgarbúa sem lands- menn almennt til hjólreiða. Annað áhugavert er nýlega fundinn snyrtilega hlaðinn götu- kantur sem hlaðinn var 1928 og nokkrir landkrabbar og lands- feður hafa viljað kalla hafnargarð og friða sem fornminjar. Vandséð er hvers konar skip gætu lagst að slíkum halla. Nýjan spítala án myglusvepps Þriðja málið væri hinn umtal- aði Landspítali sem er nokkurn veginn á sama aldri og meintur hafnargarður og því rökrétt einnig fornminjar. Spítalinn er ótvírætt gamall með myglusveppum vítt og breitt sem hafa valdið heilsuvanda jafnvel hjá starfsfólki. Ekki eru heldur salernin mörg samkvæmt upplýsingum starfsmanna í fjöl- miðlum. Þörf á nýjum spítala með sal- ernum og án myglusveppa er flestum ljós. Var samþykkt sam- hljóða í hvelli af vitringum við Austurvöll að endurbyggja spítal- ann við Hringbraut og endurnýta byggingar sem mest og gera að hátæknisjúkrahúsi. Slíkar álykt- anir eru sjaldnast til heilla og nú efast margir um ákvörðun vitr- inganna en sitja upp með þá og ákvörðun þeirra og telja nýbygg- ingu (án myglusveppa) utan þétt- asta byggðakjarnans vera vitur- legri. Til hverra var leitað? Fullyrt er við almenning að bestu ráða hafi verið leitað víða um lönd og samdóma álit fengist um að núverandi staðsetning væri hent- ugust þrátt fyrir umferð og endur- nýta ætti sem flest á staðnum. Fróðlegt væri að vita til hverra hafi verið leitað a.m.k. var það ekki til Karólínsku stofnunar- innar, einnar virtustu á Norður- löndum og jafnvel í Evrópu sem nú er að endurbyggja sjúkrahúsið í a.m.k þriðja skipti frá grunni og á nýjum stað utan borgarkjarn- ans með þeim rökum að það væri hentugra en að endurbyggja og endurnýta allt það gamla. Þarf ekki að leita víða til að sjá að þekkt sjúkrahús hafi verið endurbyggð á nýjum stöðum. Ein- hverjir eru með langt nef eins og Gosi forðum og svartan blett á tungunni fyrir að segja ekki rétt frá. Kvikmyndagestir framtíðar- innar geta sennilega fengið að vita hvaða hagsmunaöfl réðu því að reynt var að byggja hátækni- sjúkrahús með framtíðarþarfir í huga á mygluðum fornminjum! Vonandi verður ekki tilefni fyrir kvikmyndagesti framtíðarinnar að spyrja hvers vegna ábyrgðar- stöður séu enn veittar samkvæmt pólitískum, ættar- og kunnings- skapartengslum en ekki faglegum verðleikum. Hátækni á mygluðum fornminjum Birgir Guðjónsson læknir Kvikmyndagestir framtíðar- innar geta sennilega fengið að vita hvaða hagsmunaöfl réðu því að reynt var að byggja hátæknisjúkrahús með framtíðarþarfir í huga á mygluðum fornminjum! Í ár var horft til tveggja þátta, annars vegar vaxtar og viðgangs skapandi greina og hins vegar nýsköpunar í opinberum rekstri. Arnar Þór Magnússon skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu Málsvari byggingamanna það er mikilvægt að ráða iðnmeistara sem er með trausta fagmenn í vinnu. Fagmenn með iðnréttindi bera félagsskírteini. ER NÝJA DRAUMAHÚSIÐ ÞITT BYGGT AF FAGMÖNNUM? Vertu viss um að nýja draumaheimilið sé byggt af fagmönnum með iðnréttindi áður en þú ráðstafar aleigunni. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -F D C 4 1 6 E E -F C 8 8 1 6 E E -F B 4 C 1 6 E E -F A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.