Fréttablaðið - 12.11.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 12.11.2015, Síða 40
Epal opnaði verslun sína í Kringl­ unni þann 26. mars síðastliðinn. Er það ein þriggja verslana en Epal er einnig í Skeifunni og í Hörpu. Í verslun Epal í Kringlunni er lögð áhersla á gjafavöru, í Skeifunni er mikið úrval af húsgögn­ um og rúmum auk gjafavöru og í Hörpunni er úr­ valið sérstaklega sniðið að ferða­ mönnum. Guðný Her­ mannsdóttir, versl­ unarstjóri í Epal í Kringlunni, segir að versluninni hafi verið tekið mjög vel. „Hér í Kringlunni erum við aðallega með vandaðar, skand­ inavískar hönnunarvörur. Helstu vörumerkin eru By Lassen, Nor­ mann Copenhagen, Iittala, Mari­ mekko, Ferm Living, Hay, Lego, Rosendahl, Josep Josep og Design Letters.“ Epal býður upp á nánast allt fyrir heimilið og er alltaf vinsælt að kaupa eitthvað í jólapakk­ ann þar. „Við erum með jólaóróana frá Georg Jensen og jólalakkrísinn frá Johan Bülow en þessi danski lakkrís hefur algjörlega sleg­ ið í gegn. Einnig verð­ um við með Omaggio­jóla­ línuna frá Kähler sem marg­ ir hafa beðið með eftirvæntingu. Auk þess bjóðum við upp á frábært úrval af fallegum vörum sem eru tilvaldar til gjafa. Vinsælustu gjafa­ vörurnar hjá okkur hafa gjarnan verið frá Iittala, ásamt Vaðfuglin­ um frá Normann Copenhagen og Kubus­kertastjakanum sem hefur alltaf verið mjög vinsæll og þá sér­ staklega fyrir jólin. Kubus­kerta­ stjakinn kemur í fyrsta sinn í gylltu núna auk þess að koma í kopar, hvítu og svörtu,“ útskýrir Guðný. Epal fagnar fjörutíu ára starfs­ afmæli sínu á þessu ári og hafa bæði íslenskir og erlendir hönnuð­ ir tekið þátt í að hanna ýmsar vörur í tilefni þess. „Vaðfuglinn sem Sig­ urjón Pálsson hannaði fyrir Nor­ mann Copenhagen var til dæmis gefinn út í sérstakri rauðri afmæli­ sútgáfu í takmörkuðu upplagi. Þá var að koma nýtt sængurver frá Ingibjörgu Hönnu í tilefni af af­ mæli Epal. Vandaðar hönnunarvörur í úrvali Epal hefur það að markmiði að auka skilning og virðingu fyrir góðri hönnun og býður viðskiptavinum sínum þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndum og víðar. Epal fagnar fjörutíu ára starfsafmæli á þessu ári og hafa nokkrir þekktir hönnuðir hannað vörur í tilefni þess. Guðný segir vörur frá Iittala ásamt Vaðfuglinum frá Normann Copenhagen og Kubus-kertastjakanum með vinsælustu gjafavörunum. MYND/STEFÁN Danska verslanakeðjan Söstrene Grene kom fyrst til landsins fyrir tíu árum og var strax vel tekið. „Við opnuðum í Smáralind 2. desem ber og þurftum að hleypa inn í hollum fyrstu þrjá dagana. Við opnuðum svo aðra verslun í Kringlunni 2012 og vakti hún ekki síður lukku,“ segir Kristín Reynisdóttir, annar eigandi Söstrene Grene á Íslandi, en versl­ unin í Smáralind var sú fyrsta sem keðjan opnaði fyrir utan landstein­ ana. „Nú eru verslanirnar hins vegar orðnar langt yfir 100 um heim allan og er gert ráð fyrir að þær verði um 200 innan tveggja ára,“ upplýs­ ir Kristín. Systurnar Inger og Ruth Grene opnuðu fyrstu verslunina í Aarhus árið 1978. Til að freista viðskipta­ vina var ákveðið að bjóða upp á ódýr­ ar vörur. „Í upphafi var aðallega um að ræða partívarning en síðan hefur bæst jafnt og þétt við úrvalið. Versl­ unin er enn í eigu sömu fjölskyldunn­ ar og er vöruverðinu sem fyrr hald­ ið í lágmarki með sanngjarnri álagn­ ingu. Flestir kannast við hvað það er gaman að koma inn í Söstrene Grene og það er ástæða fyrir því. „Það er lögð mikil áhersla á að viðskiptavin­ ir fái skemmtilega upplifun af því að ganga um verslunina. Verslunin er byggð upp eins og nútímamarkaður og er öllu þétt raðað. Í versluninni eru nokkrar deild­ ir og hefur úrvalið í húsgagnadeild­ inni aukist að undanförnu. „Þetta eru einföld en falleg húsgögn sem hafa rokið út. Húsbúnaðardeild­ in er líka vinsæl en hönnunardeild Söstrene Grene í Aarhus fylgist vel með ríkjandi straumum og stefnum.“ Í versluninni er einnig lítil leik­ fangadeild, myndlistardeild, rit­ fangadeild, föndurdeild, veisludeild og matvörudeild. „Eftir jól mun svo bætast við falleg barnaherbergis­ deild,“ upplýsir Kristín. Jólin nálgast óðum og munu nýjar jólavörur berast í hverri viku fram að jólum. „Við byrjuðum á jólafönd­ ur­ og jólaundirbúningsvörum en svo kemur meira af jólaskrauti og gjafa­ vöru og verður gjafavöruúrvalið meira í ár en í fyrra. Verslunin er með virkar facebook og instagram-síður facebook.com/ sostrenegreneisland og instag- ram.com/sostrenegrene Gjafavöruúrvalið meira en í fyrra Í Söstrene Grene verða teknar upp nýjar jólavörur í hverri viku fram að jólum. Í versluninni fæst mikið úrval af jólaundirbúningsvörum, jólaföndri og jólaskrauti. Eigendurnir Brynja Scheving og Kristín Reynisdóttir. MYND/VILHELM Casa sérhæfir sig í hönnunar­ vörum og söfnunarvörum frá frægustu vörumerkjum á Ítalíu, Skandinavíu og Þýskalandi. Casa býður upp á vörur frá fyrirtækj­ um á borð við Alessi, Iittala, Kart­ ell, Kay Bojesen, Architectmade, Kähler, Freemover, Ritzenhoff, Rosendahl o.fl. Casa leggur mikla áherslu á framsetningu vara í versluninni sem gerir viðskiptavininum auð­ velt með að velja gjöf sem hentar fyrir það tækifæri sem hann er að leita eftir hverju sinni. Í verslun­ inni er einnig að finna loftljós og lampa frá fyrirtækjunum Kart­ ell og Vita, en þau setja skemmti­ legan blæ á verslunina. Nú þegar jólin nálgast óðum ættu allir að geta fundið fallega gjöf við sitt hæfi í öllum verðflokkum. Starfs­ fólk Casa tekur alltaf vel á móti viðskiptavinum með bros á vör. Casa er einnig með verslun í Skeifunni 8, en þar er glæsilegt úrval húsgagna, gjafavara og ljósa frá þekktum framleiðendum. Hægt er að fylgjast með nýjung- um og hugmyndum á Facebook- síðu Casa. Heimsfræg hönnun fyrir alla fagurkera Verslunin Casa er á annarri hæð Kringlunnar og flutti verslunin þangað í byrjun þessa árs. Við flutninginn í stærra húsnæði, breikkaði vöruúrvalið til muna. Verslunin er sérlega glæsileg í alla staði og mjög björt og aðgengileg. Verslunin Casa er flutt í glæsilegt húsnæði á annarri hæð í Kringlunni. MYNDIR/ANTON Fallegir og hlýir skór sem fást fyrir allan aldur í Casa. ÚTGEFANDI 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UMSjóNARMENN AUGLýSINGA Jónína María Sveinsdóttir | jonamaria@365.is | s. 512-5445 ÁBYRGðARMAðUR Svanur Valgeirsson VEFFANG visir.is KRINGLAN GjAFAVöRUR Kynningarblað 12. nóvember 20152 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E D -D A 7 4 1 6 E D -D 9 3 8 1 6 E D -D 7 F C 1 6 E D -D 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.