Fréttablaðið - 12.11.2015, Side 50
Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og
vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfs-
mynd. „Þú mátt ekki vera með í
leiknum“ eða „ég vil ekki leiða
þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í
íslenskum leikskólum, barna sem
eru að fóta sig í flóknum heimi
og læra samskipti við jafnaldra
sína. Svona samskipti virðast sak-
leysisleg, en ef þau eru endurtekin
gagnvart sama barninu án þess að
hinir fullorðnu grípi inn í, skapast
mynstur sem getur þróast út í ein-
elti eða útilokun og varað árum
saman. Mikilvægt er að byrgja
brunninn og það er á ábyrgð hinna
fullorðnu.
Barnaheill – Save the Children
á Íslandi bjóða leikskólum nú til
notkunar forvarnarefni gegn ein-
elti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri
for mobberi í Danmörku þar sem
það er upprunnið.
Vinátta byggir á nýjustu rann-
sóknum á einelti og samanstendur
af verkefnatösku með raunhæfum
verkefnum fyrir börnin og leið-
beiningum fyrir starfsfólk, en efnið
er einnig notað með foreldrum.
Árangur af notkun þess er mældur
reglulega og reynist mjög góður.
Samkvæmt Vináttu er litið á ein-
elti sem félagslegt, menningarlegt
og samskiptalegt mein, en ekki
einstaklingsbundið vandamál eins
og áður var gjarnan álitið. Vinátta
leggur áherslu á hópinn sem heild
og að vinna með viðhorf og sam-
skiptamynstur. Ekki er einblínt
á að einhver sé slæmur og annar
góður, ekki á geranda eða þol-
anda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð
í að setja sér mörk og bregðast við
órétti sem þau og félagarnir eru
beitt.
Umburðarlyndi og samkennd
Það sem einkennir barnahópa þar
sem einelti nær ekki að þrífast er
hár þröskuldur umburðarlyndis og
samkennd. Börnin njóta virðingar
og viðurkenningar. Þau finna sér
sinn eðlilega sess í hópnum sama
hver þau eru, hvernig þau líta út,
hvaða hlutverki þau gegna eða hvers
þau eru megnug. Gildi margbreyti-
leikans er virt og umburðarlyndi
fyrir því að hópurinn sé samsettur
úr mismunandi einstaklingum með
mismunandi einkennum og styrk-
leikum. Þar er jákvæður og góður
skólabragur. Á því byggir Vinátta.
Haustið 2014 tóku starfsmenn
í sex leikskólum í jafnmörgum
sveitarfélögum þátt í námskeiði á
vegum Barnaheilla til að öðlast rétt
til að nota Vináttu-námsefnið. Það
er óhætt að segja að mikil ánægja sé
með efnið meðal starfsfólks, barna
og foreldra og góður árangur er af
notkun þess. Nú hafa 25 nýir leik-
skólar sótt um að fá efnið til notk-
unar og munu starfsmenn þeirra
sækja námskeið í janúar 2016 og
fá námsefnið afhent að því loknu.
Barnaheill – Save the Children á
Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum
þátttöku í verkefninu og benda
áhugasömum á að hafa samband
við undirritaða á margret@barna-
heill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá
frekari upplýsingar um Vináttu.
Árlega er haldið upp á alþjóð-
legan dag gegn einelti 8. nóvember.
Það er von Barnaheilla að innan
tíðar verði Vináttu-verkefnið komið
í notkun það víða að það skapi
íslenskum börnum umhverfi þar
sem einelti nær ekki að festa rætur
og þrífast.
Ég vil ekki leiða þig …
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
verkefnastjóri inn-
lendra verkefna hjá
Barnaheillum – Save
the Children á Íslandi
Nýlegar fréttir þar sem grunur leikur á að konum sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum í
Reykjavík er ógeðfelld lesning. Þessi
brot eru alltof algeng hér á landi.
Öllum má vera ljóst að slíkur verkn-
aður, að setja deyfandi lyf í drykk hjá
einstaklingi, er partur af tilraun til
nauðgunar.
Það er kristaltært að ábyrgð á nauðg-
un ber aðeins sá sem hana fremur. Allt
tal um gáleysislegan klæðnað kvenna
eða óhóflega áfengisdrykkju fórnar-
lamba er argasta þvæla enda er slíkt
ofbeldi aldrei afsakanlegt.
En hvað er til ráða? Öryggismálum
má skipta í þrennt; vitund, varnir og
viðbrögð. 1) gera þá sem eru í hættu
meðvitaða um hættuna. 2) setja upp
varnir til að draga úr líkum á að hættan
komi upp og 3) innleiða viðbrögð til að
minnka hugsanlega skaða.
Í einni stöðuuppfærslu þar sem
fórnarlamb tjáir sig, segir: „Þú … hefur
… passað vel uppá að byrla okkur öllum
til þess að það gæti nú engin okkar
komið þeirri okkar sem þú ætlaðir að
nauðga til aðstoðar þegar við myndum
lamast …“
Í hvernig samfélagi búum við þar
sem brotamaður getur gengið út frá
því vísu að ósjálfbjarga manneskju
verði ekki hjálpað af ókunnugum?
Getur almenningur, með yfirvöld í
fararbroddi, ekki tekið upp þá vitund
að áberandi drukkið fólk eigi ekki að
vera eitt á ferli, heldur að það skuli
aðstoðað? Nú er það svo að dyraverðir
þurfa vottun yfirvalda. Það eru því hæg
heimatökin þar að auka vitund þeirra
hvað þessa ógn varðar.
Spurning um hugarfar
Ef skemmtistaður leggur áherslu á að
stöðva áberandi ölvaðan einstakling
á leið inn, af hverju má þá ekki stöðva
áberandi ölvaðan eða lyfjaðan einstak-
ling sem er á leið út; veit hann eða hún
hvert skuli haldið? Þykir viðkomandi
hæfur til að koma sér heilum heim?
Einnig má þá spyrja þann sem er að
aðstoða þann ölvaða (hugsanlegur
gerandi) um skilríki, s.s. taka mynd
af þeim þannig að ef til kæru kemur
í kjölfar lyfjanauðgunar, þá eru upp-
lýsingar um geranda til.
Hvað með þá sem eru edrú inni á
þessum stöðum? Barþjónar, dyraverðir
og aðrir starfsmenn? Af hverju er með-
vitundarleysi eða ofurölvun ekki gerð
að stórmáli inni á skemmtistöðum?
Þetta er spurning um hugarfar.
Hvaða staðir eru þetta? Lögreglan
hlýtur að búa yfir þeim upplýsingum
út frá útköllum og kærum. Hvað ef til-
raun til lyfjaárásar á skemmtistað hefur
áhrif á endurnýjun vínveitingaleyfis?
Hvað ef þessir staðir eru opinberaðir,
taka þeir þá kannski til hjá sér? Þjálfa
starfsmenn sína betur, leita þeir frekar
tæknilegra lausna, s.s. að bjóða upp á
„örugg glös“ eða ísmola sem greina lyf?
Af hverju búum við ekki til umhverfi
þar sem meðvitundarleysi á almanna-
færi er tekið meira alvarlega? Við
þurfum að auka umræðuna, upplýsa
um hugsanlegar afleiðingar og fjölga
Samverjum. Ég veit að það er hægt að
draga úr fjölda lyfjaárása, sem og draga
úr líkum á að þær heppnist. Þetta er
spurning um vilja þeirra sem ráða.
Lyfjaárásir –
allir til varna
Eyþór Víðisson
löggæslu- og öryggis-
fræðingur
Ef skemmtistaður leggur
áherslu á að stöðva áberandi
ölvaðan einstakling á leið
inn, af hverju má þá ekki
stöðva áberandi ölvaðan eða
lyfjaðan einstakling sem er
á leið út; veit hann eða hún
hvert skuli haldið?
Árið 1962, þá 24 ára, kom undirritaður heim frá námi ásamt konu og barni, næstum
peningalaus. Hópur nokkurra góðra
félaga hófst þá handa um undirbún-
ing þess að fá lóð og hefja undirbún-
ing að byggingu íbúðablokkar. Við
gengum í Byggingasamvinnufélagið
Framtak, mynduðum þar deild sem
bar ábyrgð á sínum gerðum.
Árið 1963, eftir nokkra vinnu og
nokkurn tíma, fékkst lóð frá Reykja-
víkurborg fyrir fjögurra hæða sextán
íbúða blokk við Fellsmúla. Sextán fjöl-
skyldur hófust handa. Í þessum hópi
voru einstaklingar með sérhæfða
menntun sem nýttist vel til þessara
byggingaframkvæmda. Arkitekt, raf-
virki og trésmiður en einnig aðrir
eins og teiknari, kennari, sjómenn
og fagmenn á allt öðrum sviðum. Allt
var þetta fólk sem gat notað krafta
sína til margvíslegrar vinnu, allt verk
sem vinna þarf á hinum ýmsu stigum
byggingaframkvæmda.
Til þeirra verkefna sem við réðum
ekki við varð að kaupa vinnu frá
fagmönnum. Verkfræðingar, bygg-
ingameistari o.fl. komu þar við sögu.
Undirbúningur framkvæmda tók sinn
tíma og það fóru fram umræður eins
og um stærðir og gæði íbúða. Niður-
staðan var bygging þriggja og fjögurra
herbergja íbúða ásamt kjallara sem
yrði allur sameign.
Greiðslugeta hópsins og
raunverulegur kostnaður réð för
Kjörin var stjórn og formaður sem bar
ábyrgð á framkvæmdum, fjárfram-
lögum og byggingarhraða. Áætluð
fjárhagsleg geta hópsins sem heildar
lá þar að baki. Allt var þetta byggt á
ákvörðunum á félagsfundum.
Í upphafi skráðu fjölskyldur sig fyrir
ákveðinni stærð íbúða. Hlutfallslegur
kostnaður hvers og eins byggðist á
stærðarhlutföllum hverrar íbúðar í
eigninni.
Um leið og byggingaframkvæmdir
hófust urðu til verkefni fyrir margar
vinnandi hendur fagmanna sem og
almennra félaga.
Fjölskyldumæður sem báru þung-
ann af börnum vinnumannanna
lögðu sitt af mörkum; þær sáu um
fatnað, fæði og aðra umhyggju. Fram-
kvæmdir gengu nokkuð markvisst
fyrir sig en greiðslugeta hópsins og
raunverulegur kostnaður réð þar för.
Álagið á flesta félaga var mikið,
því margir unnu langan og strangan
vinnudag og svo einnig um kvöld
og helgar. Vinna fagmanna var sam-
kvæmt samningum og vinnutími
félaga var vottaður af samstarfs-
manni eða verkstjóra á vinnustað.
Stjórn félagsins var virk og bar mikla
ábyrgð. Framkvæmdir, allt frá fyrstu
skóflustungu þar til flutt var inn, stóðu
yfir í tæp þrjú ár.
Þegar allt var að verða tilbúið var
efnt til dráttar um hvar hver fjölskylda
lenti í húsinu og það virtust flestir
ánægðir með sinn hlut.
Ég fékk einn félagann til að rifja
þennan tíma upp: „Ég var jafn blankur
og öll hin, en ég átti bíl sem ég seldi og
átti þar með fyrir fyrstu innborgun,
sem gæti hafa verið á bilinu 30 til 50
þúsund gamlar krónur. Þetta voru
að minnsta kosti fjögurra mánaða
laun. Síðan tóku við fastar mánaðar-
greiðslur, 10 þúsund krónur. Þessa
greiðslu gat maður svo lækkað með
því að leggja fram sína vinnu – og það
gerði ég óspart. Ég hjólaði inn í Fells-
múla að loknum vinnudegi og vann
þar í þrjá til fjóra tíma eftir því sem
þurfti hverju sinni. Þetta var mestan-
part hreinsun á timbri, mokstur og
önnur skítavinna.“
Á þessum tíma voru nokkrir bygg-
ingameistarar og byggingafélög
að byggja álíka blokkir í hverfinu
kringum okkur þar sem til staðar
var þekking, reynsla og fjármagn.
Stuðningur okkar kom frá lífeyris-
sjóðum ásamt Húsnæðisstofnun.
Bankar vildu lítið af okkur vita. Athygli
okkar vakti að þrátt fyrir sterkari
stöðu þessara framkvæmdaaðila voru
þeir að selja sínar íbúðir á hærra verði
en raunkostnaður var við okkar hús.
Við vissum á hverjum tíma hvað við
höfðum lagt fram í formi vinnu og
peninga. Lágmark 20-30% hærra verð
urðu þeirra kaupendur að borga og að
auki var sameignin verulega minni,
því flestir þeirra voru að selja íbúðir í
kjöllurum húsanna. Fólk í íbúðarleit
heimsótti okkur til að forvitnast um
raunkostnað og þaðan höfðum við
upplýsingar um verðlagningu. Einka-
framtakið vildi fá sinn hagnað.
Hvar eru byggingarsamvinnu-
félög ungs fólks?
Samfélag okkar varði í mörg ár og hjá
mörgum var þetta góður áfangi til
frekari fjárfestinga. Raunkostnaður
og nýting okkar á vinnuframlagi gaf
mörgum gott veganesti.
Ég furða mig á því hvers vegna
þetta samvinnubyggingarform hefur
ekki haldist. Hvar er í dag ungt fólk
sem nýtir krafta sína og þekkingu til
þess að eignast með þessu móti þak
yfir höfuðið á réttu verði í stað þess að
borga óeðlilegt yfirverð?
Þak yfir höfuðið – saga um samstarf
Gísli B. Björnsson
myndlistarmaður
Það sem einkennir barna-
hópa þar sem einelti nær
ekki að þrífast er hár þrösk-
uldur umburðarlyndis og
samkennd.
1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r34 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
Framkvæmdir gengu
nokkuð markvisst fyrir sig
en greiðslugeta hópsins og
raunverulegur kostnaður réð
þar för.
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
F
-2
5
4
4
1
6
E
F
-2
4
0
8
1
6
E
F
-2
2
C
C
1
6
E
F
-2
1
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K