Fréttablaðið - 12.11.2015, Síða 62
L…GFR®ÐIAÐSTOÐ
ORATORS
- fŽlag laganema við
H‡sk—la êsland
Bergsveinn Birgisson býr í Noregi, þar
sem hann kennir norrænar miðalda-
bókmenntir. Hann er væntanlegur
heim til Íslands innan fárra daga til
þess að fylgja eftir sinni nýju bók, Geir-
mundar sögu heljarskinns, en tekur vel
beiðni Fréttablaðsins um símaviðtal,
þó kostnaður af því falli á hann að ein-
hverju leyti. „Ég er alltaf í mínus hvort
sem er,“ segir hann.
Lætur Brand príor skrifa
Bergsveinn kveðst hafa reynt að vinna
Geirmundarsögu eins og miðalda-
munkur, tína saman brot úr sagnfræði-
legum heimildum og hugsa lengi um
hvernig hægt væri að finna merkingar-
bært samhengi í þau, geta í eyður og
flétta þau saman með leifum af hefð.
Þessi undirbúningsvinna var gefin út
sem bók í Noregi árið 2013, og kallast
Den svarte vikingen.
Ein af fléttum Bergsveins í Geir-
mundar sögu er að láta Brand nokkurn
príor skrifa upprunalegu söguna á 12.
öld. „Það er mikilvægt fyrir mig að hafa
ramma, hann gerir það að verkum að
ég get skrifað aðeins öðruvísi sögu en
þær sem til eru,“ segir hann og hlær
svolítið prakkaralega á hinum enda
línunnar. „Því læt ég þennan munk
vera einn af þeim fyrstu sem reynir að
skrifa Íslendingasögu, áður en bók-
menntagreinin verður viðtekin hefð og
reglur myndast um það hvernig eigi að
skrifa sögu. Í Íslendingasögum er aldr-
ei lýst inn í persónur, þeim er aðeins
lýst utan frá. Þetta er mikill fjötur svo
ég læt þennan munk í fyrndinni geysa
svolítið inn í Geirmund líka og geta sér
til um hvað er í gangi inni í honum og
hans nánustu.“
Reyndi að vinna eins og miðaldamunkur
Ný íslensk fornrit koma ekki út á hverjum degi en nú hefur Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og
fræðimaður, gert sér lítið fyrir og skrifað Geirmundar sögu heljarskinns, meira að segja á fornmáli.
XXII. KapítulI
Svá bar til einn vetr at Hjörr konungr
kallar Geirmund son sinn á sinn
fund. Sagði hann að mál væri at
reyna hvert mannsefni hann væri,
ok þó vandsét hvárt mannast mætti.
Hjörr sagði at Geirmundi væri þegar
föstnut kona í Bjarmalandi sömu
ættar ok móðurinnar Lúfvinu. Ok þá
er váraði skyldi hann fara með þeim
til Bjarmalands at heimta brúði sína.
Geirmundr sagði þá at hann vildi
heldr eiga ambátt eina, ok nefndi til
þá ina rauðhærðu, er hafði at honum
hlút í bernsku. Þá sperrti Hjörr upp
augu í undran, ok þar eftir hvítnaði
hann af reiði og sló son sinn vænan
kinnhest.
“Mér finnst fornmálið fallegt, hnitmiðað og á köflum póetískara en nútímaíslenska,” segir Bergsveinn.FréttaBLaðið/DaníeL rúnarsson
Var mongólskur í útliti
Sagan sem Ísland vildi ekki, er sagt um
nýju bókina. „Hingað til hefur ekki
verið mikill áhugi á Geirmundi eða
vilji til að kafa í sögu hans. Ég vil meina
að allar þjóðir búi sér til upphafsmýtu
þegar sagnaritarar byrja að skrifa um
elstu tíma. Menn velja að varpa ljósi
á vissa þætti sem hæfa þeirri mýtu og
svo lenda aðrir í skugga. Mitt mat er að
Geirmundur hafi strax hafnað í skugg-
anum því hann hafi ekki passað inn í
upphafsmýtu Íslands. Hann er ekki
algerlega norskur, heldur dökkur og
mongólskur í útliti, enda á hann for-
feður í Norður-Rússlandi. Í öðru lagi
byggir hann sér ekki einn bæ og byrjar
þar búskap eins og sagt er um aðra
landnámsmenn heldur hagar sér eins
og smákonungur, leggur nánast undir
sig alla Vestfirði og norðanverðan
Breiðafjörð og hefur fjölda manns í
vinnu. Hann var stórinnflytjandi á
írskum þrælum, það var annað sem
sagnamenn vildu ekki fjölyrða um.
Geirmundur nemur Ísland af efnahags-
ástæðum einum og hann ríður milli
búa sinna með 80 vopnaða menn.“
En er þó talinn göfugur í Landnáma-
bók? „Já, þar er hann talinn göfgastur
landnámsmanna á Íslandi en í því til-
liti er átt við valdamestur eða ríkastur
manna, því það er líka merking orðsins
göfugur.“
Virðir gömlu sagnameistarana
Var fornmálið þér ekkert til trafala við
skriftirnar?
„Jú, en mér fannst búið að gera nógu
margar bækur upp úr fornri sagna-
hefð á íslensku nútímamáli. Verkefni
mitt snerist um að virða gömlu sagna-
meistarana og formið og orðtökin eru
samofin bókmenntagreininni. Vitan-
lega varð úr þessu meiri vinna en mér
finnst fornmálið fallegt, hnitmiðað og
á köflum póetískara en nútímaíslenska
svo það var skemmtileg reynsla að
prófa þetta og fræðandi. Aðalástæðan
er þó sú að ég hef mínar efasemdir um
skáldsöguna sem listform í dag. Þess
vegna vildi ég fara aftur til upphafsins.“
Ég sé minnst á Steinólf í Fagradal í
sögunni þinni. Er það sá Steinólfur sem
margir þekkja í dag?
„Nei, það er Steinólfur lági sem
kemur fyrir í sögunni. Nútímamaður-
inn Steinólfur var 28. liður frá honum,
en ef maður les vandlega má finna sagn-
ir í bókinni runnar undan rifjum hans.“
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
„Það er vel þekkt tækni að syngja í
flautuna um leið og maður spilar og
Ásta syngur líka af og til við píanó-
ið,“ segir Emilía Rós Sigurðardóttir
flautuleikari glaðlega um tónleikana
Röddin, sem hún og Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari halda í
Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnu-
daginn klukkan 20.
Á dagskránni eru verk eftir Atla
Heimi Sveinsson, Beat Furrers og
Kaiju Saariaho og svo frumflytja þær
stöllur nýtt verk eftir tónskáldið og
flautuleikarann Kolbein Bjarnason
sem hann samdi sérstaklega af þessu
tilefni. Verkin eiga það sameiginlegt
að styðjast við brot úr ljóðum ólíkra
skálda, svo sem Plath, Eliots, Prousts
og Thors Vilhjálmssonar.
„Það er talsverður texti í verkinu
hans Atla Heimis sem við hrópum
og köllum – og reyndar líka í verk-
inu hans Kolbeins, því hann varð
fyrir áhrifum af verkinu hans Atla
Heimis þegar það var frumflutt
1975 eða 6,“ segir Emilía Rós. „Já,
ef þú vilt vita þá kemur gjallarhorn
líka við sögu!“
Tónleikarnir tilheyra tónleika-
röðinni Hljóðön. Hún er tileinkuð
tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem
einstök hugmyndaauðgi og listræn
glíma tónskálda leiða áheyrendur
inn á áður ókunnar slóðir. – gun
Spila á flautu og píanó, syngja, hrópa og kalla
emilía rós og Ástríður alda hafa leikið saman síðustu ár og gáfu meðal annars út
geisladiskinn Portrait 2012 sem hlaut þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverð-
launanna 2013. MynD/úr einkasaFni
1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
menning
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
D
-C
B
A
4
1
6
E
D
-C
A
6
8
1
6
E
D
-C
9
2
C
1
6
E
D
-C
7
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K