Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 23
HÚNAVAKA
21
samleg viðhorf til samfélagins aldrei orðið min haldreipi. Kröfugerð
mín hefur beinst að mér sjálfum. Hafi ég og mínir nánustu ekki getað
leyst þann vanda, sem að hefur steðjað, gerði ég því ekki skóna að
einhverjir mér óviðkomandi gerðu það. En hversu oft tókst að leysa
mína erfiðleikahnúta, bægja frá áhyggjum og amasemi og varpa
gleðiglömpum á götu mína, var fyrst og fremst að þakka þremur
konum og bókunum mínum. En þessar konur voru: eiginkona mín
Elinborg, dóttir mín Erla og mágkona mín Magdalena. Og ekki skal
henni gleymt, fylgikonunni minni henni þrjósku, sem til þess sá jafn-
an, ásamt hinum konunum þremur að ég reisti mig við aftur, þó ég
stæði hallur i bili.
Jakob hefur lokið máli sinu. Hann hefir talað nokkuð við sleitur og
þurft hvatningar við, að láta þráðinn ekki falla. Umræðuefnið var
honum ekki ljúft, og mér býður í grun að honum hafi þótt spurningar
sumar óþarflega nærgöngular, enda gaf hann svör við því einu, er
honum sjálfum sýndist.
Við eftirgrennslan minni um störf hans, sem fræðimanns, segir
hann að þar sé ekkert, sem um þurfi að ræða, hann sé enginn fræði-
maður. Veit hann þó að mörgum eru kunn merk störf hans á því sviði,
og við það situr.
Ströng örlög gátu aldrei sveigt hann af settri stefnu, og ekki er ég
þess umkominn, en ég vona lesandi góður, að hún verði þér jafn
auðlesin og mér, sagan sem leynist á bak við liina látlausu og stórvið-
burðasnauðu frásögn Jakobs. Það er hljóðlát saga harðrar baráttu,
sem engum verður sögð. Hún gerðist innra með manninum sjálfum, á
bakvið hlédræga framkomu og kyrrlátt fas, — og verður aldrei skráð.
Á jólaföstu 1978.