Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 135
HÚNAVAKA
133
Ymsum mun í fersku minni listsýningin er sett var upp á Blönduósi
1973. Sýnd voru yfir sextíu listaverk í eigu Alþýðusambands íslands.
Þá hefur sambandið gengist fyrir fræðslufundum, þar sem tekin eru
fyrir ákveðin mál og þeim gerð skil með erindaflutningi, sýnikennslu
og myndasýningum.
Frá setningu laga um orlof húsmæðra hefur verið starfandi orlofs-
nefnd sem unnið hefur að framkvæmd laganna í héraðinu. Hún hefur
skipulagt og greitt fyrir mörgum ferðum um landið, og gengist fyrir
hvíldar- og orlofsvikum. Nú síðustu sumrin í samvinnu við S.N.K.
Síðustu árin hefur uppbygging Heimilisiðnaðarsafnsins verið eitt af
aðalmálum sambandsins. Frá árinu 1963 hefur starfað nefnd til að
vinna að framgangi þessa máls og hefur hún skilað miklu starfi, sem er
uppbygging Heimilisiðnaðarsafns og Halldórustofu við Kvennaskól-
ann á Blönduósi.
Árið 1974 gaf sambandið út afmælisrit Kvenfélags Svínavatns-
hreppsá lOOáraafmæli þess, en þaðerannaðelztakvenfélaglandsins.
Þar eru meðal annars ljósrituð fyrstu lög félagsins, sem samin eru af
mikilli fyrirhyggju. Ennfremur er þar ljósrituð saga fyrsta tímabils
kvenfélags Svínavatnshrepps, handskrifuð af einni félagskonunni og
samin af annarri. Þetta afmælisrit skýrir sig best sjálft og mun vera í
eigu flestra félagskvenna í héraðinu.
Fjárhagurinn hefur oft skorið sambandinu þröngan stakk, einkan-
lega fyrstu árin. En félagarnir hafa sýnt dugnað, þrautseigju og fórn-
arlund, ásamt mikilli hugkvæmni við fjáröflun, þegar mikils hefur
þurft við, enda oftast orðið vel ágegnt. Innan sambandsins og kvenfé-
laganna hefur oft verið safnað fé til líknar- og menningarmála.
Síðari árin hefur S.A.H.K. notið myndarlegs styrks úr sýslusjóði, og
kvenfélögin í sveitunum fá árlegan styrk frá Stéttarsambandi bænda.
Réttindamál kvenna eru ekki á oddinum innan sambandsins og
stjórnmál eru þar aldrei rædd, er það þegjandi samkomulag, sem allir
virða.
Of langt mál yrði að telja upp öll þau mál, sem S.A.H.K. hefur
fjallað um og beitt sér fyrir, en fullyrða má að þar hafi aldrei verið
barizt fyrir persónulegum forréttindum í neinni mynd.
Sex konur hafa verið formenn S.A.H.K. Lengst þeirra Þuríður Sæ-
mundsen, sem gegndi formennsku í tuttugu ár 1939-1959. Gjaldkerar
hafa verið fjórir og ritarar níu.