Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 163
HÚNAVAKA
161
slíka hluti á sjávarbakkanum, blómstra þar þó marglit blóm í sum-
ardýrðinni, eins og allt það er vér leggjum alúð við á lífsleiðinni
þroskast í höndum vorum.
Guðrún andaðist þann 17. júní á Héraðshælinu, Blönduósi, og var
jarðsett á Blönduósi 27. júní.
Salóme Jósefsdóttir. Þann 22. júní andaðist Salóme Jósefsdóttir á
Héraðshælinu, Blönduósi. Hún átti heima í Bræðraborg í Höfða-
kaupstað. Hún var fædd í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi 18. sept-
ember 1887. Voru foreldrar hennar Jósef Jósefsson og kona hans
Guðbjörg Jósefsdóttir er áttu fjölda barna.
Um 8 ára aldur fór Salóme að heiman til Þorbjargar og Hannesar
Sveinbjörnssonar í Blöndudalshólum. Voru þau merkishjón er áttu
myndarheimili. Síðan var Salóme í vist með foreldrum Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara, þeim Guðmundi Erlendssyni og
Ingibjörgu Sigurðardóttur í Mjóadal, voru þá börn þeirra uppkomin;
Elísabet, dóttir þeirra, gift Stefáni Sigurðssyni, bjuggu þau þá líka í
Mjóadal. Mun dvöl Salóme í Mjóadal hafa verið henni hollur skóli,
enda bar hún ávallt með sér menningu í allri framgöngu og verkum.
Hæg og prúð í fasi og heimili hennar eins gott og verða mátti.
Árið 1920 giftist Salóme Stefáni Stefánssyni, er var ættaður frá
Botnastöðum og Eiríksstaðakoti í Svartárdal. Þau hjón bjuggu lengst
af í Hafursstaðakoti og Kambakoti. Þau eignuðust 12 börn (11 komust
upp);
Guðberg, búsettan í Rjúpnafelli, Höfðakaupstað, Stefán, Sigur-
laugu, Margréti og Jón, búsett í Bræðraborg, Þórunni, gifta Kristni
Guðmundssyni, einnig búsett í Bræðraborg. Jósef, kvæntan Ragn-
heiði Birnu Hafsteinsdóttur, Reykholti. Öll þessi systkini búsett á
Skagaströnd. Helgu Halldóru, gifta Jóni Þórarinssyni bónda á
Hjaltabakka, Þorgerði, gifta Stefáni Ágústssyni bónda á Ytri-Ev,
Valgerði Stefaníu, gifta Guðbrandi Jóhannessyni, bílstjóra í Reykja-
vík, Ingibjörgu, búsetta í Stykkishólmi.
Öll eru börn þeirra atgervisfólk. Það lætur að líkum að þau hjón,
Stefán og Salóme, hafa orðið að vinna hörðum höndum til að koma
barnahópnum upp. Þeirra hlutskipti var starf einyrkjans og bjuggu
þau jafnan við litið jarðnæði. Stefán í Kambakoti var í tölu þeirra er
n