Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 221
HÚNAVAKA
219
haldinn í Húnaveri 1. apríl 1978.
I tilefni 50 ára afmælis sam-
bandsins, var haldin samkoma
um kvöldið. Margar kveðjur bár-
ust og góðar gjafir. Meðal gesta
voru: Ingibjörg Stefánsdóttir frá
Gili, sem var á stofnfundi
S.A.H.K. og Halldóra Kolka,
formaður Húnvetningafélagsins í
Reykjavík. Fjórar konur voru
gerðir heiðursfélagar: Halldóra
Bjarnadóttir Blönduósi, Guðrún
Sigvaldadóttir Mosfelli, Ragn-
heiður Brynjólfsdóttir Reykjavík
og Hulda Á. Stefánsdóttir
Reykjavík. Nokkrar konur hlutu
merki K. í.
Mikið og fjölbreytt starf er hjá
öllum kvenfélögunum. Kvenfé-
lögin koma til skiptis á H.A.H.,
með veitingar og skemmtiatriði.
Eitt félagið gefur blómakassa á
svalir H.A.H., annað bækur í
bókasafn hælisins. Samtals hafa
kvenfélögin gefið á árinu 1978 til
heilbrigðis og menningarmála kr.
1.300.551,-. Félagar eru 225.
E. S.
UNNIÐ AÐ ELDVÖRNUM.
Hjálparbeiðnir bárust til björg-
unarsveitarinnar Blöndu í þrjú
skipti á sl. ári, en ekkert tilfellið
var alvarlegs eðlis. Tvisvar var
tilkynnt um furðuljós á lofti, en
engin skýring hefur fengist á
þeim. Björgunarsveitarmenn
komu saman í níu skipti til funda
og æfinga hér heima, auk þess
sóttu félagar í sveitinni samæf-
ingar, sem voru haldnar á liðnu
sumri. Hin fyrri var á Núpi í
Dýrafirði, en sú síðari á Hóli í
Siglufirði. Tveir almennir fundir
voru haldnir á árinu, annar um
brunavarnir, hinn um umferða-
mál. I framhaldi af brunamála-
fundinum var farið á öll sveita-
heimili i A-Hún. og í hús á
Blönduósi og boðin til kaups eld-
varnartæki ýmis konar. Árangur
af þessu varð sá að nú munu vera
til á flestum heimilum einhvers
konar eldvarnartæki. Þá gekkst
sveitin fyrir því að komið var upp
í Slökkvistöðinni á Blönduósi að-
stöðu til að endurhlaða slökkvi-
tæki. Starf þetta var unnið m.a.
fyrir áeggjan J.C. Húnabyggð.
Björgunarsveitin efndi til tor-
færuaksturskeppni, sem tókst
mjög vel, og verður væntanlega
árviss liður í starfi hennar fram-
vegis. Vegastikur með Kjalvegi
voru lagfærðar eins og á undan-
förnum árum. Félagarnir sáu um
viðhald og lagfæringu á Sandár-
búð, síðasta ferðin var farin 30.
des. og þá alla leið til Hveravalla.
Farið var á fjórum jeppum. Ferð-
in gekk vel og á heimleiðinni var
Ómar Ragnarsson aðstoðaður við
að koma flugvél sinni TF-FRÚ til
byggða, en vélin fór á hvolf í
lendingu á Hveravöllum fáum