Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 62
60
HÚNAVAKA
burtu. Þegar á hann leið var þó nokkur óró hlaupin í ærnar sem fyrst
báru, en það var reynt að líta eftir því að þær færu ekki úr heima-
högunum.
— En leitaði féð ekki austur á Sauðadal?
— Það fór ekki mikið þangað nema helst á haustin eftir að tekið var
undan ánum. Hins vegar sótti það fyrri hluta vors mikið út í Hjalla-
landsland. Aftur á móti sótti Hjallalandsféð upp á Hjallann, sem
báðar jarðirnar eiga, en Hvammur þó að meirihluta. Hann er hátt
uppi í fjallinu, hömrum girtur að sunnan og vestan, og þangað komst
naumast nokkur skepna frá Hvammi fyrr en skammt sunnan við
Hjallalandstún. Á Hjallanum er ágætt haglendi og hross frá Hvammi
voru oft látin ganga þar, en hann nýttist lítið fyrir féð, enda var ekkert
gert til þess að venja það þangað. Og það var eins og þegjandi sam-
komulag á milli bændanna að amast ekki við því þó að fénaður gengi
sitt á hvað á milli bæjanna.
— Svo það hafa ekki orðið harðar deilur um Hjallarm eins og í tíð
lngimundarsona?
— Nei, það var nú öðru nær.
— Og svo kemur að mörkun og rúningi. Hvenœr var byrjað að marka?
— Venjulega var smalað til mörkunar snemma í júní, tekinn ein-
hver slatti þá. Svo var smalað aftur um eða upp úr miðjum júní og
lokið við að marka. Þá voru gemlingarnir rúnir og reknir á heiðina.
Einnig löguð ull á fé, ef hún var farin að losna og hætt við að ær týndu
af sér ull, en það henti með einstöku kind. í þessari seinni smölun var
smalað mjög vandlega til þess að tryggja það, að ær slyppu ekki með
ómörkuðu, því að eftir þennan tíma greip svo sterkur heiðahugur féð
að því héldu engin bönd. Það streymdi fram dalinn og enginn reyndi
að hindra það, enda hefði slíkt verið vonlaust verk því að engar
fjárheldar girðingar voru þar í vegi.
Um mánaðamótin júní og júlí eða laust eftir var svo farið að rýja. Á
þessum árum var ullin miklu verðmeiri en hún er nú, borið saman við
aðrar búsafurðir, og fyllsta kapp lagt á að engin kind slyppi í ullu. Öll
heimalönd í austanverðum Vatnsdal varð að smala samtímis, að öðr-
um kosti hefði féð hlaupið á milli og margt tapast í ullu. Bændur urðu
því að hafa náið samstarf um nær allt, sem að þessari mikilvægu