Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 153
HÚNAVAKA
151
að Hliðarenda og sögðu að Njáll léti húskarla sina aka skarni á hóla,
vegna þess að þá sprytti betri og meiri taða, þá er hann vitur. Þar er
hann á undan sinni samtíð, enda talin fyrsti jarðræktarmaður á Is-
landi. Þessar hrakningabætur, sem aldrei hefðu orðið nema litlar, þó
þær hefðu komist á, gera það að verkum að þrjú stórheimili leggjast í
rúst. Þessi heimili eru Grjótá, Bergþórshvoll og Ossabær. Hefði ekki
Njáll verið misvitur þarna í endirinn, þá hefði hann getað komið í veg
fyrir þetta. Þarna var um smámuni að ræða. Njáll virðist hafa staðið
með sonum sínum í þessum fjárkröfum. Skylt er að geta þess að þarna
liggur önnur grein að, þar sem eru Valgarður grái og sonur hans.
Valgarður fær Mörð son sinn til að rægja þá saman, fóstbræðurna
Höskuld Hvitanessgoða og Njálssonu, sem endar með þeim ósköpum
að þeir drepa Höskuld. Öll þessi ósköp má rekja til fjárkrafnanna. Nú
hleypur heiftin i Hildigunni. Hún vill ekkert nema blóðhefndir. Flosi
er tregur til en lætur undan ofsa Hildigunnar. Enn virðast Njáli
mislagðar hendur á banadægri. Þegar Flosi nálgast bæinn á Berg-
þórshvoli er heimilisfólk allt á hlaði úti. Þá stöðvar Flosi liðið. Hinum
finnst ekki árennilegt að halda lengra meðan svona stendur. Eftir þvi
sem sagan segir, lætur Njáll fólkið allt ganga inn og segir að hér séu
sterk hús eins og á Hlíðarenda og gekk þeim illa að vinna Gunnar.
Skarphéðinn sér allt miklu betur og bendir föður sínum á að þeir
munu grípa til eldsins. En Gunnar sóttu heim þeir höfðingjar, sem
ekki tóku það i mál að brenna Gunnar inni. Mörður talaði um hvað
eftir annað að brenna Gunnar, en Gissur og Geir þvertóku fyrir og
sögðust heldur hverfa frá. Ég hygg að Flosi hefði aldrei farið lengra en
hann var kominn, hefðu heimamenn búist um á hlaðinu. Bærinn var
það gott vígi ef menn hefðu verið á hlaðinu að enginn leikur var að
sækja undir vopn heimamanna. Hefðu þeir lagt út i það ævintýri,
hefðu þeir fengið rauðan belg fyrir gráan.
Að lokum vil ég benda þeim á, sem lesa þessar línur, að lesa Njálu.
Hún svíkur engan. Helgi á Hrafnkelsstöðum sagði við mig fyrir rúmu
ári að Njála sé mesta listaverk, sem skrifað hefur verið í Evrópu. Hún
er að minnsta kosti mesta listaverk sem ég hef lesið.