Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2014, Side 26

Ægir - 01.09.2014, Side 26
26 Útgerðar og fiskvinnslufyrirtæk- ið Stakkavík í Grindavík tók nú í október við nýjum 30 tonna bát sem smíðaður var hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akur- eyri. Báturinn er í krókaafla- markskerfinu og er annar tveggja af þessari stærð sem Stakkavík kaupir af Seiglu en síðari báturinn er væntanlegur haustið 2015. Nýi báturinn ber nafnið Óli á Stað GK-99 en bát- ur Stakkavíkur með því nafni gekk upp í kaupin, sem og ann- ar af bátum fyrirtækisins, Hóps- nes GK-77. Hermann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Stakkavíkur, segir bátinn hafa reynst vel í fyrstu túrum. Bylting verði með til- komu hans, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu, aðbúnað áhafn- ar og síðast en ekki síst afla- meðferðina. „Þetta er mun stærri bátur en við höfðum fyrir og með stærri lest sem getur tekið allt að 40 ker, 400 og 600 lítra. Í bátnum er einnig krapavél og blóðgunarker sem gera okkur kleift að koma með hráefnið í bestu gæðum í land. Það er alltaf markmiðið,“ segir Her- mann en í bátnum er 50 rúmmetra fiskilest. Stór og vel búinn Óhætt er að segja að báturinn sé vandaður og öflugur hvernig sem á hann er litið. Óli á Stað er 14,81 m að lengd og 55,70 m á breidd. Fjórir áhafnarklefar eru í bátnum og rúm fyrir átta skip- verja en auk þess er rúmgóð setustofa, borðsalur, eldhús og snyrtiaðstaða. Gott rými er einnig í brú og báturinn er bú- inn öllum helstu fiskileitar- og siglingatækjum, m.a. fjölgeysla- mæli, JRC dýptarmæli, straum- mæli, AIS tæki, kompás og Max- Sea siglingatölvu, allt búnaði frá Sónar. Aðalvélin er af gerðinni Yan- mar 6AYM-WGT frá fyrirtækinu Marási. Báturinn er búinn tveimur hliðarskrúfum frá Sleipner og tveimur Northen Light ljósavélum. Á yfirbyggðu þilfari er línu- búnaður frá Mustad sem selt er af fyrirtækinu Tóbis en frá Beiti í Vogum komu beitukör, blóðg- unar- og skolunarkör, auk færaspils, krapavél í bátnum er frá Kælingu ehf. Meðal annarra fyrirtækja sem komu að verkinu má nefna Danfoss, Norðurlagnir, Sérefni, Rafeyri og trésmiðjuna Öl. Ný tækifæri opnast Hermann segir verulega breytingu verða í starfsemi Stakkavíkur með tilkomu báts- ins, sem og þegar sá síðari bæt- ist við á næsta ári. Óli á Stað opni fyrirtækinu meiri mögu- leika en áður. „Stærðar sinnar vegna og búnaðar opnar þessi bátur okk- ur mikla möguleika og hag- ræðingu í bæði útgerðinni og vinnslunni. Í fyrsta túrnum fengum við 16-17 tonn, sem er mjög gott og allt reyndist hið besta þó auðvitað þurfi alltaf að lagfæra einhver smáatriði í byrj- un. Það er eðlilegt,“ segir Her- mann. S k ip a stóllin n Bylting fyrir Stakkavík með nýjum Óla á Stað Óli á Stað GK-99, fánum prýddur við komuna til Grindavíkur í október. Myndir: Eyjólfur Vilbergsson Blóðgunar og þvöttakör eru frá Beiti í Vogum. Í klefum eru kojur fyrir átta skipverja. Báturinn er búinn öflugum línubúnaði frá Mustad. Hægt er að vera með 22 þúsund króka.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.