Ægir - 01.09.2014, Side 28
28
„Báturinn hefur staðist okkar
væntingar. Þetta er mikil
breyting frá gamla bátnum,
tvennt ólíkt,“ segir Örn Rafns-
son, skipstjóri á Óla á Stað en á
móti honum er sonur hans,
Rafn, við stjórnvölinn. Aðspurð-
ur í hverju stærstu breytingarn-
ar felist nefnir hann aðbúnað
áhafnarinnar fyrst til sögunnar.
„Það er mikið rými fyrir
áhöfnina í bátnum og vel búið
að okkur í alla staði. Stóran
hluta úr árinu róum við frá
Siglufirði eða Austfjörðum og
núna komum við til með að
búa í bátnum í stað þess að
leigja íbúðir á stöðunum,“ segir
Örn. Útgerðarformið á bátnum
segir hann verða með líku sniði
og áður, dagróðrar og aflanum
landað til vinnslu hjá Stakkavík í
Grindavík. Báturinn hefur verið
á línu úti fyrir Grindavík og
Sandgerði nú fyrstu vikurnar og
verður þar á vertíðinni í vetur
og fram á vorið. Síðan tekur við
úthald í þorskveiði á öðrum
svæðum, líkast til fyrir Norður-
landi og Austurlandi eins og
verið hefur.
„Þessi aðstaða um borð gerir
okkur auðveldara að færa okkur
um set eftir því hvar veiðin er
þannig að möguleikarnir verða
meiri en áður,“ segir Örn og
bætir við að Óli á Stað sé ágætt
sjóskip og ganghraðinn vel
ásættanlegur. Hagkvæmast sé
að keyra bátinn á um 8,5-9 míl-
um.
„Hann er svolítið snöggur en
veltur ekki mikið og stendur sig
bara mjög vel í sjógangi. Hann
er stór og öflugur og gott að
draga línuna á honum. Síðan er
nýjung hjá okkur að hafa blóð-
gunarkör á þilfarinu þar sem
hægt er að láta fiskinn blæða
áður en hann fer í ískrapa í
lestina. Þetta á að skila betri
vöru, bæði blóðgunarkerfið og
að geta kælt fiskinn hraðar nið-
ur en áður.“
Örn segir veiðin að undan-
förnu hafi verið mest í keilu og
löngu á línuna, þorskurinn láti
lítið á sér kræla. „Þetta er venju-
legur gangur hér á slóðinni.
Þegar kemur fram í desember
og fram yfir áramót fer
þorkveiðin að aukast og vertíð-
in í fullan gang þar með,“ segir
hann.
Örn Rafnsson, skipstjóri, í brúnni.
Mikil breyting fyrir
áhöfnina
S
k
ip
a
stóllin
n
Óli á Stað við bryggju í Grindavíkurhöfn.