Ægir - 01.09.2014, Síða 30
30
Goðsögnin um að konur séu frá
Venus en karlar frá Mars er
lífseig enn í dag en það eru
konur eins og Erla Björg Guð-
rúnardóttir, framkvæmdastjóri
og stofnandi Marz Sjávarafurða
ehf., sem hjálpa til við að breyta
ímynd okkar um stöðu kynj-
anna en hún stýrir fyrirtæki þar
sem eingöngu konur starfa.
Reyndar er engin tenging
nafnsins við þessa goðsögn að
sögn Erlu heldur var kennitala
með þessu nafni til í fjöl-
skyldunni svo hún nýtti sér
tækifærið. Það var auk þess
kostur að nafnið hljómaði vel í
alþjóðlegu umhverfi.
Marz stofnað í Stykkishólmi
Erla Björg stofnaði sjávarút-
vegsfyrirtækið Marz ehf. 2003.
Hún hafði starfað hjá Eimskipa-
félaginu frá 1988 til 1996 þegar
hún gifti sig til Stykkishólms.
Þegar Erla stofnaði fyrirtækið
voru fá atvinnutækifæri í Stykk-
ishólmi en neyðin kennir naktri
konu að spinna eins og Erla
sagði í fyrirlestri sínum. Og nú,
11 árum síðar, er fyrirtækið með
skrifstofur á Íslandi og í Dan-
mörku. Kaupendur Marz sjávar-
afurða eru iðnaðarkaupendur,
heildsalar, veitingahúsakaup-
endur og smásöluverslanir og
eru viðskiptalönd fyrirtækisins
um allan heim.
Stöndum við það sem við segjum
Erla hélt erindi á Sjávarútvegs-
deginum 2014 sem hún kallaði
„Konur í karlaheimi“! Skiptir það
máli að hennar mati?
„Það var alls ekki upphafleg
stefna hjá okkur að ráða ein-
göngu konur til starfa heldur
hafa mál þróast með þeim
hætti,“ segir Erla og er mjög
sátt við þá þróun.
„Hér hefur starfað karlmaður
en það gekk ekki. Konurnar
hafa einfaldlega reynst betur í
þessu fyrirtæki. Með því er ég
alls ekki að fella neinn dóm yfir
karlmönnum því ég er þess
fullviss að slíkt samstarf sé
miklu frekar spurning um
persónuleika en kyn. Allir geta
verið sammála um að í fyrirtæki
þar sem er eingöngu annað
kynið sé annarskonar húmor og
öðruvísi umræðuefni en ef
vinnustaðurinn er blandaður.
Hingað hafa valist mjög sterkar
konur og það hefur margsýnt
sig að í þeim er töggur,“ segir
Erla og brosir að þeim misskiln-
ingi sem sumir séu haldnir að
konur séu að einhverju leyti
veikari en karlarnir.
„Ég er sjálf mikil strákastelpa
og kann vel við sterkar konur.
Við Marzkonurnar vegum hver
aðra mjög vel upp því við erum
sterkar á mismunandi sviðum.
Það er óneitanlega einhver
þráður á milli okkar og gagn-
kvæmur skilningur á því sem
gera þarf. Vinnubrögð okkar
gerir okkur auðveldara að tak-
ast á við ný verkefni. Við erum
sterkar, vinnusamar, ábyggi-
legar, nákvæmar, duglegar og
lífsglaðar og andinn og vinnu-
brögð Marz stelpnanna er klár-
lega markaðsforskot í hörðum
karllægum heimi,“ segir Erla.
„Við stöndum við það sem
við segjum og þannig vil ég að
við vinnum. Ég legg mikið upp
úr því að við vinnum hratt og
örugglega, svörum öllum fyrir-
spurnum samdægurs og klár-
um hvert verkefni vel. Það gef-
ur auga leið að margir vilja vera
í viðskiptum við fyrirtæki sem
stendur alltaf við sitt. Þar er
okkar forskot en ekki það að við
séum konur,“ segir Erla ákveðin.
Í öllu markaðsefni Marz eru not-
uð persónuleg skilaboð til við-
skiptamanna. Það segir Erla
sannarlega vera hluta af því að
vera í góðu sambandi við við-
skiptamenn fyrirtækisins.
Konur í karlaheimi
Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri
og stofnandi Marz Sjávarafurða ehf. Þar starfa
einvörðungu konur.
S
já
v
a
rú
tv
eg
u
r