Morgunblaðið - 02.05.2015, Qupperneq 1
SögufrægurnafnalistiFRANSKRI GESTABÓK FRÁ Á1839
SUNNUDAGUR
POPPARINN ÁSTHILDURSLÓ Í GEGN
NÍNA DÖGG SKAPAREIGIN STÍL
SIGGA DÖGGBÝÐUR HEIM
MATARBOÐ 32
TÍSKA 40
INNLIT 26
SAMEINAST ÍKRÖFUGÖNGU
3. MAÍ 2015
46
GET „SNAPPAГYFIR ÓSANNGIRNI
Í
5SMÁFORRIT SEMMINNA MANN Á AÐSTANDA UPP FRÁSKRIFBORÐINU
L A U G A R D A G U R 2. M A Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 102. tölublað 103. árgangur
KREDDUFESTA
ALLTAF AÐ
SKJÓTA RÓTUM
FJÖGURRA
ÁRA ÆVINTÝRI
Á SKÚTU
FRÁ FRAKKLANDI TIL ESKIFJARÐAR 16SKÁLHOLT EFTIR KAMBAN 10
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef kemur til verkfalls hjúkrunar-
fræðinga hjá ríkinu verður ástandið
í heilbrigðiskerfinu gjörsamlega
komið úr böndum, að mati land-
læknis. Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga efnir til atkvæðagreiðslu
á meðal félagsmanna um boðun
ótímabundins verkfalls hjá ríkinu
frá og með 27. maí næstkomandi.
Verkföll starfsstétta innan BHM
valda þegar röskun í spítölum og
annars staðar í heilbrigðiskerfinu.
Fjölda læknisaðgerða hefur verið
frestað, meðal annars meðferð
krabbameinssjúklinga. Embætti
landlæknis fylgist með ástandinu.
„Ég veit að það er allt gert sem
hægt er til að tryggja öryggi sjúk-
linga. Ég fæ hins vegar ekki séð
hvernig hægt væri að fást við að-
stæður ef til verkfalls hjúkrunar-
fræðinga kæmi,“ segir Birgir Jak-
obsson landlæknir.
Hann segir að embættið hafi
ekki úrræði til að grípa inn í. Það
geti aðeins reynt að þrýsta á samn-
ingsaðila um að ljúka deilunni.
„Það er ekki hægt að reka heil-
brigðiskerfið við slíkar aðstæður,“
segir Birgir og tekur fram að hann
vonist til þess að ekki komi til verk-
falls.
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, segir að langt sé á milli sjón-
armiða samninganefnda og þar sem
ekki sé hægt að merkja mikinn
samningsvilja hjá ríkinu séu hjúkr-
unarfræðingar nauðbeygðir til að
kanna hug félagsmanna til aðgerða.
Ástandið úr böndum
Landlæknir sér ekki hvernig hægt verður að reka heil-
brigðiskerfið ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur
MLaunin verði samkeppnishæf »6
Jónas Hallgrímsson skáld taldi sig ári
yngri en haft er fyrir satt. Hann skrif-
ar fæðingarár sitt 1808, ekki 1807 eins
og kirkjubókin segir. Þetta má sjá á
gestalista úr sögufrægu samsæti sem
Íslendingar héldu Frakkanum Paul
Gaimard í Kaupmannahöfn í janúar
1839.
Morgunblaðið birtir í dag mynd af
listanum, en hann hefur ekki áður
komið fyrir sjónir almennings. Á list-
anum, sem er í bók er kom óvænt í
leitirnar fyrir nokkrum árum, eru
eiginhandaráritanir 32 Íslendinga sem
voru við nám eða störf í Danmörku í
ársbyrjun 1839.
Í hópnum eru nokkrir nafnkunn-
ustu Íslendingar 19. aldar. Auk Jón-
asar má nefna Jón Sigurðsson forseta
og Jens bróður hans, Konráð Gíslason,
Finn Magnússon, Þorleif Repp, Grím
Thomsen og Pétur Havsteen. Athygli
vekur að Jón skrifar nafn sitt með
mun stærra letri en aðrir. Það er eins
og hann vilji segja: „Hér kem ég!“ að
því er fram kemur í grein um gesta-
listann og Gaimard-leiðangurinn.
Jónas áleit
sig einu
ári yngri
Gaimard-listinn
frá 1839 birtur
Jón
Sigurðsson
Jónas
Hallgrímsson
MSunnudagur »52-54
GOLFHÁTÍÐ Í DAG
KYNNTU ÞÉR FRÁBÆR TILBOÐ OG SPENNANDI KEPPNIR
KOMDU OG GERÐU ALLT KLÁRT FYRIR GOLFSUMARIÐ
Miklir sinubrunar voru í mýrum
norðan við Stokkseyri í gærkvöldi.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum
Árnessýslu börðust við eldinn fram
eftir kvöldi. Engar byggingar voru
í hættu.
Ekki var hægt að komast með
slökkvibíla að eldinum og voru
slökkviliðsmenn að drepa í log-
unum með klöppum. Það var sein-
legt verk. Varðstjóri hjá Bruna-
vörnum taldi að um 10 hektara
landsvæði væri undir.
Sina logaði í 10
hektara svæði
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
telur skynsamlegt að mismun-
andi hópar innan sambandsins
eigi samstarf um samninga um
almennar launahækkanir en
jafn ljóst sé að mæta þurfi sér-
óskum einstakra hópa. Hann
hvetur til þess að settur verði
aukinn þrýstingur á atvinnu-
rekendur með því að fylkja 110
þúsund félagsmönnum ASÍ
undir einn fána. Ef fleiri hópar
færu að dæmi SGS mætti bú-
ast við að 100 þúsund félagar
væru komnir í verkfall í lok
maí.
Samstarf um
grunnhækkun
FORSETI ASÍ
Fjölmenni var í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík og á útifundi á
Ingólfstorgi í gær, á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Svo var einnig á
mörgum öðrum stöðum þar sem efnt var til dagskrár til að efna baráttu-
andann í yfirstandandi kjaradeilum og boðuðum aðgerðum. Í ræðum for-
ystufólks kom fram að víðtækur stuðningur er við kröfur um hækkun
launa verkafólks og hart deilt á atvinnurekendur og ríkisstjórn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dagskrá á baráttudegi verkalýðsins
Fjölmenni í kröfugöngum og á baráttufundum