Morgunblaðið - 02.05.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 02.05.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 VITA Mallorca VITA er lífið Vaxtalaus ferðalán til allt að 12 mánaða ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 74 07 9 4/ 20 14 Fjölskyldan kemst í sólina með VITA fyrir aðeins 25.900kr. á mánuði*Vaxtalaust VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 *M.v. 2 fullorðna og 2 börn til Mallorca eða Calpe á völdum dagsetningum. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Sigurður Bogi Sævarsson Andri Steinn Hilmarsson Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi í Landeyjahöfn síðdegis í gær, það er fyrstu ferðina síðan í nóvemberlok í fyrra. Á síðustu dög- um hafa dæluskip verið notuð til að fjarlægja sand frá höfninni svo þar er nú orðið fært inn á flóði. „Sundið milli lands og Eyja var spegilslétt og siglingin gekk vel. Minnsta dýpi undir skipið í Land- eyjahöfn var 2,5 metrar og það er feikinóg. Þó á eftir að dæla talsvert miklu af sandi enn, svo skipið kom- ist líka inn á fjöru,“ sagði Steinar Magnússon, skipstjóri á Herjólfi, í samtali við Morgunblaðið. Mikil gleði var á meðal Eyja- manna í gær þegar Eimskip til- kynnti að Herjólfur myndi sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar síðdegis. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, segir að- stæður hafa verið eins og best verður á kosið, fyrir utan dýpið, en Herjólfur sigldi inn á flóði í gær. Björgun ehf. vinnur áfram að dýpk- un hafnarinnar og segir hann að fyrst um sinn taki áætlunarferðir Herjólfs mið af sjávarföllum. Gunnlaugur Kristjánsson, for- stjóri Björgunar, segir enn dálítið magn ótekið í höfninni en góðar horfur séu um framhaldið. Höfnin er aðeins hálfbyggð Alls 119 manns og 40 bílar voru með ferjunni í Landeyjaferðinni í gær. „Þessarar ferðar hefur verið beðið með óþreyju því Eyjamenn eiga allt sitt undir góðum sam- göngum. Og nú er þetta að komast í lag og einn sagði við mig í dag að þegar orðið væri fært í Landeyjar færi sólin loksins að skína skærar,“ segir Steinar skipstjóri. Hann segir að í vetur hafi veður oft verið leiðinlegt við suðurströnd- ina og suðvestlægar áttir ríkjandi. Legið hefði í brælu og öldutíð verið mikil. „Við höfum aldrei fellt jafn margar ferðir niður og í vetur því bæði siglingaleiðin og eins innsigl- ingin í Þorlákshöfn getur verið erf- ið.“ Steinar kveðst vel skilja óþol fólks í Vestmannaeyjum yfir því að samgöngur séu í ólagi, það er að ferjan hafi ekki náð í Landeyjahöfn í rúma fimm mánuði. „Menn verða þó að hafa í huga að mannvirkið er aðeins hálfbyggt. Það er mjög aðkallandi að reistir verði varnargarðar sem næðu lengra út og myndu umlykja þá sem nú eru ystir. Slík framkvæmd er brýn og myndi fjölga þeim dög- um sem fært væri í höfnina. Ný ferja myndi ekki leysa vandann nema að litlu leyti,“ segir Steinar sem hefur verið til sjós hjá Eimskip frá árinu 1963 og siglt um öll heimsins höf. Á Herjólfi hefur Steinar verið síðan 2007. Nær senn 3.000 ferðum „Það er gaman að eiga samskipti við Eyjamenn sem láta sig Herjólf miklu varða, enda er þetta þeirra þjóðvegur. Í þessum töluðum orð- um er ég kominn með nákvæmlega 2.914 ferðir til og frá Eyjum og mér reiknast svo til að fyrri hlut- ann í júní nái ég 3.000 ferða tak- markinu,“ segir Steinar sem verður í brúnni á Herjólfi út október næst- komandi – en lætur þá af störfum vegna aldurs. Í brúnni Steinar Magnússon, skipstjóri, segir veturinn hafa verið erfiðan Erfiður vetur er að baki  Herjólfur loks í Landeyjahöfn  Aldrei fleiri ferðir verið felldar niður  Ferðirnar taka enn mið af sjávarföllum  2.914 ferðir Steinars skipstjóra Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Ánægðir Fyrstu farþegar Herjólfs ganga frá borði í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Skipið hafði ekki siglt þangað síðan í lok í nóvember. Efla verkfræðistofa fór í einu og öllu eftir aðferðafræði Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, ICAO, við gerð skýrslu um nothæfisstuðul Reykja- víkurflugvallar. Efla vann skýrsluna fyrir Isavia og segir Guðni Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Isavia, að Efla hafi farið eftir aðferðafræði ICAO. Til þess að meta forsendur útreikn- inga Eflu fékk Isavia óháða úttekt- araðila; veðurfræðing, verkfræðing og sérfræðinga í flugleiðsögu, til að gera óháða úttekt á forsendum út- reikninganna. „Þetta er allt alveg hárrétt og byggt á mjög nákvæmum veður- gögnum sem eru tekin á 15 sekúndna fresti,“ segir Guðni. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Jóhannes Loftsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri, skýrslu Eflu og sagði að þar hefði verið stuðst við nýleg veðurgögn sem gætu valdið verulegu vanmati þar sem útreikn- ingar Eflu tækju ekki tillit til þekktra langtímasveiflna í veðurkerfum í kringum Ísland. Hann segir að Norð- ur-Atlantshafs-áratugasveiflan sé langtímaveðursveifla, sem sé talin valda hita- og veðursveiflu á 60-70 ára endurtekningatíma. Vísar gagnrýni á bug Guðni vísar gagnrýni Jóhannesar á bug og segir að Isavia hafi leitað til fyrrnefndra sérfræðinga. Stuðst verði við skýrsluna sem nú er á borð- um Samgöngustofu við umfjöllun stofnunarinnar á mögulegum áhrif- um lokunar flugbrautar 06/24, hinnar svokölluðu neyðarbrautar. Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um skýrsluna þegar Morgunblaðið leitaði eftir við- brögðum hennar. Þá vildi aðstoð- armaður borgarstjóra Reykjavíkur heldur ekki tjá sig um málið að svo stöddu. ash@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Isavia segir að forsendur út- reikninga Eflu standist skoðun. Stuðst verður við skýrsluna  Segir skýrsla Eflu standast kröfur ICAO Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er orðið svo mikið að gera að við getum ekki stoppað skipin til að koma þeim í slipp. Eitthvað verður að gera,“ segir Rannveig Grétars- dóttir, framkvæmdastjóri hvala- skoðunarfyrirtækisins Eldingar. Fyrirtækið hefur fest kaup á skemmtiferðabát frá Svíþjóð sem verður sjöundi hvalaskoðunarbátur fyrirtækisins og sá stærsti. Gestum í skoðunarferðir fyrirtæk- isins hefur fjölgað um 10-20% á ári, síðustu fjögur árin. Um 85 þúsund gestir fóru í hvalaskoðun og aðrar náttúruskoðunarferðir fyrirtækisins á síðasta ári og er búist við að þeim fjölgi um 9-10 þúsund í ár. Auk þess rekur fyrirtækið Viðeyjarferðir. Mikið var að gera fyrstu mánuði árs- ins og bókanir góðar fyrir sumarið, að sögn Rannveigar en Elding er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins. Nýi báturinn hét Norreborg og var gerður út frá Landskrona í Sví- þjóð. Hann hefur fengið vinnuheitið Elding III. Hann er 34 metrar á lengd, smíðaður 1971. Báturinn er væntanlegur til hafn- ar í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Þá verður hann málaður rauður og gerður klár fyrir 15 ára afmæli fyr- irtækisins á föstudag. helgi@mbl.is 200 manna bátur Eldingar Elding III Nýi báturinn verður málaður rauður, í einkennislit Eldingar.  Stöðug aukning í hvalaskoðun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.