Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 18

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í kringum síðustu aldamót voru harð- vítugar deilur fiskveiðiþjóða í Norð- austur-Atlantshafi um stjórnun kol- munnaveiða. Þeim lauk eftir langa samningalotu með samningi strand- ríkjanna í desember 2005 og hefur hann verið virtur fram á þetta ár. Nú tæplega tíu árum síðar eru hins vegar blikur á lofti og samkvæmt nálgun Evrópusambandins og Færeyja á fundi í síðustu viku yrði hlutur Ís- lands skorinn niður úr 17,63% í 4,8%. Í tonnum talið færi hluturinn úr rúmlega 200 þúsund tonnum í um 55 þúsund tonn. Ljóst er að mikil verð- mæti eru í húfi því ætla má að útflutn- ingsverðmæti kolmunnaafurða geti orðið hátt í sjö milljarðar króna á þessu ári verði afurðaverð á svipuðu róli og í fyrra. Íslensku uppsjávar- skipin hafa undanfarið verið að veið- um suður af Færeyjum. Ekki ólíklegt að ESB og Færeyjar auki kvóta sína Samkomulag hefur ekki náðst um stjórnun veiðanna á þessu ári og það er athyglisvert að enn er verið að tala um veiðar á þessu ári. Næsti fundur er ráðgerður um miðjan júní, en þá verða Norðmenn væntanlega búnir að veiða megnið af sínum heimildum og auk þess þau 10% sem þeir tóku sér til viðbótar, alls um 500 þúsund tonn að meðtalinni kvótatilfærslu frá Evrópusambandinu vegna tvíhliða samnings. Íslendingar gætu þá verið langt komnir með sínar heimildir ef veiðar ganga vel í maímánuði og byrj- un júní, en Ísland ákvað að miða við hlutdeild samkvæmt samningi sem verið hefur í gildi. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki ólíklegt að nýtt bandalag Evr- ópusambandsins og Færeyja taki sér í sameiningu aukna kvóta þegar á þessu ári með samsvarandi hætti og Norðmenn hafa gert. Á fundinum í síðustu viku settu þessi strandríki fram töluna 83,8% af heildinni sem myndi leiða til verulegrar veiði um- fram ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins. Færeyingar og ESB eiga eftir að tilkynna hámarksafla ársins, en sam- kvæmt reglugerð Norður-Atlants- hafsfiskveiðiráðsins, sem strandríkin samþykktu í desember, á ákvörðun um afla að liggja fyrir í síðasta lagi 1. maí. Íslendingar munu meta stöðuna eftir þann tíma. Ekki hefur verið rætt um breytingar á afla Rússa í þessu samhengi. Strandríkin hafa í tvö ár unnið að endurskoðun aflareglu en á meðan þeirri vinnu er ekki lokið þá miðar Alþjóðahafrannsóknaráðið við gild- andi aflareglu og ráðlagði 840 þúsund tonna afla fyrir 2015. Strandríkin ákváðu hins vegar í desember, í ljósi þess að endurskoðun aflareglunnar er ekki lokið, að heildaraflinn færi ekki yfir 1.260 þúsund tonn í ár, en nú þeg- ar hafa Norðmenn tekið sér aukinn hlut miðað við skiptinguna frá því í árslok 2005 og áður hafa komið fram kröfur ESB og Færeyinga um hlut- deild umfram fyrri samning. Í nálgun ESB og Fæeyja eru veiga- mestu þættirnir hrygningarsvæði kolmunnans sem eru innan lögsögu ESB og veiðisvæðin á árunum frá 2006 til 2012. Með þessum tveimur þáttum reikna þeir sinn hlut upp í yfir 75% af heildinni. Umtalsverðar kolmunna- veiðar í íslenskri lögsögu Íslendingar höfnuðu þessari skipt- ingu með öllu á fundinum á Írlandi og telja það ekki líklegan samnings- grundvöll að lækka hlutdeild Íslands um 73% og Noregs um 56%. Í gagn- sókn fulltrúa Íslands á fundinum stilltu þeir upp nokkrum dæmum. Í því dæmi þar sem hlutur Íslands yrði mestur í heildaraflanum er miðað við veiðiárin frá 1997 til 2005, en 1997 stunduðu öll strandríkin í fyrsta skipti veiðar á kolmunna og 2005 tók fyrrnefndur samningur gildi. Á þessu árabili voru umtalsverðar kolmunnaveiðar í íslenskri lögsögu, en fyrir samning höfðu Íslendingar einnig aðgang að færeyskri lögsögu. Kolmunninn gengur norður á bóg- inn í fæðuleit yfir sumartímann og er það tekið með í reikninginn. Loks má nefna að atriði eins og hlutdeild vegna rannsókna, að kolmunni elst að hluta til upp í íslenskri lögsögu og það hversu atvinnugreinin er háð veiðum í viðkomandi löndum fá aukið vægi í ýtrasta dæmi íslensku fulltrúanna. Stofninn minnkaði hratt Heildarlífmassi kolmunna í NA- Atlantshafi var um tólf milljónir tonna árið 2003, en lækkaði síðan hratt næstu árin og fór niður fyrir fjórar milljónir tonna 2009. Síðan hef- ur kolmunnastofninn rétt úr kútnum og hefur verið vaxandi. Íslendingar hafa lagt áherslu á að tryggja vöxt og viðgang kolmunna- stofnsins því það eru alls ekki hags- munir Íslendinga að stofninn verði veiddur niður vegna þess að þá minnka líkur á að fiskurinn gangi norður á bóginn. Mest voru veidd yfir 300 þúsund tonn í íslenskri lögsögu 2004 og til við- bótar veiddu Færeyingar um 80 þús- und tonn hér við land bæði 2003 og 2004. Þá var stofninn með stærsta móti og fyrrnefndar tölur sýna að í slíku ástandi er hægt að veiða veru- legt magn af kolmunna í íslenskri lög- sögu. Veiddu 7.200 tonn af kol- munna í lögsögunni í mars Þar með er þó ekki sagt að nú sé ekki hægt að veiða kolmunna í ís- lenskri lögsögu, en það hefur lítið ver- ið reynt hin síðari ár. Síðustu vikuna í mars í ár var lítið að hafa í færeyskri lögsögu og því var ákveðið að láta reyna á veiðar hér við land. Þá veiddu fimm íslensk skip 7.200 tonn í ís- lenskri lögsögu á tveimur dögum. Í ís- lenskri lögsögu gildir að ef 30% af kol- munnaafla eru undir 25 sentimetrum að lengd þá er veiðisvæðinu lokað. Við mælingu eftirlitsmanna reyndust 79% vera undir stærð og frekari veið- ar voru því bannaðar. Marsmánuður er engan veginn helsti veiðitími kolmunna við landið, heldur júlí og ágúst en þetta sýnir að viðvera ungs kolmunna er umtalsverð í íslenskri lögsögu. Uppsjávarflotinn íslenski hefur yfirleitt byrjað loðnuveiðar í desem- ber-janúar og þeim lýkur í febrúar- mars. Þá hefur kolmunni tekið við og síðan makrílveiðar frá 2008 er afli ís- lenskra skipa fór í fyrsta skipti yfir 100 þúsund tonn, þá veiðar á norsk- íslenskri síld og loks íslenskri sum- argotssíld. Þannig hefur árið skipst í stórum dráttum hin síðari ár hjá upp- sjávarskipunum. Með kolmunnasamningi frá 2005 hafa útgerðir getað skipulagt veiðar sínar öðruvísi en áður og samhliða minnkandi stofnstærð og breyttu út- breiðslusvæði hefur færeyska lögsag- an orðið helsta veiðisvæði íslenska flotans. Stefnir í ofveiði á kolmunna  Lítill stofn gengur síður norður á bóginn  Heimild Íslendinga færi úr 200 þúsund tonnum í um 55 þús. tonn ef nálgun ESB og Færeyinga yrði samþykkt  Verðmæti afurða gæti orðið um sjö milljarðar í ár Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á kolmunnaveiðum Það er ekki amalegt að vera á kolmunnaveiðum þegar vel gengur og holin eru yfir 500 tonn. Myndin er tekin á Færeyjamiðum í fyrravor. Kolmunni - samningur frá 2005 Nálgun sem Íslendingar settu fram Nálgun Evrópusambandsins og Færeyinga Deilt um stjórnun kolmunnaveiða Hrygningarsvæði Veiðisvæði 1997-2005 Ungviði Fæðusvæði Rannsóknir Hæði Hrygningarsvæði Veiðisvæði 2006-2012 Ungviði Fæðusvæði Hæði 20% 20% 20% 20% 10% 10% 100% 30% 50% 10% 5% 5% 100% 100,00 67,23 30,00 30,00 33,30 45,00 100,00 90,1 30 65 50 20,00 13,45 6,00 6,00 3,33 4,50 53,28 30 45,05 3 3,25 2,5 83,8 ESB og Færeyjar ESB og Færeyjar Evrópusambandið Noregur Ísland Færeyjar 0,00 16,43 50,00 50,00 33,30 20,00 0 7,8 50 30 20 0,00 3,29 10,00 10,00 3,33 2,00 28,62 0 3,9 5 1,5 1 28,62 Noregur Noregur 0,00 16,34 20,00 20,00 33,30 35,00 0 2,1 20 5 30 0,00 3,27 4,00 4,00 3,33 3,50 18,10 0 1,05 2 0,25 1,5 4,8 Ísland Ísland 30,5% 25,8% 17,6% 21,6% Í íslensku viðræðunefndinni um kolmunna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku voru Kristján Freyr Helgason, sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, Steinar Ingi Matthíasson frá sendiráði Íslands í Brussel, Benedikt Höskuldsson frá utan- ríkisráðuneytinu, Ásta Guð- mundsdóttir frá Hafrann- sóknastofnun og Haukur Þór Hauksson frá Samtökum fyrir- tækja í sjávarútvegi. Fimm manna sendinefnd RÆÐA STJÓRNUN Margverðlaunuð NOKIAN gæðadekk ein öruggustu dekk sem völ er á valin bestu dekkin í gæðakönnunum eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Opnunartími: virka daga kl. 8-17. Laugardaga: sjá MAX1.is Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður. Þess vegna hefur Nokian þróað sumar- og heilsársdekk sem henta fjölbreyttu veðurfari norðlægra slóða. Greiðsludreifing í boði Aðalsímanúmer 515 7190 Mundu: nagladekkin af fyrir 15. apríl Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) VELDU ÖRYGGI Skoðaðudekkjaleitarvélina áMAX1.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.