Morgunblaðið - 02.05.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Fjölbreytt
æfingarstöð
eitthvað fyrir alla
Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar
Skvass v Golf hermir v Körfuboltasalur
Cross train Extreme XTX
Einkaþjálfun v Tækjasalur
12 mán. kort: kr. 59.900,- (ekki skvass)
nánar á veggsport.is
Áhrifarík sárameðferð
- Bakteríueyðandi plástur -
Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is
Fyrirbyggir og eyðir sýklum í sári
á náttúrulegan hátt án sýkladrepandi efna.
Virkar á alla helstu sárasýkla, m.a. MOSA og VRE.
Sorbact® - Græn sáralækning
Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast sárasýklar við umbúðirnar,
verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkladrepandi
efna. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun á allar
tegundir sára. Dregur úr sársauka. Engar aukaverkanir.
Vatnsheldur og ofnæmisfrír límflötur.
Þolir íþróttir, leiki,
sturtuböð og sund.
Krumpast ekki á köntum.
hlutverkum en Curio Office virðist
vera fyrsta lausnin sem býður upp á
notendavæna og heildstæða lausn.
Að sögn Baldvins gerir Curio ráð
fyrir þrenns konar notendum: „Við
höfum notendur með stjórnendaað-
gang sem hafa yfirsýn yfir öll verk-
efni. Þá höfum við starfsmenn sem
geta séð og haft góða stjórn á þeim
verkefnum sem þeir eru í og hefur
verið deilt með þeim. Loks eru við-
skiptavinirnir sem hafa í gegnum
hugbúnaðinn „glugga“ inn í það
verkefni sem þeir hafa stofnað inni í
hugbúnaðinum, eða hafa pantað með
hefðbundnum hætti, geta fylgst náið
með framvindunni, safnað saman
gögnum og átt í samskiptum við allt
teymið sem að verkefninu kemur í
gegnum eina gátt.“
Skýr sýn á stöðuna
Baldvin segir Curio Office gefa
fólki með mannaforráð mun betri
tæki en áður hefur sést til að fylgjast
með framvindu verkefna og leiða
saman bæði starfsmenn, verktaka og
viðskiptavini. Framsetningin sé
myndræn og hægt að nota liti sem
tæki við skipulagningu verkefna.
Þá henti forritið sérlega vel á
vinnustöðum þar sem margir eða all-
ir starfsmenn vinna í fjarvinnu. „Sem
dæmi þá geta allir starfsmenn eða af-
markaðir hópar átt í samskiptum á
svæði sem er ekki ósvipað Facebook.
Óháð því hvar fólk er í heiminum er
hægt að miðla upplýsingum hratt og
greiðlega, í einkasamtali eða á opn-
um vegg, eða gefa til kynna ef skjót-
ast þarf frá vinnustöðinni.“
Tímaskráningar- og verkseðlahlið
Curio bætir yfirsýnina enn frekar.
Viðmótið er hannað til notkunar jafnt
á tölvuskjá, í spjaldtölvu og snjall-
síma og léttur leikur fyrir starfs-
manninn að skrá niður vinnustundir
og verkaskiptingu, jafnvel ef dagur-
inn er óreglulegur.
„Hugbúnaðinum er m.a. ætlað að
svara þeirri vaxandi kröfu fólks að fá
aukinn sveigjanleika í vinnutíma sín-
um. Starfsmaðurinn eða verktakinn
vill þá kannski fá að vinna frá 9-11, en
svo gera eitthvað annað frá 11-12, og
taka sér hádegismat frá 12-13, vinna
eftir hádegi og sækja svo börnin á
skóla kl. 15-16, og klára vinnudaginn
eftir kvöldmat. Með Curio Office er
þetta ekkert mál og gerir vinnustað-
inn sem nýtir svona hugbúnað þeim
mun eftirsóknarverðari.“
Með stimpilklukk-
una í símanum
Með íslenskri lausn hafa fyrirtæki á einum stað forrit sem
halda utan um allt frá tímaskráningu til verkefnastjórnunar
Flækjur Baldvin Þór segir algengt að íslensk fyrirtæki noti 5-6 forrit til
daglegs utanumhalds, með miklum tilkostnaði og misjöfnum árangri.
Viðmót Hugbúnaðurinn leggur áherslu á myndræna framsetningu.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Curio Office (www.curiooffice.com)
er nýr íslenskur hugbúnaður sem
heldur á þægilegan og skilvirkan
hátt utan um verkefnastjórnun og
hvers kyns fyrirtækjarekstur. Curio
hefur m.a. að geyma einfalt bók-
halds- og reikningakerfi, gagnsætt
og fjölhæft verkefnastjórnunarkerfi,
samskiptakerfi, stimpilklukku og
tímaskráningu.
Curio var þróað hjá auglýsinga- og
vefhönnunarfyrirtækinu Betri stof-
unni en síðustu áramót var nýtt fyrir-
tæki, Kreativ Online, stofnað í kring-
um hugbúnaðinn.
Kreativ hefur einnig þróað snotra
stimpilklukku á netinu sem má prufa
á slóðinni www.curiotime.com.
Oft mörg forrit í gangi
Baldvin Þór Baldvinsson er stofn-
andi og framkvæmdastjóri Kreativ
og segir hann hugmyndin hafi fyrst
kviknað þegar hann gerði sér grein
fyrir hversu mörg forrit fyrirtæki
eru oft að nota til að halda utan um
reksturinn, oft gegn háu gjaldi og
með notkunareiginleika sem falla
ekki endilega að þörfum stjórnand-
ans.
„Bókhaldsforrit eru yfirleitt hönn-
uð með bókarann í huga, og gerð til
þess að létta honum störfin, en
gagnast síður stjórnandanum sem
þarf á einhverju öðru að halda en
löngum runum af tölum til að skilja
stöðuna í rekstrinum,“ segir Baldvin
og bætir við að ekki sé óalgengt að
dæmigert íslenskt fyrirtæki noti á
bilinu 5-6 forrit til að halda starfsem-
inni gangandi og getur mánaðarleg-
ur kostnaður oft hlaupið á tugum ef
ekki hundruðum þúsunda.
Hann segir mörg ágæt forrit á
markaðinum sem sinna afmörkuðum
Baldvin notar Curio Office vita-
skuld í rekstri Kreativ og segir
hann þetta stjórntæki nýtast mjög
vel hjá fyrirtæki þar sem fjöldi
verkefna streymir í gegn í mánuði
hverjum og ótalmargir verktakar,
sumir í fjarlægum heimshlutum,
leggja hönd á plóg.
Hann segir að markaðs-
umhverfið kalli í vaxandi mæli á að
nota krafta verktaka og bjóða
starfsfólki upp á fjarvinnu en þá
um leið eykst mjög þörfin á hug-
búnaði sem gerir verkefnastjórnun
auðveldari og skýrari. „Þetta fyr-
irkomulag þýðir líka að ég á auð-
veldara með að nýta mér krafta
þeirra sem færastir eru hver á sínu
sviði, án þess að þurfa að ráða þá í
fasta vinnu, og án þess að þurfa að
fjárfesta í dýrri yfirbyggingu, s.s.
húsnæði og tækjakosti.“
Með starfsmenn hér og þar
VINNUSTAÐUR FRAMTÍÐARINNAR ER DREIFÐUR