Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 23

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR! MIDBORGIN.IS — FACEBOOK.IS/MIDBORGIN Gjafakor t Miðborg arinnar okkar Fáanlegt í bókave rslunum miðborg arinnar Í maí víkur vetrarúlpan fyrir þynnri yfirhöfnum og þeir bjartsýnustu dusta rykið af stuttbuxunum og sandölunum. Mannlífið blómstrar í miðborginni og þar er alltaf gott að versla. Gjafir og gotterí á hverju strái og sól langt fram eftir kvöldi. Opið til kl. 17:00 og víða lengur í verslunum. BERGSTAÐIR KOLAPORT RÁÐHÚSIÐ STJÖRNUPORT TRAÐARKOT VESTURGATA VITATORG Sumarið mætir í miðborgina LANGUR LAUGARDAGUR Í DAG 10. maí Mæðradagurinn 13. maí Listahátíð í Reykjavík sett 13. maí Miðborgarvaka til kl. 22 14. maí Uppstigningardagur 24. maí Hvítasunnudagur Alltaf nóg af bílastæðum og munið bílastæðahúsin. Breska FTSE 100 vísitalan hækkaði um tæplega 0,4% á föstudag og end- aði í 6.985,95 stigum. Hækkunin var drifin áfram af 2% styrkingu námafyrirtækja. Yfir vikuna alla veiktist vísitalan um 1,2%. Hins vegar styrktist FTSE 100 um 2,8% í aprílmánuði og hjálpaði þar til að hlutir orkufyrirtækja hækkuðu töluvert í mánuðinum. Á föstudag veiktist breska pund- ið og lækkaði um 1,5% gagnvart bandaríkjadal. MarketWatch segir lækkunina einkum stafa af því að framleiðslutölur aprílmánaðar voru neikvæðar og hafa ekki mælst lægri í sjö mánuði. Innkaupastjóra- vísitala Markit féll úr 54 stigum í mars niður í 51,9 stig í apríl. ai@mbl.is AFP Turnar Fjármálahverfið í London. Pundið veiktist skarplega á föstudag. FTSE 100 hækkar og pundið veikist Lesendur þekkja Tesla Motors best fyrir vinsæla og kraftmikla raf- magnsbíla. Nú hefur fyrirtæki frum- kvöðulsins Elon Musk hafið innreið sína inn á nýjan markað með risa- stórri heimilisrafhlöðu. Rafhlaðan var kynnt á fimmtudag og geymir frá 7 upp í 10 kílóvatt- stundir. Kosta rafhlöðurnar, sem á ensku kallast „power wall“, frá 3.000 til 3.500 dali, jafnvirði 394.000 til 460.000 króna. Er þetta mun lægra verð en sést hefur á risarafhlöðu- markaði til þessa og að auki á að vera auðvelt að koma rafhlöðunum fyrir. Einnig voru kynntar stærri og af- kastameiri rafhlöður sem ætlaðar eru til notkunar í atvinnurekstri og iðn- aði. Breytir orkukerfinu Þegar Musk kynnti rafhlöðuna sagði hann blaðamönnum að ætlunin sé að „reyna að breyta grunninnvið- um orkukerfis heimsins.“ Rafhlöðuna má m.a. nota til að geyma rafmagn sem sótt er á dreifi- kerfið á þeim tímum dags sem orkan er ódýrari, eða til að geyma rafmagn sem kemur úr sólarsellum húsa til notkunar eftir að sólin er sest. Wall Street Journal segir að mark- aðurinn fyrir heimilisrafhlöður hafi vaxið um 40% á síðasta ári og er því spáð að útbreiðsla heimilisrafhlaða í Bandaríkjunum verði þrefalt hraðari á þessu ári en því síðasta, mælt í kíló- vattstundum. Á sumum stöðum í Bandaríkjunum greiðir hið opinbera niður mikið af verði rafhlöðunnar. Í Kaliforníu má reikna með allt að 60% endurgreiðslu og á landsvísu má fá skattaafslátt sem nemur 30% af verði rafhlaða sem tengdar eru við sólarsellur. ai@mbl.is AFP Hönnun Heimilisrafhlaðan er engin smásmíði og nokkuð snotur á að líta. Tesla kynnir risaraf- hlöðu til heimilisnota  Elon Musk segist vilja umbylta orkukerfi heimsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.