Morgunblaðið - 02.05.2015, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Sex lögreglumenn, sem höfðu af-
skipti af Freddie Gray í Baltimore,
25 ára blökkumanni, verða ákærðir
fyrir aðild að drápi hans. Þetta til-
kynnti Marilyn Mosby, æðsti sak-
sóknari Baltimore, á blaðamanna-
fundi í gær, aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að hún fékk
niðurstöður lögreglurannsóknar í
hendurnar.
„Dauði herra Grays var morð,“
fullyrti hún og bætti við að enginn
væri yfir lögin hafinn. Handtöku-
skipanir hafa verið gefnar úr á hend-
ur lögreglumönnunum sex. Ceasar
Goodson, sá sem ók lögreglubifreið-
inni þar sem hinn 25 ára Gray lést,
var ákærður fyrir morð að yfirlögðu
ráði en hinir fimm voru ákærðir fyrir
manndráp af gáleysi, líkamsárás og
brot í starfi.
Mosby sagði að Gray hefði látist af
völdum hálsáverka sem hann hlaut á
meðan hann var handjárnaður og
hlekkjaður inni í lögreglubifreið án
þess að vera í sætisbelti. Einnig
sagði hún að handtaka hans hinn 12.
apríl sl. hefði verið ólögmæt, þar sem
hnífurinn í vasa hann hefði verið lög-
legur samkvæmt lögum Maryland-
ríkis. Þá hefði hnífurinn ekki komið í
ljós fyrr en eftir að Gray hefði verið
handtekinn. brynja@mbl.is
Ekki hafnir yfir lög
AFP
Saksóknari Marilyn Mosby tilkynnti ákærurnar í gærmorgun.
Sex lögreglumenn ákærðir fyrir aðild að drápi á Freddie
Gray í Baltimore Dó vegna áverka inni í lögreglubíl
Um 500 há-
skólanemar í
Búrúndí neydd-
ust til að eyða að-
faranótt föstu-
dags fyrir
framan sendiráð
Bandaríkjanna
eftir að háskól-
anum þeirra var
lokað vegna mót-
mæla gegn ríkis-
stjórninni. Í viðtali við BBC sögðust
þeir hafa farið í sendiráðið vegna
þess að þeir væru ekki óhultir í höf-
uðborginni Bujumbura. Lokað hef-
ur verið fyrir aðgang að samfélags-
miðlum, útvarpsstöðvum hefur
verið lokað og mótmæli bönnuð.
Mótmæli standa yfir vegna ákvörð-
unar forsetans Pierre Nkurunziza
um að sækjast eftir endurkjöri,
andstætt stjórnarskrá landsins.
500 háskólanemar
gistu við sendiráð
Bandaríkjanna
Framboði forset-
ans mótmælt.
BÚRÚNDÍ
Tyrkneska lögreglan skaut gúmmí-
kúlum og beitti táragasi gegn
vinstrisinnuðum mótmælendum í
miðborg Istanbúl í gær, að því er
fram kemur hjá BBC. Einhverjir
mótmælenda köstuðu flöskum og
steinum og kveiktu á flugeldum
meðan á þessu stóð, nærri Taksim-
torgi.
Þúsundir lögreglumanna lokuðu
aðliggjandi götum að torginu en
átök á Taksim-torgi hinn 1. maí eru
árviss viðburður.
Lögregla beitti tára-
gasi og gúmmíkúlum
AFP
Mótmæli Til átaka kom á milli lögreglu
og mótmælenda í miðborg Istanbúl.
TYRKLAND
Breska blaðið In-
dependent birti í
gær viðtöl,
myndir og mynd-
bönd sem sýna
grimmilegt of-
beldi öfgahóps-
ins Jabhat al-
Nusra í garð sýr-
lenskra
mótmælenda í
kjölfar mótmæla-
göngu í Aleppo í apríl. The Indep-
endent birti sláandi myndir af
áverkum mannanna og ítarlegar
lýsingar þeirra á pyntingum sem
hafa vakið mikla reiði almennings.
Ofbeldislýsingar
vekja mikla reiði
Aleppo Borgin er
nær rústir einar.
SÝRLAND