Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 30

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 Greinakurlarar Öflugir greinakurlarar sem taka allt að 45 mm stofna Einfasa rafmótor, tvær stærðir fáanlegar: 2500 eða 2800 w Sjálfbrýnandi kurlaravals. Hljóðlátir, meðfærilegir og auðveldir í allri notkun. Koma með safnkassa Mikið úrval greinaklippa Handklippur, Skaftklippur, Toppaklippur, mikið úrval ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Í Biblíunni er frá- sögn af manni nokkr- um sem gerði sér ferðir inn í bænahús, en þangað leitaði fólk, eins og vænta mátti, til þess að biðja Guð um náð og hand- leiðslu og um fyr- irgefningu synda sinna. En erindi þessa manns í bænahúsið voru á allt annan veg. Hann kom til þess að þakka Guði fyrir hversu syndlaus og vammlaus hann væri sjálfur, þakka fyrir að hann væri ekki syndugur og breyskur eins og aðr- ir væru. Þessi dæmisaga leiðir ósjálfrátt hugann að þeirri umræðu sem hér ríkir um málefni fólks sem flust hefur hingað á síðustu árum og er múhameðstrúar. Trúfrelsi er mannréttindi sem varin eru í stjórnarskrá okkar, um þann rétt þarf ekki að deila. Það sama gildir hins vegar ekki um hinar ólíku siðvenjur sem ríkja meðal þessa fólks. Sumar þeirra eru ekki að- eins framandi, heldur stangast beinlínis á við mikilvæg mannrétt- indi, sem skylt er að virða og líka eru bundin í Stjórnarskrá, m.a. trúfrelsið. Bara sem dæmi má vísa til viðtala í sjónvarpi nýlega við innflytjendur þar sem einn faðir svaraði því hiklaust aðspurður, að ef dóttir hans yrði ástfangin af pilti sem ekki væri múham- eðstrúar þá yrði henni útskúfað úr fjölskyldunni. Margar harmsögur eru til um slíkt, t.d. frá nágrönn- um okkar á Norðurlöndunum. Áform um að byggja mosku í Reykjavík hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu. Á dögunum frétt- ist svo af því að Sádi-Arabar hygðust veita háa upphæð í styrk til fyrirhugaðrar byggingar. For- svarsmaður safnaðarins hér virtist ekki telja neitt athugavert við að þiggja slíkan styrk, vildi aðeins fullvissa alla um að ef sá styrkur yrði þeginn þá yrði það gert án allra skuldbindinga. En það breyt- ir engu um að það er ófært að þiggja slíkan styrk. Í hugann kem- ur upp hryllilegt atvik sem átti sér stað í Sádi-Arabíu fyrir ör- fáum árum. Eldur kom upp í skóla þar sem eingöngu voru þarlendar stúlkur inn- andyra. Trúar- lögreglan taldi hins- vegar óhæfu að hleypa þeim út, þar sem þær væru ekki sómasamlega klæddar. Því brunnu þær allar inni. Staðreyndin er auðvitað sú að með komu innflytenda er að eiga sér stað samfélagsþróun sem gefa verður strax gaum að og bregðast við á réttan hátt. Hver sá sem kemur til Íslands til þess að setj- ast hér að er velkominn, en ætti þó aðeins að vera að því tilskildu að virða að fullu íslensk lög og mannréttindi. Ef þau stangast á við trúar- og siðvenjur viðkom- andi, ætti sá hinn sami að þurfa að finna sér annan dvalarstað. Það má telja það fullvíst að þetta sé skoðun stærsta hluta þjóðarinnar og sú skoðun er fyllilega réttmæt. Hún byggist á eindregnum vilja til þess að vernda íslenskt samfélag og halda skilyrðislaust í heiðri þau lög og mannréttindi sem þjóðfélag okkar byggist á. Það ætti því að vera skylda lög- gjafans og stjórnvalda að bregðast við og standa vörð um þessi gildi, m.a. með því að setja upp skýr skilyrði fyrir rétti til búsetu á Ís- landi. Hér er ekkert dægurmál á ferðinni, heldur mikilvægir hags- munir samfélagsins er varða þró- un þess til langs tíma. Engin umræða hefur samt farið fram í þessa veru, eins nauðsynleg og hún er. Þvert á móti er slegið upp þagnarmúr, öllum vanda af- neitað, og talað um rasisma ef ein- hver leyfir sér að hafa uppi efa- semdir eða áhyggjur af því hvert stefnir. Ung kona, oddviti Fram- sóknar, vildi í vor gefa Reykvík- ingum kost á að láta álit sitt í ljós um byggingu og staðsetningu fyr- irhugaðrar mosku. Út af þessu varð hún fyrir miklu aðkasti, sök- uð um að virða ekki trúfrelsi og núverandi borgarstjóri taldi Framsóknarflokkinn ekki stjórn- tækan fyrir vikið. Hjá öðrum dugði ekkert minna markmið en að útrýma Framsóknarflokknum sem fyrst. Það fer því lítið fyrir því umburðarlyndi gagnvart sam- borgurunum, sem hin „félagslegu ofurmenni“ telja sig annars búa yfir. Þó er augljóst að hugmynd oddvitans var engin aðför að trú- frelsi. Þvert á móti má finna rök fyrir því að hún geti allt eins byggst á virðingu fyrir trúfrelsi, rétti fólks til þess að iðka trú sína, en í sátt við nánasta umhverfi sitt og samfélag. Það virðist vera tiltölulega þröngur hópur fólks, einkum þeir sem kenna sig við félagshyggju, sem komist hefur upp með að ein- oka þessa umræðu um innflytj- endamál og gera hana einsleita og fordómafulla gagnvart ríkjandi skoðunum. Og fjölmiðlar hafa hingað til dansað eftir þeirra pípu. Þetta er slæm staða og hún er beinlínis hættuleg. Framtíð- arhagsmunir samfélags okkar eru þarna ekki efstir á blaði, heldur sjálfumgleði þeirra sem í hlut eiga. Líkt og í dæmisögunni úr Biblí- unni, þá er það þörfin fyrir það að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, sem þarna ræður fyrst og fremst. Og verður hálfu verra þegar það er gert í pólitískum til- gangi. Mál er að linni svo að mál- efnaleg og fordæmalaus umræða um þennan mikilvæga málaflokk geti farið fram. „Hinir vammlausu“ Eftir Óskar Þór Karlsson »Ef íslensk lög og mannréttindi stang- ast á við trúar- og sið- venjur viðkomandi, þá ætti sá hinn sami að þurfa að finna sér dval- arstað annars staðar. Óskar Þór Karlsson Höfundur er atvinnurekandi og breyskur Íslendingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Staða kjaramála er vissulega áhyggjuefni. Þótt kjarakröfur verka- lýðsfélaganna séu að sumu leyti skiljanlegar er hættan sú að það gæti endað með efnahagslegri kollsteypu ef gengið væri að öllum þeim kröfum sem settar hafa verið fram. Það er raunar merkilegt rannsóknarefni að þegar vinstri stjórn er við völd í landinu er allt með friði og spekt á vinnumarkaði. Það er fyrst þegar hægri stjórn kemst til valda sem verkalýðsfélagar bíta í skjaldarrendur og vopna- glamur tekur að heyrast. Hvernig stendur á þyrnirósarsvefni verka- lýðsleiðtoga þegar vinstri stjórn er við völd? Sjálfsagt leysast þessar vinnudeilur á endanum eins og aðrar vinnudeilur, en aðaláhyggju- efnið er að samið verði um meiri kauphækkanir en þjóðhagsleg inni- stæða er fyrir. Er það ekki áhyggjuefni? Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kjaramál Karphúsið Þarna var búið að fresta kennaraverkfalli. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.