Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 33

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR kjólameistari, Hólmgarði 42, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13. . Ægir Ingvarsson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Örn Ingvarsson, Hildur Halldórsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Trausti Hallsteinsson, Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐFINNA PÁLSDÓTTIR frá Hofi á Skagaströnd lést á Blönduósi mánudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14. . Sigríður Birna Björnsdóttir, Lúðvík Þór Blöndal, Auðunn Sigurbjörn Blöndal, Ingibjörg Blöndal. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, STEFÁN EGILL JÓNSSON bóndi, Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 23. apríl. Útförin fer fram frá Kaupangskirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. . Sveinn Egilsson, Guðrún Andrésdóttir, Leifur Egilsson, Þórólfur Egilsson, Sigrún Kristbjörnsdóttir, Þorgeir Egilsson, Helena Sigurbergsdóttir, Anna Guðný Egilsdóttir, Oliver Karlsson, Ómar Egilsson, Oddfríður Breiðfjörð, Gunnar Egilsson, Jóna S. Friðriksdóttir, Ingibjörg Helga Jónsdóttir, Halldór H. Ingvason, Sigurveig Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR, Sólvöllum 13, Selfossi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni þriðjudagsins 21. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir, Guðný María Hauksdóttir, Kristín Fjóla Bergþórsd., Guðmundur Örn Böðvarsson og ömmubörnin öll. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR SIGURÐSSON, fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. maí kl. 15. . Ingigerður K. Gísladóttir, Sigurður Hallgrímsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristinn Hallgrímsson, Helga Birna Björnsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Gunnar Jó-hannsson fæddist á Bjarg- arstíg í Reykjavík 6. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 23. apríl 2015. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 31.12. 1882, d. 18.2. 1965, og Jóhann Kristinsson, f. 25.11. 1883, d. 18.12. 1969. Gunnar var yngstur 13 syst- kina, þar af voru 12 alsystkin. Systkini hans voru Vilhjálmur, Magnússína, Kornelía, Kristín Helga, Kristinn Júlíus, Jóhann, Jósefína Marsibil, Fannberg, Sigurlína Ásta, Guðmundur Gunnólf, Guðleif og Maggý Helga, en öll eru þau látin. Gunnar giftist Valeyju Jónas- dóttur, f. 21. nóv- ember 1931, 2. júní 1957. Þau eign- uðust saman fjögur börn, Óðin, Jó- hönnu, Jökul og Ingibjörgu. En fyr- ir átti Valey son, Arnþór Þórsson. Gunnar flutti með foreldrum sín- um og systkinum á milli landshluta til að elta vinnu sem gafst á vertíð- um, þar á meðal til Siglufjarðar, Vestmanneyja og Ólafsfjarðar. Stærsta hluta ævi sinnar bjó Gunnar á Siglufirði þar sem hann réri til sjós. Ásamt konu sinni Valeyju rak hann bilj- arðstofu og veitingasölu um ára- bil. Útför Gunnars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 2. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar að skrifa nokkur orð um pabba. Efst í huga mér núna er þakklæti fyrir að hafa haft hann hjá okkur svona lengi. Að verða 88 ára gamall er ekki sjálfsagður hlutur og vera svona andlega hress eins og hann var líka er ekki heldur sjálfsagður hlutur. Pabbi hvorki drakk né reykti og hef ég alla tíð verið ótrúlega stolt af því og alltaf sagt frá því ef talað var um hann. Hann var hógvær maður, fastur á skoðunum sínum, heið- arlegur en hans stærsti kostur að mínu mati var léttleikinn og það var alltaf stutt í skemmti- legar sögur eða eitthvert grín, alveg fram á síðustu daga. Einnig átti hann mjög auðvelt með að skemmta barnabörnun- um sínum og síðar barnabarna- börnunum. Pabbi og mamma spiluðu mikið við okkur systkinin og var það fastur liður að spila þegar við komum norður í heimsókn og þá var sko mikið hlegið því að pabbi tók nú spila- mennskuna ansi alvarlega og taldi helst allar sortirnar og fannst nú eðlilegt að við gerðum það líka. Pabbi vildi helst alltaf vera á Siglufirði og hafði lítinn áhuga á að ferðast. Ég og fjölskyldan mín eigum svo sannarlega eftir að koma áfram til Siglufjarðar og fara í gamla sumarbústaðinn okkar með mömmu, sem við byggðum öll saman. Það verður þó skrítið þar sem pabbi er ekki þar lengur en minninguna um hann geymum við í hjörtum okkar. Ingibjörg (Inga). Afi. Afi Gunni. Afi okkar. Hann var ekki bara afi okkar, hann er afi okkar og mun alltaf verða. Yndislegri afa getum við ekki hugsað okkur. Hann hafði alla þá kosti sem alvöru afar hafa: Hann sagði eintóma fimmaura- brandara, hossaði okkur á lær- um sér og kenndi okkur alls konar skemmtilegar vísur, tók af okkur nefið og faldi það á milli puttanna, kitlaði okkur, spilaði við okkur, sagði okkur sögur og margt fleira sem al- vöru afar gera. Þegar við stóru systurnar, Valey og Guðlaug, vorum svo heppnar að fá að búa hjá ömmu og afa á Sigló í nokkra mánuði gekk afi okkur í föðurstað. Okk- ur er minnisstætt hvernig krakkarnir í skólanum gerðu grín að því hvað afi keyrði alltaf hægt um bæinn. Við vorum fljótari að labba í skólann en að biðja um far hjá afa. Svo lyktaði hann líka alltaf eins og fiskur og það fannst okkur ferlegt. Sátum oft heima í eldhúsi á Hafnartúninu með klemmu á nefinu á meðan við tróðum í okkur afaskyri með bláberjum og rjóma. Svo ekki sé minnst á hrognin sem boðið var upp á í kvöldmat. Afi sagði alltaf að þetta væri kóngamatur og að við ættum að vera þakklátar fyrir þennan fína mat. Það er þetta sem gerði afa okkar svo yndislegan. Gerði hann að alvöru afa. Keyrði hægt, lyktaði eins og fiskur og vildi að við borðuðum hrogn. Það sem við elskum hann. Það var alltaf svo notalegt að kíkja norður til ömmu og afa á Sigló. Stjanað við mann og næg var afþreyingin. Afi var nefni- lega með stöð 2. Á meðan hann horfði á stöð 2, tók hann upp af RÚV og öfugt. Vildi aldrei missa af neinu. Hann sat löngum stundum og fylgdist með alls konar íþrótt- um. Þess á milli naut hann sam- verunnar með okkur barna- börnunum. Við spiluðum Manna eða Kana tímunum saman og alltaf var hann að reyna að kenna okkur að spila almenni- lega – telja sortirnar. Hann var líka sérstaklega hrifinn af því að leysa krossgátur. Sat í stólnum sínum við gluggann inni í stofu og leysti hverja gátuna á fætur annarri. Hún er mér, Guðlaugu, sérlega dýrmæt ein af síðustu stund- unum sem við áttum saman að leysa krossgátu. Við erum ótrúlega þakklát þeim árum sem við fengum að eyða með honum afa okkar. Yndislegri mann er vart hægt að finna. Hann var svo góður og dug- legur og mikil fyrirmynd. Mikill reglumaður og alltaf hægt að treysta á hann. Svo ekki sé minnst á húmorinn. Meira að segja þegar hann var sem veik- astur henti hann í nokkra brandara þegar við kíktum í heimsókn. Við Jökulsbörn erum svo heppin að mikið af þessum kost- um endurspeglast í pabba okk- ar og því munum við áfram hafa hluta af afa hjá okkur. Elsku afi okkar. Á sumar- daginn fyrsta baðaði sólin þig í geislum sínum er þú kvaddir þennan heim. Stórfenglegur, fallegur dagur tileinkaður þér. Við munum alltaf geyma minn- inguna um þig í hjörtum okkar og vitum að þú fylgist stoltur með okkur. Við elskum þig, afi. Munum alltaf gera. Takk fyrir alla þá ást sem þú hefur gefið okkur. Takk fyrir að vera al- vöru afi. Afinn okkar. Hvíldu í friði. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Valey, Guðlaug, Freyja og Sturla Jökulsbörn. Gunnar Jóhannsson Elsku Margrét mín. Svo hógvær, hæglát, glettin, fal- leg lítil kona en samt svo stór. Fór ekki mikinn, talaði hvorki hátt né hratt en kom sínu til skila og er eftirminnileg þeim sem henni kynntust. Hún á langa og viðburðaríka ævi að baki en kynni okkar hóf- ust þegar hún var að nálgast sjötugt. Ótal kærar minningar á ég í mínum sjóði um þau hjón, Mar- gréti og Siggeir, og hversu skrítið sem það er, þá eru það ekki endilega fjöldi samveru- stunda eða lengd kynna sem búa til órjúfanleg og dýrmæt bönd sem aldrei rofna en þann- ig voru kynni okkar Margrétar. Fyrstu kynni okkar tengdust búskaparstörfum og þess hátt- ar stússi ásamt því að vinna saman í sláturhúsinu á Kirkju- bæjarklaustri. Seinna þegar börnin mín komu í heiminn átt- um við hauk í horni þar sem Margrét var. Þrátt fyrir að vera komin yf- ir sjötugt og ekki alltaf frísk bætti hún þeim í barnahópinn sinn og gætti þeirra oft fyrir mig. Hún reyndist þeim hin besta „amma“ enda kölluðu þau hana Margrét Kristín Jónsdóttir ✝ Margrét Krist-ín Jónsdóttir, fæddist 2. sept- ember. Hún lést 16. apríl 2015. Útför Margrétar fór fram 25. apríl 2015. það. Ekki brást að það kæmu jóla- pakkar og afmælin gleymdust ekki heldur, oft bækur sem hæfðu aldrin- um og eru ennþá til, sannkallaðir gimsteinar, eða einhverjar fallegar flíkur. Siggeir fékk heimasætuna litlu í afmælisgjöf og það þótti þeim báðum upphefð. Ég veit ekki hversu oft ég rölti upp í „bæ“ með barna- vagninn eða börnin við hönd og þáði kaffisopa og smá spjall við eldhúsborðið. Margrét stóð þá oft við eld- húsvaskinn, horfði yfir Eld- hraunið og hvarflaði í huganum vestur á Skógarströnd á bernskuslóðir sínar. Rifjaði upp einhver atvik og sagði mér frá foreldrum sínum og systkinum, sérstaklega Fljóðu, og einnig þegar hún var í vist sem ung kona. Við frásögn hennar lifnaði allt við og um tíma fannst mér ég þekkja fólkið og umhverfið. Kannski skildum við vel hvor aðra, enda báðar aðfluttar og söknuðum fólksins okkar og bernskuslóðanna. En nú er langt um liðið og langt á milli endurfunda. Sem betur fer hitti ég hana sl. sum- ar á Klausturhólum og naut þess að halda í hönd hennar og hlusta á hana. Sami kunnuglegi raddblærinn, sömu áherslurn- ar, sami hláturinn, sama hlýjan í augunum, sama Margrét mín en samt svo langt í burtu, og merkilegt nokk, við spjölluðum saman um börn. Ævinlega er ég baka vöfflur hugsa ég til þín, en hvergi hef ég fengið betri vöfflur en þínar, stökkar og dökkar með smá sykri, og svo gerðir þú bestu fiskibollur í heimi. Elsku Margrét, þú skipar stórt sæti í hjarta mínu og ég verð þér ævinlega þakklát fyrir vináttu þína, hjálpsemi og tryggð. Þú sýndir börnum mín- um og okkur sanna væntum- þykju og vináttu, eins og öllu þínu samferðafólki enda heyrði ég þig aldrei hallmæla nokkr- um manni. Afkomendum þínum votta ég samúð mína. Hafðu þökk fyrir allt. Helga Guðrún Sigurjónsdóttir. „Sæll lagsi,“ sagði Jón í Hörgsdal, kominn á vörubílnum að sækja mig á flugvöllinn á Kirkjubæjarklaustri, „nú förum við í skúrana til Margrétar“. Margrét, ráðskona vegavinnu- manna, tók á móti mér af þeirri hlýju og vinsemd sem mér þótti alla tíð einkenna hana. Siggeir frændi minn vega- verkstjóri að Holti á Síðu var ekki lánlaus að fá Margréti til starfa, enda tókust fljótlega með þeim ástir og farsælt hjónaband. Fyrst í stað höfðu þau af- drep „vestrí kamesi“. Síðan var byggt við gamla Holtsbæinn svefnherbergi og eldhús en að lokum reist myndarlegt hús sem varð þeirra heimili og dætranna tveggja. Á mínum árum í Holti bjuggu Björn Runólfsson og Marín kona hans á móti börn- um sínum: Siggeiri og Sigur- laugu. Svo kom Margrét til sögunnar og allnokkru síðar giftist Sigurlaug Ólafi Nikulás- syni. Í Holti voru því um tíma þrjú bú í einu lagi. Allt starf fór þó fram í einingu og fund- um við sumarstrákar aldrei annað en samstöðu og samhug og gengum við jöfnum höndum í öll verk sem vinna þurfti. Margrét var einstök. Hún hafði einhverja innri glóð og friðsæld sem smitaði út frá sér. Allt var leyst með hægð af yf- irvegun, skynsemi og vinsemd. Gott skjól fyrir strákpatta svo langt að heiman. Þá spillti ekki þegar hjónin gáfu drengnum titilinn „ráðs- maður“. Dagar sumars liðu sem ör- skot, enda aldrei setið auðum höndum í Holti og það kallaði á næringu. Matur var mikill og góður og bakkelsið hennar Margrétar ómótstæðilegt. Þegar fjölgaði á bænum færðum við peyjar okkur bara út í vegavinnutjald og undum hag okkar vel. Útsýnið af hlaðinu í Holti á sér fáar hliðstæður. Fram af gróinni hálendisbrúninni breið- ir Skaftáreldahraunið sig allt niður til sjávar. Austar glittir á Skaftá, eitt meginfljóta landsins þar sem hún rennur milli hrauns og hlíðar og til austurs glampar á tind Öræfajökuls. Stórbrotið listaverk. Þessari fegurð og þakklæt- inu sem maður finnur til að kynnast og njóta vináttu Mar- grétar og Holtsfólksins alls verður vart með orðum lýst. En ég kveð nú Margréti, votta dætrum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar Ingibjargar og bið þeim vel- farnaðar. Guðjón Sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.