Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 36

Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 ✝ Rósa Gísladótt-ir fæddist á heimili afa síns og ömmu, Jóns Árna- sonar og Rósu Sig- hvatsdóttur, Ytri- Kleif í Breiðdal, 13. mars 1919. Hún lést 9. apríl 2015 á Mörk hjúkr- unarheimili. Rósa ólst upp á Ytri-Kleif til fjög- urra ára aldurs en flutti þá að Brekkuborg í Breiðdal með for- eldrum sínum. Rósa flutti sautján ára að Krossgerði á Berufjarðarströnd, heimili til- vonandi eiginmanns síns Einars Björgvins Gíslasonar. Þau giftu sig 23. maí 1941 og átti Rósa þar heima þar til hún brá búi árið 1971 í kjölfar andláts Ein- ars Björgvins. Foreldrar Rósu voru Gísli Stefánsson frá Jórvík í Breiðdal, f. 11.1. 1887, d. 6.2. 1975, og kona hans, Jóhanna Þórdís Jónsdóttir frá Ytri-Kleif, f. 11.12. 1897, d. 26.5. 1968. Rósa átti 5 systkini sem nú eru öll látin. en þar naut hún nálægðar við góða nágranna og miðbæinn. Í íbúðinni við hliðina á Rósu bjó til langs tíma bróðir hennar, Jón Aðalbjörn. Á sumrin dvaldi Rósa í Krossgerði en þar undi hún hag sínum best. Var þar gestkvæmt og dvöldu í Kross- gerði jafnan margir úr fjöl- skyldunni með henni um skemmri og lengri tíma. Áhuga- mál Rósu snéru einkum að ætt- fræði og almennum íslenskum fróðleik og dvaldi hún oft á Landsbókasafninu til að viða að sér þekkingu. Þá var Rósa bæði skemmtilegur sögumaður og flytjandi og kunni kynstrin öll af ljóðum og þulum sem hún fór með við góð tilefni. Um árabil las Rósa upp í Ríkisútvarpinu frumsamið efni og fleira, þ. á m. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Þá las hún ýmist efni inn á hljóð- snældur fyrir Blindrabóka- safnið og eftir hana liggja fjöl- margar greinar í tímaritinu Múlaþingi. Rósa var einnig mik- il útivistarkona og naut sín vel í íslenskri náttúru. Rósa stundaði handavinnu alla sína tíð og nutu afkomendur hennar góðs af. Útförin fer fram í dag, 2. maí 2015, frá Beruneskirkju í Djúpavogskirkjukalli kl. 13.30. Rósa og Einar Björgvin eignuðust fjögur börn: 1) Fjóla Margrét, f. 1.6. 1945, maki Ólafur Árnason, f. 23.12. 1941. Börn þeirra eru Rósa Björg, f. 21.3. 1963, og Arnór Gísli, f 1.2. 1965. 2) Krist- borg, f. 30.5. 1948, barn hennar er Einar Björgvin, f. 14.12. 1983. 3) Einar, f. 31.8. 1949, d. 29.11. 2010, barn hans er Þórey Rósa, f. 19.4. 1983. 4) Sigurður Óskar Björgvinsson, f. 9.5. 1953, maki Sigríður Björk Þórðardóttir, f. 8.11. 1954, börn þeirra eru: Eva Dögg, f. 10.12. 1976, og Björg- vin Rafn, f. 2.4. 1985. Rósa átti sjö langömmubörn. Rósa stundaði frá unga aldri öll almenn sveitastörf. Eftir að hún brá búi starfaði hún við ým- is almenn störf í Reykjavík en einkum fyrir Félagsþjónustu Reykjavíkur við heimilishjálp. Í Reykjavík bjó Rósa í rúman ald- arfjórðung að Vesturgötu 17A Amma var orðin fullsödd ævi- daga þegar hún lést 96 ára göm- ul. Hún var fædd í torfbæ, færði fólkinu mat út á engi, sat yfir án- um, fékk bæði barnaveiki og kíg- hósta. Henni var ekki hugað líf þegar hún fékk barnfararsótt er hún eignaðist fyrstu börnin sín, tvíbura sem fæddust fyrir tím- ann en hefðu lifað í dag. Amma fékk aðeins stutta skólagöngu í sveitaskóla austur á landi en hefði viljað læra meira eins og margir af hennar kynslóð. Amma var þó sannmenntuð, vel lesin, ritfær og fróð. Ég og Arnór Gísli bróðir minn vorum í sveit í Krossgerði hjá ömmu og afa um 1970. Nútíminn var rétt byrjaður á Austfjörðum og rafmagn nýkomið í bæinn. Barngóði afi hafði nógan tíma, bannaði ekkert og við eltum hann á röndum við bústörfin. Amma var strangari og sá til þess að við þvoðum okkur alltaf um hendur fyrir máltíðir. Sumrin snérust um dýrin, fjöruna, fjallið, lækinn og fuglana. Allt breyttist þegar afi varð bráðkvaddur á besta aldri, dýrin seld og búskap hætt. En ég man líka vel eftir sumr- unum sem við systkinin dvöldum hjá ömmu eftir að hún varð ekkja. Nú sváfum við þrjú í litla mjóa hjónarúminu ásamt kett- lingi sem við fengum lánaðan af næsta bæ. Við vöknuðum seint og lífinu var lifað hægt. Í minn- ingunni byrjuðu morgnarnir oft- ast á því að náð var í suðusúkku- laði inn í búr og amma las fyrir okkur. Lesturinn var ekki af verri endanum. Laxdæla og Njála runnu ljúft ofan í okkur systkinin. Eins sögur frá barn- æsku ömmu, sögur af vitru hest- unum og hröfnunum. Svo var hlustað á útvarp, spilað á spil, gramsað í gömlu dóti, vöfflur bakaðar og enn meira lesið. Og fjaran, fjallið, lækurinn og fugl- arnir enn á sínum stað. Öll sumur til níræðs fór amma í sveitina sína, tók sér löng og góð sumarfrí og tók á móti fjöl- skyldu og vinum. Amma kunni líka að vera ein, hún var í eðli sínu óhrædd við allt og alla og miklaði hlutina ekki fyrir sér. Hún prjónaði, hlustaði á útvarp og grúskaði í bókum á milli heim- sókna. Naut kyrrðarinnar. Ég þakka allar góðu stundirn- ar og þá tengingu sem amma gaf mér við fortíðina. Rósa Björg Ólafsdóttir. Kyrramyndir birtast þegar ég hugsa um ömmu mína. Ein mynd er af henni sitjandi í hægindastól að kvöldlagi á Vesturgötunni, með prjónana á lofti, spjallandi við mig um allt og ekkert og þó aðallega um lífið og tilveruna, Krossgerði og Breiðdal og kett- ina. Ég held að hún hafi allt kunnað best við sig við þessar að- stæður og mátti að ósekju drag- ast lengi að farið væri í háttinn enda var hún nátthrafn hinn mesti. Amma var ekki fyrir það að hreyfa sig að þarf- eða erind- isleysu, hægindastóllinn var staða bestur og uppáhaldsfæði hennar af þeirri gerð sem Lýð- heilsustofnun myndi seint leggja blessun sína yfir; langbest væri það allt saman nógu reykt og salt. Þessar stundir með ömmu urðu margar en þó aldrei nógu margar, „komdu fljótt aftur að finna mig“, sagði hún jafnan við mig í kveðjuskyni. En þær urðu nánari eftir því sem ég eltist og varð fullorðinn. Rósa amma átti rætur sínar í horfnum heimi, fædd í torfbæ í Breiðdal, viðhorfin, kröfurnar og meira að segja fjarlægðarskynið allt annarrar tegundar. Í hennar munni hljómaði flutningurinn þessa tiltölulega fáu kílómetra úr Breiðdal yfir á Berufjarðar- strönd eins og hún hefði flutt frá Íslandi til Ástralíu, veðurfarið var gerólíkt og venjur fólksins líka, meira að segja lambakjötið annarrar og verri tegundar en það í Breiðdal. Oft kom þessi uppruni hennar fram í undarleg- um viðbrögðum við grafalvarleg- um vandamálum nútímans, eins og margir í fjölskyldunni þekkja, stundum þannig að þau urðu á svipstundu hlægileg og leystust upp í það sem þau í reynd voru, í ekki neitt. Fyrir nokkrum árum veiktist konan mín og við það fór sjónin eilítið úr skorðum þannig að við blasti að hún myndi ekki aka bíl framar. Þessi þungu og vondu tíðindi færði ég ömmu sem hugsaði sig lengi um í hæginda- stólnum en svaraði síðan grafal- varleg: „Þetta er eins ég mætti aldrei fara á hestbak.“ Amma hafði auðvitað aldrei haft bílpróf eða átt bíl. Þegar ég flutti milli íbúða á yngri árum og kvartaði kannski undan að íbúðin væri heldur lítil eða stofan aðeins of þröng hafði amma lítinn skilning eða áhuga á því en spurði æv- inlega sömu spurningarinnar: „Er góður hiti þarna hjá þér?“ Önnur kyrramynd hugans er úr Krossgerði, af afa að drekka kaffi eftir hádegismatinn, ég og Rósa systir kannski að spila á spil, amma að stússa eitthvað við eldhúsbekkina; augun leita ann- að slagið út um eldhúsgluggann og nema staðar við Papeyna í fjarska. Bakgrunnshljóðið er gamla gufan: Fagurhólsmýri suðsuðvestan fimm, skyggni 200 metrar … fjær vellur spóinn úti á túni. Tíminn ákaflega hæggeng- ur en þó ljúfur og góður, sáttin og róin líkt og allir viðstaddir væru nýútskrifaðir af löngu og rándýru hugleiðslu- og kyrrðar- námskeiði fyrir austan fjall. Því er kannski ekki skrýtið, þegar hraði og ístöðuleysi nútímans hefur orðið þjakandi, að hugur- inn leiti uppi tímann með afa og ömmu í Krossgerði og síðar bara ömmu, þar sem asinn var enginn og tilveran virtist heil og sönn. Arnór Gísli Ólafsson. Amma mín, Rósa Gísladóttir, var ein mín helsta fyrirmynd í líf- inu. Hún var einlægur náttúru- unnandi, hjartahlý, sanngreind og vel menntuð af lífsins lær- dómi. Hún bar svip sinnar kyn- slóðar, dugnað og áreiðanleika, þjóðlegt stolt og nægjusemi. Ævi ömmu var langt frá því að vera auðveld og voru ýmsar þungar byrðar lagðar á hana en í mínum augum var hún mikill dugnaðar- forkur. Það er einmitt rétta orð- ið, hún var dugnaðarforkur. Hún tók lífinu sem verkefni og fór sína leið í gegnum það af ákveðni og staðfestu og votti af aust- firskri þrjósku. Ég á góðar minningar um ömmu. Allir lukkupakkarnir og áheitin, allar lummurnar, kakóið og spilin líka. Lengi vel skrifaði hún ekki nafnið mitt á afmæl- iskort heldur eingöngu: Til mannsins míns. Það þótti mér vænt um. Ótal stundir átti ég með ömmu á Vesturgötunni. Bæði í pössun sem barn og síðar sem unglingur og loks fullorðinn einstaklingur. Alltaf tók hún mér fagnandi, maltflaska fundin til og jafnvel harðfiskur ef vel stóð á. Ekkert aftraði ömmu minni frá því að hugsa vel um mig. Jafnvel lét hún ekki eftir sér, komin á ní- ræðisaldur, að elda kjötsúpu í há- deginu hvenær sem barnabarnið óskaði þegar lesið var fyrir próf á Þjóðarbókhlöðunni. Uppeldi fékk ég líka frá ömmu minni, ekki endilega alltaf það sama og heima. Það var sko lesið uppi í rúmi, jafnvel að nokkrir brjóstsykursmolar fengu að fljóta með Emil í Kattholti og bókum Guðrúnar Helgadóttur. Ættfræðin var brotin til mergjar og bókmenntaáhuginn ræktaður með heimsókn í fornbókabúðir. Í Krossgerði, sumardvalarstað ömmu, hélt uppeldið áfram. Við fórum yfir náttúrujurtirnar, staðhætti og fornar sagnir og þá voru sagðar sögur frá fyrri tím- um og bakaðar vöfflur, mikið af vöfflum. Amma var ekki mann- eskja sem fór eftir klukkunni, tíminn í sveitinni var bara við- mið. Ef það var gott veður var lagst í sólbað úti á rúst og annað látið bíða. Þeir verða ekki taldir upp með fullnægjandi hætti allir þeir góðu kostir sem prýddu hana Rósu ömmu mína. Ég mun aldrei geta fullþakkað henni fyrir allar þær ánægju- stundir sem hún veitti mér né heldur allt sem hún kenndi mér. Hún var einfaldlega amma af bestu gerð. Fyrir það get ég fært þakkir. Einar Björgvin Sigurbergsson. Rósa amma, eins og ég kallaði hana, var dugleg, ákveðin og góð kona. Hún fór sínar eigin leiðir í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Amma var mikil handverks- kona og prjónaði hún heil ósköp af lopapeysum, ullarsokkum og vettlingum og fengu barnabörnin og síðar barnabarnabörnin að njóta þess. Rósa amma var mjög gestrisin kona og var hún t.d. alltaf með vöffludeig tilbúið ef einhver kæmi í heimsókn og þá passaði vel að fá heimatilbúnu rabarbar- asultuna ofan á ljúffengu vöffl- urnar hennar. Þá var ekki nóg að skreppa í hálftíma til ömmu því alltaf endaði maður á því að vera tvo tíma eða lengur því hún hafði svo gaman af að fá gesti í heim- sókn og gaman var að heimsækja hana. Amma fór alltaf á ættaróðalið sitt, Krossgerði, yfir sumartím- ann en þar undi hún sér best. Krossgerði var í hennar huga paradís og þar var veðrið alltaf gott að hennar sögn. Ég fór oft með mömmu, pabba og bróður mínum í heimsókn til hennar í Krossgerði á sumrin og var ég stundum skilin eftir í nokkrar vikur enda skemmti ég mér alltaf vel hjá henni. Við brölluðum ým- islegt saman og fórum við stund- um niður í land að tína steina en skemmtilegast þótti mér þegar við fundum yfirgefna andarunga sem amma tók með heim en þá geymdi hún oft milli brjóstanna svo þeim liði sem best. Amma hafði gaman af dýrum og þá sér- staklega köttum en eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í heimsókn í Krossgerði var að hlaupa á næsta bæ til að fá lánaða kettlinga fyrir mig og ömmu. Ég man einnig vel eftir því þegar ég og amma sátum saman undir teppi og spiluðum saman eða drukkum te úr blóð- bergi og fjallagrösum, sem hún hafði sjálf blandað saman. Í seinni tíð lá leið mín og Dav- íðs, mannsins míns, oft ásamt börnunum okkar til Rósu ömmu í Krossgerði og á Vesturgötuna í Reykjavík. Alltaf var gaman að koma til hennar og hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja. Elsku besta amma mín, ég á eftir að sakna þín sárt en minn- ingarnar um þig geymi ég í hjarta mínu um alla eilífð. Þitt barnabarn, Eva Dögg. Þegar mér verður hugsað til Rósu Gísladóttur fyllist ég alltaf þakklæti yfir því láni að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu og einnig undrun því hún hefur á margan hátt verið langt á undan sinni samtíð. Hugrökk, sjálfstæð, dugleg og vel lesin kona sem var óhrædd við að standa á sinni skoðun, hvað sem aðrir sögðu, en þessi flotta blanda gerði hana alla daga að mikilli hetju í mínum augum. Ég kynntist Rósu í upphafi skólagöngu minnar en frá fyrstu stundu tókust með okkur góð kynni. Enn verður mér hugsað til hennar þegar ég finn lykt af Ni- vea-handáburði sem var í bláum dósum. Eftir langan vinnudag voru okkar gæðastundir, þá bar hún á sig handáburðinn góða en síðan hófst sögu- eða lestrar- stund. Þessar stundir voru mér hreinn fjársjóður. Einnig var margt skrafað og skemmtileg var hún alla daga. Rósa skemmti og hlúði að fleirum en mér, hún vann ýmis störf eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Hún las inn á hljóð- bækur, prjónaði dýrindis varning og peysur sem hún gaf og seldi, var heimilishjálp í mörg ár og veit ég að hún gaf sér alltaf góð- an tíma til að spjalla við þá ein- staklinga sem hún vann fyrir og lýsir það henni vel og hvað hún átti gott með að gefa af sér. Ein lopapeysan er mín og er hún mikið notuð og verður það áfram enda dugar að taka hana með í útivistina, þá kemur gott veður, þótt smekkur manna sé misjafn um hvað sé gott veður. Þótt Rósa fengi eins og allir sinn skerf af sorg og þrautum var alltaf glaðværð í kringum Rósu, enda kunni hún ógrynnin öll af ljóðum, kvæðum og sögum og ættfræðin vafðist ekki fyrir henni. Ég naut þess alltaf að heimsækja hana og áttum við margar góðar stundir saman. Síðast þegar ég kom til hennar var þó komið að mér að tala meira en áður. Þá var Rósa orðin illa haldin af minnistapi og veik- indum, en ég held að hún hafi þekkt mig smástund og var það notalegt. Um leið og ég votta börnum Rósu og afkomendum samúð þakka ég líka góða vináttu. Það er við hæfi að kveðja Rósu með tilvitnun í meistara Þórberg en hann var eitt af þeim skáldum sem við ræddum oft. „Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mest- ur velgerðarmaður þess.“ (Þór- bergur Þórðarson – Bréf til Láru.) Siggerður Ólöf Sigurðardóttir. Rósa Gísladóttir Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GÍSLI Á. EIRÍKSSON trésmiður, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum hinn 18. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. . Ólöf Eir Gísladóttir, Júlíus Ævarsson, Helena Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erla Eiríksdóttir, Svafa Eiríksdóttir. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BÖÐVAR STEFÁNSSON, fv. skólastjóri á Ljósafossi, lést á heimili sínu Grænumörk 2, Selfossi, mánudaginn 27. apríl. Jarðarförin fer fram í Selfosskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda . Arnheiður Helgadóttir, Reynir Böðvarsson, Ann Olanders Böðvarsson, Anna Björg Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.