Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Hjalti Þórðar-son fæddist í
Litla-Gerði í
Höfðahverfi 3. júlí
1928. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 19. apríl
2015.
Foreldrar
Hjalta voru Þórð-
ur Jónsson frá Hóli
í Höfðahverfi, og
Nanna Stef-
ánsdóttir frá Miðgörðum á
Grenivík. Systkini hans voru: 1)
Þráinn, f. 1923, látinn, 2) Bald-
ur, f. 1924, látinn, 3) Ingvi, f.
1926, látinn, 4) Friðgerður, f.
1930, 5) Stefán f. 1935, 6) Andr-
és, f. 1940.
Hjalti kvæntist 13. júlí 1950
Ingu Aðalheiði Guðbrands-
hún er látin. Barn þeirra eitt og
barnabarn eitt. Maki 2: Guðrún
Ragna Ragnarsdóttir, þau slitu
samvistum, barn þeirra eitt. 5)
Sævar, f. 1965, maki María
Ólafsdóttir, börn þeirra þrjú,
barnabörn fjögur.
Hjalti ólst upp í Hléskógum í
Höfðahverfi til ársins 1944 en
þá flutti fjölskyldan að Hjarð-
arholti í Dölum. Hann byrjaði
búskap með föður sínum og
bróður Baldri 1951 og bjó þar
til 1967 en fluttist þá að Hróð-
nýjarstöðum og bjuggu þau
hjónin þar til 1999 er þau fluttu
að Gunnarsbraut 3 í Búðardal.
Síðustu tvo mánuðina dvaldi
Hjalti á dvalarheimilinu Silf-
urtúni í Búðardal og var Inga
nýflutt þangað líka er hann lést.
Hjalti var bóndi af lífi og sál og
starfaði við það alla tíð.
Hjalti verður jarðsunginn frá
Hjarðarholtskirkju í dag, 2. maí
2015 kl. 15.
dóttur frá Lækj-
arskógi í Laxárdal,
f. 20. júlí 1929. For-
eldrar hennar voru
Guðbrandur Guð-
mundsson og Arn-
dís Magnúsdóttir.
Börn þeirra eru: 1)
Erna Kristín, f.
1950, maki Vé-
steinn B. Arn-
grímsson. Börn
þeirra eru þrjú og
barnabörn sex. 2) Bára, f. 1952,
maki Magnús O. Arngrímsson.
Börn þeirra eru þrjú og barna-
börn sex. 3) Nanna, f. 1954, lát-
in 2008. Maki Ólafur S. Guð-
jónsson. Börn þeirra eru tvö og
barnabörn fjögur. 4) Smári, f.
1959, maki 1: Kristborg Krist-
insdóttir, þau slitu samvistum,
Elskulegur pabbi minn er
horfinn af sjónarsviðinu. Sárt er
að geta ekki hitt hann meir,
hringt í hann, spurt hvaða bók
ertu að lesa. Spurt frétta eða
heyrt nokkrar vísur. Samtímis
er svo margs að minnast af
góðri ævi hans. Pabbi var bóndi
með stórum stöfum. Bóndi af lífi
og sál. Pabbi flytur frá Hlé-
skógum í Höfðahverfi 1944
ásamt foreldrum og systkinum í
Hjarðarholt þegar hann er 16
ára gamall en hann var fjórði í
röðinni af sjö systkinum.
Þann 1. júlí 1967 flytur fjöl-
skyldan að Hróðnýjarstöðum.
Pabbi og mamma höfðu þá
keypt jörðina árið áður. Við
flutning fjölskyldunnar að Hróð-
nýjarstöðum upphófst mikil
uppbygging. Nánast enginn
vegur var að bænum, lítil rækt-
un, ekkert rafmagn og húsa-
kostur lélegur. Fjárhúsin á
bænum hrundu vorið 1969 og er
það ein af mínum fyrstu minn-
ingum. Ný hlaða og fjárhús
byggð, nýtt íbúðarhús og að lok-
um vélageymsla. Sífellt var ver-
ið að rækta tún til að afla forða
fyrir veturinn. Margur steinninn
var tíndur úr flögum og bera
sumar grjóthrúgurnar þess
merki hvílíkt magn var tínt.
Girðingar endurnýjaðar og hús
máluð, allt snyrt og fegrað, þar
voru pabbi og mamma samheld-
in eins og venjulega. Enda
fengu þau verðlaun fyrir snyrti-
legasta býlið í Dalasýslu 1977.
Við ræktun á fjárstofni var
hrútaskráin lesin í þaula. Afurð-
ir jukust jafnt og þétt í frjósemi,
hækkandi meðalvigt o.fl. Pabbi
var hinsvegar aldrei í fjárrækt-
endafélagi. Hann hafði auga og
brjóstvit á því sem hann gerði.
Því til staðfestingar þá er mér
minnisstætt þegar við feðgar
fórum á hrútasýningu í sveit-
inni. Pabbi labbaði um í fjárhús-
unum og horfði yfir fjárstofninn
sinn og tók kollóttan hrút úr
hópnum. Sagði við mig að hann
ætlaði að taka þennan með til að
stríða körlunum í sveitinni. Á
hrútasýningunni hélt pabbi í
þennan kollótta. Dómarinn segir
eftir mikið þukl að kollótti hrút-
urinn hans pabba væri besti
hrúturinn. Dómarinn spyr
pabba „undan hverjum er þessi
kollótti“? Pabbi svaraði hátt og
snjallt svo að allir heyrðu:
„Hann er undan pabba sínum og
mömmu“ og uppskar mikinn
hlátur allra viðstaddra nema
dómarans sem stökk ekki bros
því nú var kollótti hrúturinn
ættlaus og óskilgetinn, en samt
bestur og hlutu pabbi og sá koll-
ótti fyrstu verðlaun.
Annað var að pabbi var
einkar laginn við það að venja
undir á vorin þegar einhver
lömb voru móðurlaus. Ein kind-
in var ansi þrjósk og þegar allt
virtist komið í þrot fór pabbi
heim í búr til mömmu og náði í
kardimommudropa. Dropunum
hellti hann síðan yfir haus og
dindil lambanna, á nasir kind-
arinnar og kannski örlítið í nasir
hennar. Þá tók hann smá
„kardó“ fyrir sig og rak síðan
kindina og lömbin út fyrir og
hafði hundana til hjálpar. Nú
var allt komið með sömu lykt á
haus, dindli og nösum og kindin
tók lambið á staðnum. Þannig
vann hann þær allar sem þurfti
að venja undir.
Í dag verður hann borinn til
grafar í Hjarðarholti. Hvíldu í
friði, elsku pabbi. Þú ert mín
fyrirmynd og ég mun segja mín-
um barnabörnum sögur af þér
um ókomin ár.
Sævar Hjaltason.
Þú ert það, sem þú öðrum miðlað
getur,
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót
ber.
Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.
(Árni Grétar Finnsson)
Elsku pabbi.
Það er komið að kveðjustund
og hugurinn reikar aftur í tím-
ann. Við áttum margar góðar
stundir saman bæði við búskap-
inn í gamla daga og eins eftir að
þú hættir búskap, og þá í ýmsu
sem ég tók mér fyrir hendur.
Þú hvattir mig með áhuga þín-
um og tókst þátt í því með mér.
Betri pabba hefði ég ekki get-
að átt. Ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú kenndir mér og
traustið sem þú sýndir mér ung-
um til að leysa oft snúin og erfið
verkefni. Það var ómetanlegur
skóli sem ég bý að allt mitt líf.
Minning þín lifir.
Smári.
Þegar vorið er að reyna að ná
völdum eftir langan og illviðra-
saman vetur kveður hann pabbi
minn 86 ára gamall. Í lífi bónda
skiptir veðráttan miklu máli og
pabbi kynntist því vel en hann
var alla tíð bóndi af líf og sál.
Sauðfé og hestar voru hans
uppáhald og stundaði hann bú-
skap í 50 ár. Það voru því mikil
umskipti þegar aldurinn færðist
yfir og heilsan fór að gefa sig.
Þau mamma brugðu búi, seldu
Hróðnýjarstaði og fluttu í
Búðardal árið 1999.
Ég veit þó að honum líkaði
það vel að jörðina keyptu ung
og dugmikil hjón sem halda
merki hans hátt á lofti og gladd-
ist hann innilega yfir því.
Það var gaman vorið 2007
þegar nafni hans og dóttursonur
var að byrja sinn búskap, þá
kom pabbi keyrandi á hverjum
morgni úr Búðardal til að hjálpa
honum í sauðburði. Hann spurði
líka alltaf um búskapinn hjá
nafna sínum; sauðburð, hey-
skap, smalamennsku og allt sem
því tengist.
Það hefur alltaf verið gest-
kvæmt á heimili foreldra minna
og pabbi hafði gaman af að taka
á móti gestum, segja sögur og
fara með vísur, en hann kunni
ógrynni af vísum.
Á síðasta ættarmóti norður í
Höfðahverfi sagði hann frá því
þegar þeir Þórður afi komu með
hestana úr Höfðahverfi í Hjarð-
arholt í júní 1944 en það ár
flutti fjölskyldan hans búferlum
í Dalina. Það ríkti dauðaþögn í
salnum á meðan hann flutti
þessa frásögn og unga kynslóðin
sat á gólfinu í kringum hann og
hlustaði af athygli. Það var
dásamleg stund.
Pabbi átti mjög auðvelt með
að laða að sér börn og ung-
menni og afa- og langafabörnin
minnast margra góðra stunda í
veiðiferðum og ýmsu öðru.
Eftir að þau mamma fluttu í
Búðardal hefur líka oft verið
gestkvæmt á Gunnarsbrautinni
en þar áttu langafa- og lang-
ömmubörnin alltaf athvarf
ásamt vinum sínum og mamma
sá um að enginn færi svangur
úr húsi.
Í 65 ár hef ég búið við þau
forréttindi að eiga báða foreldra
mína á lífi og er það mikil gæfa.
Elsku pabbi minn, ástarþakk-
ir fyrir öll árin okkar saman og
allt sem þið mamma hafið gert
fyrir mig og mína fjölskyldu.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Erna Kristín.
Í dag kveðjum við afa okkar,
sem hefur skipað svo stórt hlut-
verk í lífi okkar systra. Við
minnumst hans allar sem ótrú-
lega góðs afa sem vildi helst allt
fyrir okkur gera. Hann var stór-
kostlegur maður, hjartahlýr,
fyndinn, dýravinur og vísnagóð-
ur. Það eru ófáar minningarnar
okkar um hann og eru þær gulls
ígildi núna. Þegar Eva var lítil
trítlaði hún á eftir honum í fjár-
húsunum og vildi hvergi annars
staðar vera, það er ótrúlegt
hvað hann nennti að hafa hana
með í allt. Birgitta var vel dekr-
uð í matseld hjá ömmu og afa
því hún var matvönd, en aldrei
var hún neydd til að borða neitt,
heldur var eldað sérstaklega
fyrir hana. Afi lagði sig alltaf
eftir matinn á hart eldhúsgólfið
með kodda undir höfði. Evu
fannst einstaklega gott að leggj-
ast með honum og hlusta á
skemmtilegu hljóðin í honum, en
Birgitta skildi ekki hvernig
hægt væri að sofa á hörðu gólf-
inu.
Ófáar voru ferðirnar í Zetorn-
um með hundana okkur við fæt-
ur, eða í kjöltu hans afa að
stýra, það var auðvitað aðal-
sportið. Við systurnar fórum
líka í ófáa reiðtúrana um sveit-
ina með afa og þar var sungið
hástöfum eða farið með vísur.
Einnig notaði hann okkur
óspart til að smala kindunum og
sagði alltaf „hlaupiði nú þarna á
eftir þeim, þið eruð svo léttar á
fæti“. Þegar Eva fékk að fara
með í fyrstu heimasmölunina
upp á Lárskógafjall, þá bara
nokkuð ung að aldri, var það
eins og að vinna í lottóinu. Birg-
itta var of ung til að fara með en
var kippt með við garðinn heima
og fékk að koma með restina
niðrí rétt. Hann afi var alltaf
hress í réttunum, eitt skiptið
átti hann að vera með auga á
okkur systrum en þegar að líða
fór á daginn sáum við afa sitja
við dilkinn, svo við fórum að at-
huga með hann. Þá segir hann
við okkur: „Ég er bara þreyttur
í hnjánum.“ Þó við höfum báðar
verið ungar vissum við vel hvað
það þýddi. Í ófáu skiptin höfum
við systur fengið að sofa á milli
og allar sammála um það að
hvergi höfum við sofið betur
með hljóðin hans afa í eyrunum
en það er einstaklega róandi.
Matarvenjur afa voru ótrú-
legar, Eva og afi áttu það sam-
eiginlegt að elska hákarl og eitt
sinn sátu þau saman með risa-
stykki af hákarli þar sem afi
skar ofan í þau til skiptis, það
var dásamleg stund. Eitt sinn
þegar amma þurfti að fara í
Búðardal að kvöldi átti afi að
gefa okkur kvöldmat, það var
ekki hans sterkasta hlið. Amma
hafði því keypt dós af fiskbúð-
ingi, afi gerði þetta bara á sinn
eigin hátt og lét sér nægja að
opna dósina og svo borðaði hann
bara með skeið beint uppúr dós-
inni. Birgittu og Þóru fannst
alltaf svo ógeðslegt þegar það
voru svið í matinn því afi borð-
aði gjörsamlega allt.
Afi var svo duglegur að hrósa
Þóru sérstaklega fyrir söng-
hæfileika hennar því ekki höfum
við vott af því hinar tvær. Þóra
var líka dugleg að biðja hann
um að skutla sér og áttu þau því
góðar stundir á rúntinum. Þóra
fór einnig oft með honum upp í
hesthús og fékk að dúlla sér þar
í kringum hann rétt eins og við
hinar gerðum á hennar aldri.
Hvíl í friði, elsku afi.
Eva Dröfn, Birgitta Ýr,
Þóra Björg.
Margs er að minnast er
Hjalti afa á Hróðnýjarstöðum er
kvaddur, hann er afi Berglindar
og hafa börnin okkar verið svo
heppin að fá að njóta nærveru
hans og Ingu konu hans, allan
sinn uppvöxt.
Hjalti hafði góða nærveru og
skemmtileg svör við margvísleg-
um uppátækjum tilverunar, allt-
af átti hann auðvelt til að fá
samferðamenn til að brosa.
Hann sá að sumir kunnu að láta
hestana ganga á tímakaupi ef á
þurfti að halda, aðra bað hann
um að nota brjóstvitið, því það
reynist oft vel góði sagði hann
.Hann talaði um margt glæsi-
hrossið, vaðandi töltara, liðuga í
banakringlunni.Oft lýsti hann
því hve ærnar voru sólgnar í
brokið og annað góðgæti á vetr-
arbeitinni hér áður fyrr.
Ást hans á sauðfé og hrossum
var ósvikin,
Er Hjalti og Inga hættu að
búa og fluttu í Búðardal, nutum
við þess að fá hann til aðstoðar
á sauðburði og við fjárrag á
haustin, sá tími var ógleyman-
legur og dýrmætur. Þá kom
hann oft í heimsókn og kíkti í
húsin á góðviðrisdögum á vet-
urna, það var dýrmætt fyrir
unga bændur í ekki alveg nýjum
húsum að heyra hann segja er
hann leit yfir féð“ það er svo
gott fyrir blessaðar kindurnar
að FÁ að liggja á taðinu“ .
Það hefur verið ómetanlegt
fyrir börnin okkar að geta haft
skjól hjá langafa og langömmu á
Gunnarsbrautinni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við sendum Ingu ömmu og
öðrum aðstandendum samúaðar-
kveðjur.
Berglind, Finnbogi,
Vésteinn Örn, Haraldur
Ingi og Hafdís Ösp.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá Hjalta frænda sem lést fyrr
í þessum mánuði. Verð að segja
að fráfall hans kom mér nokkuð
á óvart enda seigt í karli eins og
hann hafði sýnt áður þegar ein-
hver krankleiki hafði gert vart
við sig.
Hafði ég á því trú að það
sama yrði upp á teningnum
núna, þ.e. að hann myndi ein-
faldlega hrista þetta af sér. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
komast í sveit hjá þeim Ingu og
Hjalta á unglingsárum á bújörð-
inni Hróðnýjarstöðum í Laxár-
dal, sem þau höfðu keypt nokkr-
um árum áður. Af nógu var að
taka við uppbyggingu býlisins
og gilti það jafnt um endur-
byggingu húsakostar, girðinga
og hverskonar ræktun. Áhugi
þeirra hjóna var aðdáunarverð-
ur á þessu mjög svo stóra verk-
efni.
Fór það svo að Hróðnýjar-
staðir fengu í þeirra búskapartíð
sérstaka viðurkenningu fyrir
uppbyggingarstarf og snyrti-
mennsku í hvívetna. Ég verð að
segja að þrátt fyrir að maður
hafi á stundum verið ansi
þreyttur á kvöldin þá er ég
sannarlega stoltur af því í dag
að hafa fengið tækifæri til að
taka þátt í þessu öllu saman. Í
sveitinni var tekist á við fjöl-
breytt verkefni sem sum hver
voru fremur leiðigjörn en önnur
skemmtilegri eins og gerist og
gengur. Þetta var þó ekki enda-
laus vinna frá morgni til kvölds
heldur var oft tekinn tími í að
sinna áhugamálum svo sem út-
reiðum eða veiðimennsku sem
kryddaði tilveruna svo um mun-
aði.
Hjalti hafði einstakt lag á
hrossum og sinnti þeim af alúð
hvað alla þætti varðaði. Fyrir
mig sem fékk að hafa minn hest
í fóstri hjá þeim hjónum var
þetta ein allsherjar lærdóms-
kúrfa sem ég bjó að allan þann
tíma sem ég stundaði hesta-
sportið. Reiðtúrarnir á hesta-
mannamótin á Nesodda eru
greyptir í huga manns enn þann
dag í dag en kærust er þó minn-
ingin þegar Hjalti bauð okkur
púkunum með í reiðtúr norður í
Hrútafjörð og þaðan gegnum
Haukadalsskarð heim á leið. Þá
lék hann á als oddi enda helsta-
mennskan hans helsta áhugamál
og ekki leiðinlegt að ferðast um
á hrossum um langan veg með
tilheyrandi innlitum á hina
ýmsu bæi á leiðinni. Þetta var
manni ómetanlegt og ber að
þakka við leiðarlok. Hjalti hafði
einnig mikinn áhuga á mannlíf-
inu og kveðskap af ýmsu tagi og
það að fá að njóta þess að vera
með honum vestur í Selárdal hin
seinni ár í haustferðum okkar
frændanna var hrein og bein
upplifun. Þvílíkur fjöldi vísna og
gamansagna sem hann gat rutt
úr sér án þess að hafa nokkurn
skapaðan hlut fyrir því að því er
manni fannst. Margt annað væri
hægt að rifja upp í þessari
stuttu kveðju en þetta verður
látið nægja. Kæri frændi, kveð
þig með hlýju í hjarta um leið
og ég sendi Ingu og allri þinni
fjölskyldu mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Logi.
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann þegar
komið er að kveðjustund. Fimm
ára gömul var ég svo heppin að
fá að fara í sveitina til Ingu
frænku og Hjalta. Ég var hjá
þeim á Hróðnýjarstöðum næstu
tíu sumur. Þetta var frábær tími
fyrir mig og ég var ótrúlega
heppin að fá að njóta sumranna
í sveitinni, ekki bara í hvaða
sveit sem er heldur hjá Ingu og
Hjalta.
Ég fór ófáar ferðirnar með
Hjalta að vitja neta í vötnunum
í eigu Hróðnýjarstaða, þó
nokkrar ferðir voru farnar inn í
Hvammssveit með merar eða að
sækja kálfa sem voru á leið inn í
Laxárdal.
Hjalti var ljúfur og góður
maður sem kunni margar
skemmtilegar sögur og vísur,
prenthæfar og óprenthæfar.
Frásagnir Hjalta voru auðvitað
fagurlega skreyttar og svo
fylgdi skemmtilegur hlátur á
eftir.
Oft hugsa ég til hans þegar
ég keyri um landið á sumrin þar
sem dreifar eru út um öll tún,
því á Hróðnýjarstöðum var aldr-
ei tugga eftir á túnunum þegar
búið var að heyja þau. Aldrei
minnist ég þess að Hjalti hafi
verið óþolinmóður við mig þrátt
fyrir rólegheit og rolugang í
mér, hann hafði líka óhemju
mikla þolinmæði fyrir Evu
Dröfn og ég held að hann hafi
ekki sagt nema einu sinni nei
við hana á meðan ég var í sveit-
inni. Það voru forréttindi að fá
að vera hjá þeim hjónum á
sumrin og eftir því sem ég eldist
geri ég mér betur grein fyrir
því. Elsku Inga frænka og fjöl-
skylda, ég samhryggist ykkur
innilega.
Hrafnhildur Sævarsdóttir.
Hjalti Þórðarson HINSTA KVEÐJA
Pabbi lést á Sjúkrahús-
inu á Akranesi að morgni
19. apríl. Ég var svo lánsöm
að geta verið hjá honum
síðustu nóttina hans. Minn-
ingarnar streymdu fram
þegar ég sat við rúmið og
horfði á hann sofa. Hann
var tilbúinn að fara og
kvaddi í morgunsárið
áreynslulaust og hljóðlega
eins og allt hans líf var.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku pabbi, takk fyrir
allt.
Bára.