Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 43

Morgunblaðið - 02.05.2015, Page 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 hef áhuga á straumum og stefnum í menningu og listum, hvort sem um er að ræða krúttkynslóð eða hip- stera.“ Atli hefur skrifað smásögur og ljóð sem birst hafa á prenti hér- lendis og í Kanada auk þess sem hann hefur þýtt á og úr ensku. „En þekktustu skrif mín eru líklega lagatextar fyrir Hjaltalín, Gusgus og Helga Björnsson. Ég lærði á pí- anó frá níu ára aldri og fyrsti píanó- kennarinn minn, Guðrún Óskars- dóttir í Tónlistarskóla Kópavogs, hvatti mig til að semja lög sem ég og gerði. Ég byrjaði 11 ára að fikta í raftónlistarstúdíói Sverris, bróður míns, og samdi þá fjölmörg lög. Ég og vinur minn Leó Stefánsson sömdum aragrúa af raftónlist á unglingsárunum og í félagi við Kára Hólmar Ragnarsson rákum við fönkhljómsveitina Nortón sem hét áður Frír bjór og komst undir því nafni í úrslit Músíktilrauna 2000. Síðustu árin var Högni Egilsson gítarleikari í þeirri hljómsveit.“ Atli var einnig í hljómsveitinni SAAB í MH, en árið 2006 gekk hann til liðs við nokkra gamla SA- AB-limi í hljómsveitinni Sprengju- höllinni sem gaf út tvær vinsælar plötur árin 2007 og 2008. „Ég fikta enn við raftónlist en fæ nú helst út- rás sem plötusnúður og spila sem slíkur tvisvar til þrisvar í mánuði.“ Atli var formaður nemendaráðs Réttarholtsskóla, sat í stjórn mál- fundafélagsins, listafélagsins og Fréttapésa í MH, starfaði með Röskvu í HÍ og var varaformaður Stúdentaráðs HÍ veturinn 2006- 2007. Í grunn- og menntaskóla keppti hann með góðum árangri í ræðumennsku og hlaut m.a. titilinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni MORFÍS vorið 2002. Að undanförnu hefur Atli leikið í styttri og lengri kvikmyndum eftir vin sinn Alexander Carson sem býr og starfar í Toronto og nú síðast í stuttum vefþáttum sem nefnast Cloud of Ash. Hann hefur unnið með Hörpu að gagnvirkum lista- verkum á glerhjúp tónlistarhússins og er mjög hugfanginn af því verk- efni en þar mætist áhugi hans á tækni og list. „Síðasta vetur ferðaðist ég um Suður-Ameríku í tæpa fimm mánuði með unnustu minni, Ásrúnu Magn- úsdóttur. Við fórum allt frá Kar- íbaströnd Kólumbíu niður í And- esfjöllin og meðfram Kyrrahafs- ströndinni og yfir til Buenos Aires. Áður höfðum við dvalið saman til skamms tíma í Marseille, Hildes- heim og Berlín. Við höfum frábæra reynslu af ferðalögum og við ætlum að eyða júnímánuði í Marokkó.“ Fjölskylda Unnusta Atla er Ásrún Magnús- dóttir, f. 17.11. 1988, danshöfundur. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Guðmundsdóttir, f. 10.3. 1963, frönskukennari í Reykjavík, og Magnús Hauksson, f. 25.6. 1959, rafmagnsverkfræðingur í Reykja- vík. Systkini Atla eru Einar Gunnar Guðmundsson, f. 29.3. 1972, nýsköp- unarsérfræðingur hjá Arion banka í Reykjavík; Sverrir Bollason, f. 30.1. 1980, umhverfis- og skipulagsverk- fræðingur hjá VSÓ í Reykjavík; Brynhildur Bolladóttir, f. 12.1. 1989, verkefnastjóri hjá Jónsson & Le- ’macks í Reykjavík. Foreldrar Atla eru Ásta St. Thor- oddsen, f. 24.4. 1953, prófessor í hjúkrunarfræði við HÍ, og Bolli Héðinsson, f. 5.2. 1954, hagfræð- ingur í Reykjavík. Úr frændgarði Atla Bollasonar Atli Bollason Lilja Árnadóttir húsfr. á Bakka og í Rvík Böðvar Pálsson oddviti og útgerðarm. á Bakka í Arnarfirði og kaupfélagsstj. á Bíldudal Auður Böðvarsdóttir bókavörður í Rvík Héðinn Finnbogason lögfr. og fulltr. hjá Tryggingastofnun í Rvík Bolli Héðinsson hagfræðingur í Rvík Sigríður Teitsdóttir ljósmóðir og húsfr. í Hítardal Finnbogi Helgason b. í Hítardal í Mýrarsýslu Birgir Thoroddsen skipstj. í Rvík Magdalena Thoroddsen fyrrv. blaðam. og húsfr. Lilja Héðinsdóttir kennari við Flensborg Sigriður Héðinsdóttir starfsmannastj. hjá ISS Böðvar Héðinsson fulltr. í velferðarráðun. Kristín Finnbogadóttir Boulton leikkona og rith. í Bretlandi Vito Rocco kvikmyndagerðarmaður í Bretlandi Ólína Þorvarðardóttir sagnfræðingur og fyrrv. borgarfulltr. og skólameistari Ólafur Thoroddsen lögfræðingur í Rvík Gígja Thoroddsen myndlistarmaður Ólína Andrésdóttir Thoroddsen húsfr. í Vatnsdal Ólafur Thoroddsen Einarsson skipstj. og útvegsb. í Vatnsdal í Rauðasandshr. Einar Thoroddsen skipstj., bæjarfulltr. og yfirhafnsögum. í Rvík. Ingveldur B. Thoroddsen fótaaðgerðafr. í Rvík Ásta St. Thoroddsen prófessor í hjúkrunarfræði í Rvík Guðfinna Guðnadóttir húsfr. á Patreksfirði Bjarni Bjarnason söðlasmiður á Patreksfirði Gísli Thoroddsen búsettur í Rvík Arnar Eggert Thoroddsen blaðam. og poppfræðingur Curver Thoroddsen myndlistar- og tónlistarmaður Helgi fæddist á Norðfirði 2.5.1899, sonur Páls Mark-ússonar trésmiðs og Kar- ítasar Bjarnadóttur. Eiginkona Helga var Sigríður Er- lendsdóttir frá Sturlu-Reykjum sem lést 1950, en dóttir þeirra Gerður Helgadóttir myndhöggvari. Helgi lærði ungur á fiðlu, stundaði tónlistarnám í Reykjavík 1916-17, hjá Sigfúsi Einarssyni og Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara. Löngu síðar lærði hann við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, meðfram aðalstarfi, fyrst kontrapunkt og tónsmíði hjá dr. Franz Mixa, og síðan hjá dr. Vic- tor Urbancic, sem kenndi honum einnig raddsetningu fyrir hljóm- sveit. Auk þess stundaði hann sjálfs- nám í tónlist og náði vönduðum kontrapunktískum stíl. Helgi útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum 1922, lærði spönsku við skólann og var eitt ár á Spáni til að kynnast fiskverzlun, var skrif- stofustjóri Kaupfélagsins á Norð- firði 1924-33, en flutti þá til Reykja- víkur og stundaði skrifstofustörf, lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Helgi var sérstætt, hugmyndaríkt og ljóðrænt tónskáld. Mörg verka hans hafa verið flutt erlendis og hlot- ið góða umsögn. Hann samdi einkum verk fyrir fiðlu og strengjahljóðfæri og lagði sérstaka rækt við kamm- ermúsík. Má þar nefna tvo strok- kvartetta, svítur fyrir hljómsveit, „Sex íslenzk þjóðlög fyrir fiðlu og pí- anó, op. 6“ og „Stef með tilbrigðum fyrir fiðlu og píanó, op. 8“, Vikivaka fyrir fiðlu og píanó og hljómsveit- arverkið Canzone og vals. Þá byggði hann oft verk sín á íslenzkum þjóð- lögum, sem hann útsetti listilega. Hann samdi einnig einsöngslög og kórlög, s.s. „Íslandsminni“, sem samið var fyrir blandaðan kór og einsöng með hljómsveitarundirleik og einsöngslagið Vornótt. Helgi var einn af stofnendum Tón- skáldafélags Íslands 1945 og Sam- bands tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar 1948. Hann var ljúfmenni í framkomu, hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur Helgi lést 7.5. 1964. Merkir Íslendingar Helgi Pálsson Laugardagur 90 ára Jónas Bjarnason Sigurður Kristinsson 85 ára Bragi Halldórsson Ingibjörg Pétursdóttir Jón Pálmason Rósa Jónsdóttir Sigurbjörg Guðjónsdóttir Steinvör Ester Ingimundardóttir Vigdís Þórey Þorvaldsdóttir 80 ára Garðar Arason Ingibjörg Eggertsdóttir Jónas Símonarson Tómas Antonsson 75 ára Guðrún Þórðardóttir Lára Bjarnadóttir Magnea Gunnarsdóttir Ragnar Leví Jónsson 70 ára Ása Guðnadóttir Baldvin Baldvinsson Björk Björgvinsdóttir Gunnar V. Guðnason Hekla Pálsdóttir Jóhannes Þórðarson Jón Viðar Arnórsson Kristrún Bergsveinsdóttir Pamela Susan Erlendsson Örlygur Karlsson 60 ára Dagbjört Ingibjörg Sveinsdóttir Gísli Ástráður Sighvatsson Guðbjörg Sigr Guðmundsdóttir Halldóra Ingunn Jónasdóttir Helga Rut Guðjónsdóttir Ingibjörg Ögmundsdóttir Jón Ingibjörn Ingólfsson Kristín T. Nielsen Krzysztof Stanislaw Kalisty Lilja Hauksdóttir Ólafur Bragason 50 ára Carlos Manuel Linhares Da Cruz Eric Richard Wolf Guðjón Gottskálk Bragason Guðlaugur B. Aðalsteinsson Hlédís Sveinsdóttir Ívar Atlason Malgorzata Krystyna Supernak Svanur Stefánsson Vilmundur Óskarsson 40 ára Ásgeir Hrafn Símonarson Fjóla Kristjánsdóttir Guðný Harpa Sigurðardóttir Hálfdán Daðason Heiða Björk Norðfjörð Julia Frank Kristján Hilmar Sigurðsson Pétur Björn Pétursson Sigurður Ingi Sigurðsson Sigurður Magnús Finnsson 30 ára Arnar Þórðarson Guðrún Hildur Thorstensen Jakob Ómarsson Kamila Elzbieta Tokarczyk Malgorzata Irena Weziak Sverrir Daði Þórarinsson Sunnudagur 90 ára Óskar Vigfús Markússon Sofie Marie Markan Unnur Guðmundsdóttir 85 ára Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir Jónas E. Guðmundsson Kristín Sigurrós Jónasdóttir Kristjana Brynjólfsdóttir Rafnar Sverrir Hallgrímsson 75 ára Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Kamma Hansen Kristín Kalmansdóttir Páll V. Sigurðsson 70 ára Bjarney Guðmundsdóttir Erlingur Aðalsteinsson Guðrún Guðbjörnsdóttir Hjálmar Sigurðsson Hulda Gunnþórsdóttir Ingunn Hjaltadóttir Jóhannes Eggertsson Jón Rafn Jóhannsson Jón Sigurjónsson Margrét Hildur Aronsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Sigurjón Óskarsson 60 ára Hólmfríður Sigurjónsdóttir Jóhann Björgvin Marvinsson Lilja Sveinsdóttir Ólafur Helgi Helgason Ronghe Zhao Sigurlína S. Alexandersdóttir Sigvaldi Bjarnason 50 ára Aðalgerður Guðlaugsdóttir Ágúst Ásgrímsson Dagný Hlín Ólafsdóttir Guðrún Torfadóttir Harpa Rós Björgvinsdóttir Jón Eyþór Steinþórsson Óskar Tómas Guðmundsson Sigríður Jóna Sigurðardóttir Sigríður Kristinsdóttir Sigurður Kristjánsson Sigurþór Gunnarsson Þórður Sigurður Björnsson 40 ára Bergþór Lund Hilmar Freyr Hilmarsson Hugi Jónsson Kristján Kristjánsson Linda Björk Magnúsdóttir Piotr Kupski Reynir Pálmason Steinunn María Sigurðardóttir Sæþór Helgason 30 ára Bragi Freyr Kristbjörnsson Davíð Francis Arnarson Jonathan Mathieu Ichter Kristjana Helga Bárðardóttir Linda Rós Pálmadóttir Marge Neissar Ragnar Freyr Guðmundsson Rannveig Björg Þórarinsdóttir Rebecca Marie Chambers Sólveig Pétursdóttir Þuríður Anna Róbertsdóttir Til hamingju með daginn HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS Ef fleiri en einn í fjölskyldunni kaupa sér hjól þá eykst afslátturinn (gildir líka fyrir ný hjól) Þegar þú verslar fyrir 75.000 eðameira getur þú dreift greiðslunni vaxtalaust í allt að 6mánuði* Allir semkaupa hjól í apríl fyrir kr. 60.000 eða meira fá kaupauka að verðmæti 6.000 kr. *L ét tg re ið sl ur . Þú gr ei ði re ng a ve xt ie n 3, 5% lá nt ök ug ja ld er af up ph æ ði nn io g 34 0 kr .g re ið sl ug ja ld vi ð hv er n gj al dd ag a. FJÖLSKYLDUDÍLLINN FLEIRIHJÓL -HÆRRIAFSLÁTTUR LÉTTARIGREIÐSLUR -VAXTALAUST ÍALLTAÐ6MÁNUÐI KAUPAUKINN - PUMPAOGLÁS HJÓLA 20-50%AFSLÁTTUR SPRENGJA! ÞRJÁR ÁSTÆÐUR AÐ KAUPA HJÓL Í APRÍL FRÁBÆRTILBOÐÁELDRIGERÐUMAFMONGOOSEOGKROSS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.