Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 44

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert fullur af rausnarskap, hvat- vísi og hreinskilni þessa dagana, sem gæti endað í bræðiskasti. Mundu að það er vegna þess að þú veist um hvað þú ert að tala. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu þig fram um að sýna börnum umburðarlyndi í dag. Allt sem til þarf er trú á málsnilld þína og málstaðinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin minnkun að því að þiggja hjálp annarra, þegar hún er boðin af góðum hug. Annars missirðu stjórnina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er afturábakdagur og horfðu á hann í því ljósi – sjáðu endann í upphafi. Dragðu þig í hlé ef það er eina lausnin til að bjarga geðheilsunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Brettu því upp ermarnar og láttu til þín taka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er mjög auðvelt að troða áhrif- um sínum upp á fólk með því að trufla, tala hátt eða reyna að ná yfirráðum yfir að- stæðum. Ef þú lætur undan er betra að gera það fyrri hluta dags. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tíminn er dýrmætur og því þarftu að nýta hann sem best þú getur. En mundu að sá er vinur er til vamms segir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Regla dagsins hljóðar svo: Þú mátt bara hafa áhyggjur í fimm mínútur. Nú er rétta tímasetningin til þess að kaupa eitthvað sem þú ert stoltur af. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er vandratað meðalhófið og þú verður að hafa þig allan við svo þér verði ekki fótaskortur. Gættu þess að sýna rausnarskap og hafðu trú á getu þinni og stöðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ferðaáætlanir eða ráðagerðir tengdar útgáfu vekja með þér tilhlökkun. Kollurinn er fullur af hugrenningum og hvötum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tilgangurinn helgar meðalið og mun auk þess kenna mörgum nytsama lexíu. Leyfðu þér að njóta lífsins. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur margt til málanna að leggja og þeir eru margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þér. Vertu betri við sjálfan þig og þú laðar að þér athyglina sem þú leitar. Síðast freistaðist ég til að hafagáturnar tvær. Hér kemur sú fyrri eftir Guðmund Arnfinnsson: Halur gæddur hrekkjaviti. Hryggjarstykki fiskum á. Girnilegur, beinlaus biti. Bændum skaða veldur sá. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Margur svikull reynist refur, refur stykki fiski á og biti kjöts er bein ei hefur, bóndinn refinn vill ei sjá. Hér svarar Guðmundur sjálfum sér: Nefnist refur rekkur kænn. Refur fisks er hryggjarstykki. Refur er beinlaus biti vænn. Bragðvís refur er hann Mikki. Og lætur limru fylgja: Fótfimi rómuð hans Refs er, en raunar mér stórum til efs er, að framar hann standi Stuðlakots Brandi, sem stekkur oft upp á nef sér. Harpa á Hjarðarfelli sendi „sam- pakkaðar lausnir“: Klækjarefur, refjabein, refur jóla og tófumein. Garðaband og band í brók, bandið tóna og svo á bók. Botninn á við gátu Helga R. Einarssonar: Í fjárhúsi það nota má, í föðurlandsins brókum, í Hörpu má það hlusta á, handverk, nátengt bókum. Helgi svarar sjálfum sér: Garðabandið gagnlegt er, gott er bandið hlýja, Í Hörpu af öðrum bandið ber, að bókbandinu ýja. Hér er lausn Guðmundar: Fjárhúsjata er búin bandi. Band er í hans föðurlandi. Á band í Hörpu hlýða megum og handinnbundnar skræður eigum. Og eins og Guðmundur segir streyma gátur hans endalaust: Getur verið gata slétt. Gjarnan möguleiki Erfiði þér oft fær létt. Upp á háan stall þig sett. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af ref og böndum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVA‘ HELDURÐU, MAMMA, TÍU ÞÚSUND KALL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kalla hana aldrei „þybbna“. GRETTIR, HVAÐ VILTU Á SPÆGIPYLSUNA ÞÍNA? STEIK! ÉG HEF ALLTAF VELT EINU FYRIR MÉR... HVAÐAN KEMUR ÖLL ÞESSI REIÐI? HVERJU? Það er alltaf gaman að skella sér áættarmót. Víkverji fór á eitt slíkt nýverið. Brunað var í sveitina í einu hendingskasti með þessa fínu köku sem var að sjálfsögðu keypt í búð þar sem um pálínuboð var að ræða. Þegar komið var á áfangastað var skrafað við ættingja og vini í um tvo tíma eða svo. Allir fengu sér að eta og drekka, myndir voru teknar, haldin var stutt og skelegg ræða og að lokum var fólkið svo kvatt á nýjan leik og brunað af stað aftur heim. x x x Þetta var einstaklega skemmti-legur selskapur og hæfilega langur að mati Víkverja. Þetta snýst oft meira um að sýna sig og sjá aðra en endilega að halda uppi gáfulegum samræðum við fólk sem hann hittir sjaldan og þekkir lítið. Það er samt alltaf gaman að hitta fólk og leggja sig fram um að kynnast öðrum því maður er manns gaman. x x x Ættarmót yfir sumartímann erualveg prýðileg en oftar en ekki þá eru þessi örstuttu sumur á Ís- landi skipulögð í þaula og þá er gott að skella í eins og eitt ættarmót með pálínuboðssniði á öðrum árstíma. x x x Annars er Víkverji farinn að skipu-leggja sumarið en hann ætlar að passa sig á því að skipuleggja það ekki um of því það þarf jú líka að vera í fríi og í því felst stundum að gera akkúrat ekki neitt. Þetta er nefnilega svolítil prófraun því Vík- verji er oft æði óskipulagður og finnst það fínt því þá er hægt að taka skyndiákvarðanir þegar honum dettur það í hug. Sá galli er á gjöf Njarðar að þá minnkar oft tilhlökk- unin sem er svo mikilvægt að halda í og er hluti af gleðinni í lífinu. x x x Það verður ekki bæði haldið ogsleppt í þessu lífi. Víkverji hefur nefnilega áttað sig á því að ef hann skipuleggur hlutina of mikið þá örlar frekar á vonbrigðum, sérstaklega ef viðburðir tengdir útiveru eru skipu- lagðir yfir sumartímann því veðrið er eins og það er á skerinu góða. víkverji@mbl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. (Rómverjabréfið 15:13)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.