Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 46

Morgunblaðið - 02.05.2015, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Hilma Kristín Sveinsdóttir klarín- ettleikari heldur útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands á morg- un, sunnudag, í Salnum, Kópavogi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og að- gangur er ókeypis. Á tónleikunum verður lögð áhersla á nýrri tónlist. Tvö tónskáld og góðir vinir Hilmu sömdu verk í tilefni tónleikanna, þau Bára Gísladóttir og Þorkell Nordal. Hilma Kristín er fædd í Reykjavík árið 1992 og hóf að læra á klarínett tíu ára gömul í Tónlistarskóla Kópavogs. Haustið 2011 hóf Hilma nám í klarín- ettleik í LHÍ, fyrst hjá Einari Jóhann- essyni og seinni ár hjá Ármanni Helga- syni. Frá 2010 hefur hún sungið í Hamrahlíðarkórunum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Útskriftartónleikar Hilmu á klarínett á sunnudag Klarínett Hilma er fædd árið 1992. AF SJÓNARHORNI Anna Jóa annajoa@hi.is Þá hefur hún loks verið opnuð, sýn- ingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu á sjónrænum menningararfi þjóð- arinnar sem lengi hefur verið beðið. Grunnsýningin „Sjónarhorn“ byggist á samstarfi höfuðsafnanna þriggja og stofnana er tengjast sögu þessa merka húss: Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Nátt- úruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um, Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Umræddar stofnanir búa yf- ir ríkulegum safnkosti en vitaskuld ólíkum og virðist sýningarstjórinn, Markús Þór Andrésson, hafa staðið frammi fyrir því að leiða samstarf á vægast sagt „háu flækjustigi“. Í stuttu máli sagt, þá tekst sýningin „Sjónarhorn“ í Safnahúsinu vonum framar – það er engu líkara en hún hafi verið töfruð fram, svo áreynslu- laus er framsetningin og umgjörðin öll. Ferðalag skoðandans Aðdráttarafl Safnahússins, reist í klassískum stíl í byrjun 20. aldar sem áfangi í menningarlegri upp- byggingu landsins, veitir skipuleggj- endum visst forskot enda bæði fal- legur og virðulegur „safngripur“ út af fyrir sig. Sú reynsla að nálgast tignarlegt húsið og stíga inn í það getur verið upplyftandi reynsla í sjálfu sér. En friðað hús er líka ögr- andi umgjörð um svo óvenjulega samsetta sýningu. Í þessu tilviki vinnur húsið einfaldlega með sýning- unni; lagt er upp með sjö sjónarhorn í sjö meginsýningarrýmum hússins, auk þess sem ýmsir krókar og kimar luma á áhugaverðum fróðleik. Sýn- ingin minnir að þessu leyti á völund- arhús; hún byggist ekki á línulegri frásögn heldur er sýningargestinum frjálst að vafra um og velja sér leið: hann gengur einfaldlega inn í visst samhengi sýningargripa þar sem jafnræði ríkir milli muna, óháð upp- runa. Þannig má t.d. velja sér sjón- arhornið „út“ og sjá þar marghátt- aðar tilraunir til að ná utan um heiminn með mælingum og skrásetn- ingum. Í sal I má m.a. skoða Manntal Árna Magnúsar og Páls Vídalín frá 1703 (á heimsminjaskrá UNESCO), bókverk Sólveigar Aðalsteinsdóttur Fjallahringur Reykjavíkur frá vestri Magnaðir myndheimar Morgunblaðið/Einar Falur Fjölbreytt Hjá handritum um galdra gefur að líta abstraktverk, m.a. eftir Svavar Guðnason, Guðmundu Andrésdóttur og Gerði Helgadóttur. til vesturs (1981) og konsept- listaverkin Hraðar/hægar I-II (1975) eftir Kristján Guðmundsson og Sjö metra (1992) Rúríar. Þá getur að líta vatnamælingaskúr frá 1963, Veð- urbók Árna Thorlacius frá 1845-1891, Ferðakver Jónasar Hallgrímssonar frá 1841, teikningu af fyrirhugaðri stjörnuskoðunarstöð Eyjólfs Jóns- sonar Johnsoniusar frá 1773, dásam- lega natni Samúels Eggertssonar í uppdráttunum Ár Íslands og Íslands fjöll (1913) og tilraun Hreins Frið- finnsonar til að fanga það sem sífellt rennur úr greipum – sjálfan regn- bogann – í verkinu Sólarleikur (1999). Myndheimar Hér eru aðeins nefnd fáein verk af því fjölbreytta úrvali muna sem til sýnis eru í þessu samhengi, þó er ljóst að áherslan er á gæði heildar- innar og yfirvegun fremur en magn sem þreytir áhorfandann. Í þessu vandlega samstillta sjónræna sam- hengi lýkst jafnframt upp nýr skiln- ingur án þess að einhver einn gripur eða einn höfundur tróni yfir öðrum. Þá er það sérstaklega dregið fram, í þeim mörgu tilvikum þar sem ekkert er vitað um höfund verka, að „nafn listamanns/-konu“ sé „óþekkt“. Sýn- ingin er raunar til fyrirmyndar hvað varðar þá áherslu sem lögð er á sýni- leika kvenna í sjónrænum menning- ararfi þjóðarinnar. Sýningin höfðar þannig til allra og er afar aðgengileg almenningi; hnitmiðaðir textar gefa tóninn fyrir sjónarhornin; horft er „út“ og „inn“, „upp“ og „niður“, „aftur og aftur“, sjónum beint inn á við („spegill“) og að lífi „frá vöggu til grafar“. En merkingarsamhengið sem úr verður rúmar ótal hugrenningar, allt eftir Morgunblaðið/Ómar Landslagsverk Gestir við opnun sýningarinnar nutu þess að skoða ólíka sýn listamanna á Esjuna. Á palli við glugga opnast sýn á fjallið sjálft. „Safnahúsið er góður staður til að opna skilningarvitin upp á gátt,“ skrifar rýnir. Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 3. maí kl. 14: Fjölskylduleiðsögn Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu: sýningar á verkum barna Ingunnarskóla og Landakotsskóla og skemmtilegur sumarratleikur List án landamæra: málverkasýning Ísaks Óla Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 Gönguferð um slóðir íslenskra myndlistarkvenna með Birnu Þórðardóttur, á sunnudag, lagt af stað frá safninu kl. 14 A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Sunnudagsleiðsögn kl. 15 í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur listfræðings Opið sunnudaga kl. 14-17. MENN Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson Listamannsspjall Sunnudag 3. maí kl. 15 Finnur Arnar Arnarson Vörður Jónína Guðnadóttir Hádegistónleikar Þriðjudag 5. maí kl. 12 Sigrún Pálmadóttir, sópran og Antónía Hevesi, píanó Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar ÁMUNDI: Grafísk hönnun Leiðsögn með Helgu sun. kl. 14 Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 3. maí Fræðslurými og fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og veitingastofan Kapers Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Safnahúsið, Hverfisgata 15, s. 530 2210 Opið frá 10-17 alla daga nema mánudaga www.safnahusid.is. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands. Safnahúsið við Hverfisgötu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.