Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 10

Morgunblaðið - 21.05.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er fyrsta ferð mínhingað til lands en sann-arlega ekki sú síðasta.Fyrir nokkrum árum fékk ég gríðarlegan áhuga á þessu litla landi hér í norðri og las mér til um það. En ég uppgötvaði landið í gegnum íslenska tónlist. Ég er heill- aður af nokkrum íslenskum hljóm- sveitum eins og til dæmis Múm, Sigur Rós, Sóleyju, Amina og fleir- um. Ég er hrifinn af tónlist þessa tónlistarfólks og mig langaði að vita hvaðan þau fengu innblástur í sinni tónlistarsköpun, ég vildi vita meira um landið þar sem þau eru alin upp, því umhverfið hefur alltaf áhrif á það sem fólk er að gera. Þess vegna er ég kominn hingað,“ segir Ismail El Ghorba Youssef sem er ófeiminn að viðurkenna að hann sé ekki hrif- inn af tónlist Bjarkar, þó að flestir útlendingar sem hann hitti séu það. Leiddist og langaði til að sjá meira af heiminum Ismail lenti á Íslandinu kalda í lok apríl og hafði aðeins verið í rúma viku á landinu þegar blaða- maður mælti sér mót við hann á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Hann kemur langt að, er búsettur um þessar mundir í Vancouver í Kanada, en er fæddur og uppalinn í Casablanca í Marokkó í henni Afr- íku. „Ég fæddist reyndar í Mont- real í Kanada, því foreldrar mínir voru innflytjendur þar og höfðu bú- ið þar í tíu ár og starfað sem kenn- arar. Hálfu ári eftir að ég fæddist fluttu þau aftur til Marokkó og þar Marokkóbúi mættur í íslenskan sauðburð Hann hefur haft mikinn áhuga á Íslandi í nokkur ár og lét loks verða af því að koma hingað núna í kalda vorinu. Hann ætlar að starfa sem sjálfboðaliði á þrem- ur ólíkum stöðum, í sauðburði fyrir norðan, á tónlistarhátíð í höfuðborginni og á hosteli vestur á fjörðum. Þannig kýs hann að kynnast fólki í nýju landi. Nóg að gera Ismail kann vel við sig í sveitinni á Sölvanesi. Um næstu helgi verður haldin Vist- ræktarvinnustofa Laugargarðs í sam- starfi við frístundaheimilið Dalheima, Holtavegi 32 í Reykjavík. Markmiðið er að koma af stað starfsemi fyrir sumarið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætl- anir. Hugmyndafræði vistræktar verður kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og hugmyndum velt upp um heildræna hönnun á garði. Lilja Sigrún Jónsdóttir, stofnandi fyrstu grenndargarða í Reykjavík, heldur erindi um hvatningarmátt og jákvæð áhrif sem gott grenndarsam- félag hefur á ræktendur. Á námskeið- inu verða forsáðar plöntur en fólk er hvatt til að byrja að forsá og koma með plöntur til að setja niður. Nám- skeiðið kostar ekkert en frjáls fram- lög eru vel þegin. Skráning og upp- lýsingar í s. 6161278. Netfang: brynja76@gmail.com. Vefsíðan www.facebook/Laugargarður Laugargarður Hann er samfélagsrekinn garður í Laugardalnum í borginni. Sameiginleg ræktun hverfisbúa Fjarðarkaup Gildir 21.- 23. maí verð nú áður mælie. verð Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.598 3.598 2.598 kr. kg Lambaprime úr kjötborði.................................. 3.098 3.640 3.098 kr. kg Fjallalamb grillsagaður frampartur .................... 798 928 798 kr. kg Iceberg-salat .................................................. 278 368 278 kr. kg Appelsínur...................................................... 168 218 168 kr. kg Jónagold-epli.................................................. 178 248 178 kr. kg Pepis/pepsi max 4 x 2 l ................................... 698 998 175 kr. stk. Prins póló 28 x 50 g ........................................ 1.998 2.998 71 kr. stk. Doritos snakk 2 tegundir.................................. 199 218 199 kr. stk. Maryland-kex 4 tegundir .................................. 99 138 99 kr. kg Helgartilboðin Sýningin Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900 – 1970 í Árbæjarsafni er óður til kvenna, framtakssemi þeirra, hugmynda- auðgi og sjálfsbjargarviðleitni. Sýn- ingin byggist á safnkosti og rann- sóknum Borgarsögusafns Reykja- víkur á vinnu kvenna og er framlag safnsins til að minnast 100 ára af- mælis kosningaréttar kvenna. Meginstefið er hin falda veröld kvenna; hvernig þeim tókst að afla tekna í hjáverkum samhliða skyldu- störfum til að sjá sér og sínum far- borða. Konur tóku heimilistæki í sína þjónustu og gerðu að atvinnutækj- um. Prjónavélar, saumavélar og þvottavélar nýttust til atvinnusköp- unar. Þær seldu máltíðir, leigðu út herbergi, þvoðu, strauuðu, saumuðu, prjónuðu og gerðu við fatnað. Konur af öllum stéttum nýttu hugvit sitt, útsjónarsemi, þekkingu og færni til að afla sér tekna í hjáverkum. Sýningin Hjáverkin verður opin í Árbæjarsafni um hvítasunnuhelgina kl. 13 - 17 og síðan alla daga vikunnar frá og með 30. maí kl. 10-17. Falin veröld kvenna í Árbæjarsafni um hvítasunnuna Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1925-1935 Þetta er sennilega fjölskylda í Hafnarfirði. Ljósmynd/Amatörvinnustofa G. Ásgeirssonar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.